Innlent

Gleði­legt nýtt ár kæru les­endur Vísis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Takk fyrir árið 2025 kæru lesendur og megi nýtt ár færa ykkur gleði og hamingju.
Takk fyrir árið 2025 kæru lesendur og megi nýtt ár færa ykkur gleði og hamingju. Vísir/Vilhelm

Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2026 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta.

Árið sem nú er á enda hefur verið viðburðarríkt. Ný ríkisstjórn lauk sínu fyrsta starfsári, flugfélagið Play fór á hausinn, flestir voru aldrei þessu vant ánægðir með sumarveðrið og moskítóflugan mætti til landsins.

Við vonum að bjartir tímar bíði okkar allra á nýju ári og þökkum ykkur lesendum öllum kærlega fyrir samfylgdina á liðnum árum. Meirihluti þjóðarinnar heimsækir Vísi reglulega og um fimmtíu þúsund manns horfa á sjónvarpsfréttir okkar á Sýn. Þá jók Bylgjan hlustun sína á árinu og festi sig enn frekar í sessi sem stærsta útvarpsstöð landsins.

Um leið og við þökkum ykkur samfylgdina á árinu sem er að líða heitum við því að færa ykkur áfram traustar fréttir af öllu á milli himins og jarðar, bæði hér heima og erlendis.

Við flytjum fréttir fyrir ykkur og þiggjum um leið ábendingar um hvaðeina fréttnæmt hjá ykkur. Það er hægt að gera með fréttaskoti með því að smella hér.

Gleðilegt nýtt ár!




Fleiri fréttir

Sjá meira


×