Innlent

Marg­faldur þungi í loft­á­rásum og kyn­tákn kveður

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða lesnar klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða lesnar klukkan 12. vísir

Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og heitavatnsskort og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem skotið er á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla.

Fjallað verður nánar um stöðuna í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Franska leikkonan Brigitte Bardot er látin, 91 árs að aldri. Hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrir kvikmyndaleik sinn en á seinni árum sneri hún sér að málefnum tengdum velferð dýra og stjórnmálum.

Kostnaður forsetaembættisins vegna opinberra heimsókna forsetans frá embættistöku nemur yfir tuttugu milljónum króna en enn eiga eftir að berast reikningar vegna Finnlandsferðar. Alls hafa um hundrað og tuttugu fyrirtæki og stofnanir verið með forsetanum í för. Sum þeirra hafa farið í allar ferðirnar nema eina.

Í sportinu verður HM í pílukasti meðal annars í brennidepli og enski boltinn auðvitað á sínum stað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×