Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2025 21:25 Arnar Daði Arnarsson og Hrannar Guðmundsson fóru með Stjörnuna í úrslitaleik Powerade-bikarsins á síðustu leiktíð. vísir/Vilhelm Arnar Daði Arnarsson fékk heldur kaldar jólakveðjur frá handknattleiksdeild Stjörnunnar í hádeginu í dag þegar honum var tilkynnt að hann yrði að stíga til hliðar sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Hann er þó áfram þjálfari meistaraflokks kvenna og yngri flokka en ætlar að skoða sín mál yfir jólin Karlalið Stjörnunnar, sem Arnar Daði aðstoðaði Hrannar Guðmundsson til að mynda við að koma í bikarúrslitaleikinn á síðustu leiktíð, er í 8. sæti Olís-deildarinnar nú þegar jóla- og EM-hléið er hafið. Liðið er aðeins með tíu stig eftir fimmtán leiki, sex stigum á eftir næsta liði sem er Fram. Það vekur hins vegar athygli að í þessu tilviki var aðstoðarþjálfarinn látinn fara sem þó virðist áfram treyst til að þjálfa kvennalið Stjörnunnar, en Arnar Daði og Hanna G. Stefánsdóttir tóku við því í byrjun nóvember. „Það síðasta sem ég bjóst við þegar ég mætti á þennan fund“ Arnar Daði kveðst hins vegar virða ákvörðun stjórnarinnar og viðurkennir að gengi karlaliðsins hafi ekki verið nægilega gott. „Ég fékk skilaboð frá formanninum [Sigurjón Hafþórsson] í gærkvöldi um hvort ég gæt hitt hann á fundi í hádeginu. Þar var mér tjáð af formanninum og tveimur aðilum innan félagsins sem ég hafði aldrei hitt áður að það væri virkilega mikil ánægja með mín störf innan Stjörnunnar bæði hvað varðar yngri flokka þjálfun og eftir að ég kom inn sem nýr aðstoðarþjálfari kvennaliðsins í síðasta mánuði. En nú þyrfti hinsvegar að hrista upp í hlutunum hjá karla liðinu og það væri ákvörðun einhverra innan stjórnarinnar að ég myndi stíga til hliðar sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla,“ segir Arnar Daði í samtali við Vísi. Stjörnumenn hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og eru í 8. sæti Olís-deildarinnar.vísir/Anton „Þetta var það síðasta sem ég bjóst við þegar ég mætti á þennan fund og auðvitað kom þetta flatt upp á mann. Það er ekki á hverjum degi sem aðstoðarþjálfara er sagt upp störfum. Það hafa auðvitað margar spurningar vaknað í dag eftir samtöl mín við góða aðila innan hreyfingarinnar en á meðan ég er enn í starfi hjá Stjörnunni þá held ég að fæst orð beri minnstu ábyrgð,“ segir Arnar Daði og bætir við: „Á sama tíma og manni er sagt upp hjá karla liðinu þá er maður talinn vera sá aðili sem á að hjálpa til í kvennaliðinu ásamt Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur. Þetta er áhugavert.“ „Kómískt að sami einstaklingurinn sé vandamálið karlamegin en eigi að vera lausnin kvennamegin“ Aðspurður hvort hann hyggist áfram starfa fyrir Stjörnuna segist Arnar vilja taka sér tíma í það um jólin að meta framhaldið. „Ég gekk útaf fundinum í dag sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og yngri flokka þjálfari Stjörnunnar en starfskrafta minna var ekki óskað hjá meistaraflokki karla. Ætli ég heyri ekki í Aroni Jóhannssyni hjá Val og spyrji hvort við ættum að stofna einhvern klúbb aðila sem eru á samningi hjá félögum án þess að þurfa að mæta,“ segir Arnar Daði léttur en óviss um framhaldið. Hann kveðst þó hafa liðið afar vel hjá Stjörnunni síðan hann kom til félagsins í fyrra, og sá ekki annað fyrir sér en að vinna áfram að því að koma karlaliðinu á réttan kjöl ásamt því að halda áfram sama verkefni með kvennaliðið. „Nú er hinsvegar staðan orðin önnur og ég ætla nýta hátíðirnar til að ákveða framhaldið hjá mér. Það er auðvitað kómískt að sami einstaklingurinn sé vandamálið karlamegin en eigi að vera lausnin kvennamegin hjá sama félaginu.“ Olís-deild karla Olís-deild kvenna Stjarnan Handbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
Karlalið Stjörnunnar, sem Arnar Daði aðstoðaði Hrannar Guðmundsson til að mynda við að koma í bikarúrslitaleikinn á síðustu leiktíð, er í 8. sæti Olís-deildarinnar nú þegar jóla- og EM-hléið er hafið. Liðið er aðeins með tíu stig eftir fimmtán leiki, sex stigum á eftir næsta liði sem er Fram. Það vekur hins vegar athygli að í þessu tilviki var aðstoðarþjálfarinn látinn fara sem þó virðist áfram treyst til að þjálfa kvennalið Stjörnunnar, en Arnar Daði og Hanna G. Stefánsdóttir tóku við því í byrjun nóvember. „Það síðasta sem ég bjóst við þegar ég mætti á þennan fund“ Arnar Daði kveðst hins vegar virða ákvörðun stjórnarinnar og viðurkennir að gengi karlaliðsins hafi ekki verið nægilega gott. „Ég fékk skilaboð frá formanninum [Sigurjón Hafþórsson] í gærkvöldi um hvort ég gæt hitt hann á fundi í hádeginu. Þar var mér tjáð af formanninum og tveimur aðilum innan félagsins sem ég hafði aldrei hitt áður að það væri virkilega mikil ánægja með mín störf innan Stjörnunnar bæði hvað varðar yngri flokka þjálfun og eftir að ég kom inn sem nýr aðstoðarþjálfari kvennaliðsins í síðasta mánuði. En nú þyrfti hinsvegar að hrista upp í hlutunum hjá karla liðinu og það væri ákvörðun einhverra innan stjórnarinnar að ég myndi stíga til hliðar sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla,“ segir Arnar Daði í samtali við Vísi. Stjörnumenn hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og eru í 8. sæti Olís-deildarinnar.vísir/Anton „Þetta var það síðasta sem ég bjóst við þegar ég mætti á þennan fund og auðvitað kom þetta flatt upp á mann. Það er ekki á hverjum degi sem aðstoðarþjálfara er sagt upp störfum. Það hafa auðvitað margar spurningar vaknað í dag eftir samtöl mín við góða aðila innan hreyfingarinnar en á meðan ég er enn í starfi hjá Stjörnunni þá held ég að fæst orð beri minnstu ábyrgð,“ segir Arnar Daði og bætir við: „Á sama tíma og manni er sagt upp hjá karla liðinu þá er maður talinn vera sá aðili sem á að hjálpa til í kvennaliðinu ásamt Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur. Þetta er áhugavert.“ „Kómískt að sami einstaklingurinn sé vandamálið karlamegin en eigi að vera lausnin kvennamegin“ Aðspurður hvort hann hyggist áfram starfa fyrir Stjörnuna segist Arnar vilja taka sér tíma í það um jólin að meta framhaldið. „Ég gekk útaf fundinum í dag sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og yngri flokka þjálfari Stjörnunnar en starfskrafta minna var ekki óskað hjá meistaraflokki karla. Ætli ég heyri ekki í Aroni Jóhannssyni hjá Val og spyrji hvort við ættum að stofna einhvern klúbb aðila sem eru á samningi hjá félögum án þess að þurfa að mæta,“ segir Arnar Daði léttur en óviss um framhaldið. Hann kveðst þó hafa liðið afar vel hjá Stjörnunni síðan hann kom til félagsins í fyrra, og sá ekki annað fyrir sér en að vinna áfram að því að koma karlaliðinu á réttan kjöl ásamt því að halda áfram sama verkefni með kvennaliðið. „Nú er hinsvegar staðan orðin önnur og ég ætla nýta hátíðirnar til að ákveða framhaldið hjá mér. Það er auðvitað kómískt að sami einstaklingurinn sé vandamálið karlamegin en eigi að vera lausnin kvennamegin hjá sama félaginu.“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Stjarnan Handbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira