Erlent

Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kíló­metra frá Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Drónar voru notaðir til að varpa sprengjum á skipið.
Drónar voru notaðir til að varpa sprengjum á skipið. Skjáskot

Ekki var notast við langdræga sjálfsprengidróna við árásina. Þess í stað var notast við skammdrægri dróna sem notaðir eru til að varpa sprengjum úr lofti. Bendir það til þess að drónunum hafi verið flogið frá öðru skipi eða landi sem verið var að sigla olíuskipinu framhjá.

Skipið heitir QENDIL en samkvæmt manni sem kemur að aðgerðum SBU var skipið ekki að flytja olíu þegar árásin var gerð. Hann segir skipið hafa orðið fyrir miklum skemmdum.

Upplýsingar um staðsetningu skipsins á netinu benda til þess að skipinu hafi verið siglt í átt til Egyptalands en í morgun var skipið að nálgast Krít.

Úkraínumenn hafa haldið áfram árásum sínum og olíu- og gasinnviði í Rússlandi, í þeim tilgangi að draga úr tekjum rússneska ríkisins. Nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjanna í garð Rússlands hafa ekki borið mikinn árangur enn.

Útlit er fyrir að Úkraínumenn leggi nú meiri áherslu á árásir á skip í skuggaflotanum svokallaða, sem Rússar nota til að selja olíu þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Bæði hafa árásir verið gerðar á dælustöðvar og skip að undanförnu.


Tengdar fréttir

Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna

Útsendarar einnar af leyniþjónustum Úkraínu, sem kallast Öryggisþjónusta Úkraínu (SBU), grönduðu rússneskum kafbáti við bryggju í Novorossiysk við Svartahaf í Rússlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að kafbáti sé grandað með neðansjávardróna.

Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu

Evrópuleiðtogar hafa samþykkt að veita Úkraínu 90 milljarða evra lán til að mæta fjárhagslegum þörfum landsins næstu tvö árin en ekki náðist samkomulag um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna lánið.

Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að „evrópsk svín“ hafi tekið höndum saman við fyrrverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna, í þeim tilgangi að fella Rússland. Þeir hafi vonast til að græða á falli Rússlands og segir Pútín þá hafa talið að Rússland myndi fljótt falla.

Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki

Rússar munu ekki slaka neitt á kröfum sínum varðandi Krímskaga, Donabas-svæðið eða önnur svæði sem Rússar hafa innlimað í Úkraínu. Slíkt kemur ekki til greina og myndi koma niður á fullveldi Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×