KSÍ missti af meira en milljarði króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2025 15:13 Albert Guðmundsson í leiknum mikilvæga á móti Úkraínu í Varsjá í Póllandi í nóvember. Getty/Ernest Kolodziej Knattspyrnusamband Íslands varð af mjög stórum fjárhæðum þegar íslenska karlalandsliðinu í fótbolta mistókst að tryggja sér sæti á HM karla í fótbolta í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Nú hefur verið staðfest hvernig verðlaunaféð skiptist næsta sumar og hvað er í boði fyrir þátttökuþjóðirnar af heildarhagnaði FIFA af mótinu. Stjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kom að öll lönd sem taka þátt í heimsmeistaramótinu í fótbolta í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó séu tryggð að lágmarki níu milljónir dollara, sem jafngildir rúmlega 1,1 milljarði íslenskra króna. Auk þess fá liðin 186 milljónir króna í styrk til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið. FIFA Council approves record-breaking @FIFAWorldCup 2026™ financial contribution! 🏆USD 727 million, 50% more than for Qatar 2022™, will be distributed to Participating Member Associations as a result of next year’s showpiece.— FIFA (@FIFAcom) December 17, 2025 Níu milljónir dollara fara til hvers þeirra liða sem enda í sætum 33 til 48 á mótinu, það er komast ekki upp úr sínum riðli. Ef viðkomandi þjóð kemst áfram í útsláttarkeppnina bíða þeirra tvær milljónir dollara til viðbótar eða 253 milljónir króna. Þaðan í frá fara upphæðirnar stigvaxandi. Heimsmeistararnir munu fá fimmtíu milljónir dollara í heildina eða meira en 6,3 milljarða króna. Að sögn FIFA hafa landsliðin aldrei fengið meiri peninga og segja þeir að um fimmtíu prósenta aukningu sé að ræða frá fyrri mótum. Alls deila þeir út 655 milljónum dollara, sem jafngildir um 83 milljörðum íslenskra króna. HM 2026 í fótbolta KSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira
Nú hefur verið staðfest hvernig verðlaunaféð skiptist næsta sumar og hvað er í boði fyrir þátttökuþjóðirnar af heildarhagnaði FIFA af mótinu. Stjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kom að öll lönd sem taka þátt í heimsmeistaramótinu í fótbolta í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó séu tryggð að lágmarki níu milljónir dollara, sem jafngildir rúmlega 1,1 milljarði íslenskra króna. Auk þess fá liðin 186 milljónir króna í styrk til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið. FIFA Council approves record-breaking @FIFAWorldCup 2026™ financial contribution! 🏆USD 727 million, 50% more than for Qatar 2022™, will be distributed to Participating Member Associations as a result of next year’s showpiece.— FIFA (@FIFAcom) December 17, 2025 Níu milljónir dollara fara til hvers þeirra liða sem enda í sætum 33 til 48 á mótinu, það er komast ekki upp úr sínum riðli. Ef viðkomandi þjóð kemst áfram í útsláttarkeppnina bíða þeirra tvær milljónir dollara til viðbótar eða 253 milljónir króna. Þaðan í frá fara upphæðirnar stigvaxandi. Heimsmeistararnir munu fá fimmtíu milljónir dollara í heildina eða meira en 6,3 milljarða króna. Að sögn FIFA hafa landsliðin aldrei fengið meiri peninga og segja þeir að um fimmtíu prósenta aukningu sé að ræða frá fyrri mótum. Alls deila þeir út 655 milljónum dollara, sem jafngildir um 83 milljörðum íslenskra króna.
HM 2026 í fótbolta KSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira