„Við þurfum bara að keyra á þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2025 16:03 Ólafur Ingi ætlar að láta reyna á hápressuna í kvöld. vísir Breiðablik þarf að sækja sigur gegn taplausa toppliðinu Strasbourg í kvöld til að eiga möguleika á því að komast áfram í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Eftir sigur gegn Shamrock Rovers í síðustu umferð eru Blikarnir með fimm stig úr fimm leikjum, rétt fyrir utan efstu 24 sætin. Sénsinn á umspili er enn til staðar en þá dugir ekkert minna en sigur. „Þeir eru klárlega sigurstranglegri“ sagði þjálfari Breiðabliks, Ólafur Ingi Skúlason, um toppliðið sem hefur ekki enn tapað leik í Sambandsdeildinni og lagði Crystal Palace í síðasta heimaleik. „Þetta er mjög öflugt, ungt og vel þjálfað lið. Þeir spila mjög sóknarþenkjandi og skemmtilegan fótbolta. Reyna mikið að spila sig í gegnum lið. Þetta er lið með góða liðsheild en engu að síður hörku einstaklinga“ sagði Ólafur einnig en vildi ekki nefna neinn sérstaklega hættulegan leikmann hjá Strasbourg. Í því samhengi má þó nefna leikmenn eins og Valentín Barco og Julio Enciso, sem voru hjá Brighton í fyrra. Eða Ben Chilwell, sem kom frá venslaliðinu Chelsea. Jafnvel vængbakverðina Diego Moreira og Guéla Doué, eða fyrirliðann sem spilar fremst, Emmanuel Emegha. „Það eru hörku einstaklingar í hverri stöðu, þannig að það er svosem enginn sem maður horfir sérstaklega til, þetta eru allt mjög öflugir fótboltamenn.“ Vonast eftir vanmati Þó líkurnar séu sannarlega ekki með Breiðablik í liði þá getur auðvitað allt gerst í fótbolta. Sérstaklega þegar sigurstranglegra liðið er búið að tryggja sig áfram í sextán liða úrslit og gæti vanmetið lítilmagnann. „Það er bara vatn á okkur myllu. Við höfum engu að tapa og ég held að það sé lykillinn í þessu í dag fyrir okkur. Við þurfum bara að keyra á þetta… Við viljum fara brattir inn í þennan leik, stíga á þá og reyna að pressa á þá. Þetta er lið sem vill spila frá marki og tekur ákveðnar áhættur í því, þannig að við mætum aggressívir og ætlum að setja þá undir pressu, svo þurfum við að sjá bara hvernig það gengur.“ Nánar verður rætt við Ólaf Inga um leik kvöldsins og meiðslavandræði liðsins í Sportpakka Sýnar. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir. 17. desember 2025 18:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Eftir sigur gegn Shamrock Rovers í síðustu umferð eru Blikarnir með fimm stig úr fimm leikjum, rétt fyrir utan efstu 24 sætin. Sénsinn á umspili er enn til staðar en þá dugir ekkert minna en sigur. „Þeir eru klárlega sigurstranglegri“ sagði þjálfari Breiðabliks, Ólafur Ingi Skúlason, um toppliðið sem hefur ekki enn tapað leik í Sambandsdeildinni og lagði Crystal Palace í síðasta heimaleik. „Þetta er mjög öflugt, ungt og vel þjálfað lið. Þeir spila mjög sóknarþenkjandi og skemmtilegan fótbolta. Reyna mikið að spila sig í gegnum lið. Þetta er lið með góða liðsheild en engu að síður hörku einstaklinga“ sagði Ólafur einnig en vildi ekki nefna neinn sérstaklega hættulegan leikmann hjá Strasbourg. Í því samhengi má þó nefna leikmenn eins og Valentín Barco og Julio Enciso, sem voru hjá Brighton í fyrra. Eða Ben Chilwell, sem kom frá venslaliðinu Chelsea. Jafnvel vængbakverðina Diego Moreira og Guéla Doué, eða fyrirliðann sem spilar fremst, Emmanuel Emegha. „Það eru hörku einstaklingar í hverri stöðu, þannig að það er svosem enginn sem maður horfir sérstaklega til, þetta eru allt mjög öflugir fótboltamenn.“ Vonast eftir vanmati Þó líkurnar séu sannarlega ekki með Breiðablik í liði þá getur auðvitað allt gerst í fótbolta. Sérstaklega þegar sigurstranglegra liðið er búið að tryggja sig áfram í sextán liða úrslit og gæti vanmetið lítilmagnann. „Það er bara vatn á okkur myllu. Við höfum engu að tapa og ég held að það sé lykillinn í þessu í dag fyrir okkur. Við þurfum bara að keyra á þetta… Við viljum fara brattir inn í þennan leik, stíga á þá og reyna að pressa á þá. Þetta er lið sem vill spila frá marki og tekur ákveðnar áhættur í því, þannig að við mætum aggressívir og ætlum að setja þá undir pressu, svo þurfum við að sjá bara hvernig það gengur.“ Nánar verður rætt við Ólaf Inga um leik kvöldsins og meiðslavandræði liðsins í Sportpakka Sýnar.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir. 17. desember 2025 18:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Fjórir frá hjá Blikum á morgun Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir. 17. desember 2025 18:00