Innlent

Heyrði skot­hvellina á Bondi strönd

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður rætt við Íslending sem býr í Sydney í Ástralíu þar sem hin mannskæða skotárás var framin um helgina. 

Maðurinn, Jakob Máni Ásgeirsson segir að borgarbúar séu í sárum eftir atvikið en hann heyrði hvellina í byssunum þegar mennirnir, sem voru feðgar, létu til skarar skríða. 

Þá fjöllum við um breytingar við innritun í framhaldsskólana sem sumir hafa gagnrýnt en aðrir fagna.

Einnig verður rætt við konu sem missti dóttur sína í snjóflóðinu í Súðavík sem vonar að sannleikurinn komi í ljós síðar í dag þegar skýrsla um atburðina verður gerð opinber. 

Og í sportinu verður bikarleikur Álftnesinga og Stjörnumanna tekinn fyrir en hann er á dagskrá í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×