Glódís framlengir samninginn við Bayern Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. desember 2025 14:16 Glódís Perla mun búa áfram í Bæjaralandi næstu árin. Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur framlengt samning sinn við Þýskalandsmeistara Bayern Munchen til ársins 2028. Glódís gekk til liðs við Bayern árið 2021 og hefur verið fyrirliði liðsins frá því 2024. Á fjórum tímabilum í Bæjaralandi hefur hún orðið Þýskalandsmeistari þrisvar, bikarmeistari og Ofurbikarmeistari, ásamt því að spila á hverju tímabili í Meistaradeild Evrópu. Á síðasta ári var hún eini miðvörðurinn af þrjátíu leikmönnum sem hlutu tilnefningu til Gullboltans, verðlaun sem veitt eru besta knattspyrnufólki heims. Glódís var kjörin Íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna á síðasta ári og er aftur tilnefnd til verðlaunanna í ár, eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Bayern í vor og leitt íslenska landsliðið á Evrópumótinu í Sviss í sumar. Mikil gleði ríkir nú í Munchen því Bayern hefur lagt mikið í kvennaliðið upp á síðkastið. Nýlega var tilkynnt um nýjan heimavöll sem verður tekin í notkun á næsta ári og Glódís er þriðji lykilleikmaður liðsins sem skrifar undir framlengdan samning upp á síðkastið. Pernille Harder og Magdalena Eriksson krotuðu einnig undir. Framlengt því hún er framlenging af þjálfaranum Yfirmaður íþróttamála hjá liðinu sparar heldur ekki stóru orðin þegar talað er um fyrirliðann. „Þessi framlenging var algjört forgangsatriði hjá okkur“ sagði Francisco De Sá Fardilha. „Mikilvægi hennar sést í hverjum einasta leik. Hvernig hún skipuleggur vörnina, stýrir línunni, skallar boltann og gefur hann frá sér, ásamt því að leiðbeina öllum leikmönnum. Hún er eins og framlenging af þjálfaranum, inni á vellinum“ bætti hann við. Hefur vaxið í fyrirliðahlutverkinu „Ég er mjög stolt og glöð að hafa verið hluti af þessu liði svona lengi og hlakka til að halda því áfram. Liðsandinn hér og andrúmsloftið er engu líkt. Ábyrgðin sem fylgir því að vera fyrirliði hefur hjálpað mér að vaxa, bæði sem leikmaður og manneskja. Við erum metnaðarfullt lið og viljum halda okkur á toppnum í Þýskalandi en stíga einnig framfaraskref í Meistaradeildinni“ sagði Glódís eftir að hafa skrifað undir samninginn. Þýski boltinn Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Glódís gekk til liðs við Bayern árið 2021 og hefur verið fyrirliði liðsins frá því 2024. Á fjórum tímabilum í Bæjaralandi hefur hún orðið Þýskalandsmeistari þrisvar, bikarmeistari og Ofurbikarmeistari, ásamt því að spila á hverju tímabili í Meistaradeild Evrópu. Á síðasta ári var hún eini miðvörðurinn af þrjátíu leikmönnum sem hlutu tilnefningu til Gullboltans, verðlaun sem veitt eru besta knattspyrnufólki heims. Glódís var kjörin Íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna á síðasta ári og er aftur tilnefnd til verðlaunanna í ár, eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Bayern í vor og leitt íslenska landsliðið á Evrópumótinu í Sviss í sumar. Mikil gleði ríkir nú í Munchen því Bayern hefur lagt mikið í kvennaliðið upp á síðkastið. Nýlega var tilkynnt um nýjan heimavöll sem verður tekin í notkun á næsta ári og Glódís er þriðji lykilleikmaður liðsins sem skrifar undir framlengdan samning upp á síðkastið. Pernille Harder og Magdalena Eriksson krotuðu einnig undir. Framlengt því hún er framlenging af þjálfaranum Yfirmaður íþróttamála hjá liðinu sparar heldur ekki stóru orðin þegar talað er um fyrirliðann. „Þessi framlenging var algjört forgangsatriði hjá okkur“ sagði Francisco De Sá Fardilha. „Mikilvægi hennar sést í hverjum einasta leik. Hvernig hún skipuleggur vörnina, stýrir línunni, skallar boltann og gefur hann frá sér, ásamt því að leiðbeina öllum leikmönnum. Hún er eins og framlenging af þjálfaranum, inni á vellinum“ bætti hann við. Hefur vaxið í fyrirliðahlutverkinu „Ég er mjög stolt og glöð að hafa verið hluti af þessu liði svona lengi og hlakka til að halda því áfram. Liðsandinn hér og andrúmsloftið er engu líkt. Ábyrgðin sem fylgir því að vera fyrirliði hefur hjálpað mér að vaxa, bæði sem leikmaður og manneskja. Við erum metnaðarfullt lið og viljum halda okkur á toppnum í Þýskalandi en stíga einnig framfaraskref í Meistaradeildinni“ sagði Glódís eftir að hafa skrifað undir samninginn.
Þýski boltinn Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti