Innlent

Ó­lýsan­legur harmur fyrir fjöl­skylduna og söfnun hleypt af stokkunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður rætt við forstjóra Samherja sem segir að breskt fyrirtæki hafi nú stefnt Samherja og krefjist hundrað og fjörutíu milljarða króna í bætur.

Þá verður rætt við skipuleggjanda söfnunar sem hleypt hefur verið af stokkunum til að styja við bakið á fjölskyldu stúlkunnar sem lést í bílslysi í Suðu-Afríku í síðustu viku.

Einnig fjöllum við um nýjustu verðbólgutölurnar sem bárust í morgun sem sýna fram á töluvert meiri verðbólgu en búist hafði verið við. 

Að auki verður rætt við formann Neytendasamtakanna en Hæstiréttur fellir síðar í dag dóm í síðasta vaxtamálinu sem samtökin höfðuðu. 

Í íþróttapakkanum verður svo sagt frá hvalreka hjá KR-ingum og farið yfir það helsta í enska boltanum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×