Innflytjendamálin almenningi efst í huga Jakob Bjarnar skrifar 24. desember 2025 08:01 Þessi rituðu vinsælustu skoðanapistla ársins 2025. vísir Langöflugasti vettvangurinn fyrir viðhorfspistla á Íslandi er Vísir. Þetta veit fólk sem hefur nýtt sér þann vettvang óspart. Greinarnar sem birtar hafa verið á Vísi frá því um síðustu áramót eru um 4.400 talsins sem er svipað og í fyrra. Þetta er slatti. Í ljósi ofgnóttar skoðana sem birtast reglulega á samfélagsmiðlum – þar er framboð meira en eftirspurn – kemur á óvart hversu mjög viðhorfspistlar hafa haldið sínu. Pistlaformið er sprelllifandi og sígilt. Vísir hvetur lesendur til að senda inn hugleiðingar sínar, eftir sem áður, en vanda jafnframt til verka; þegar vel er að málum staðið hefur góður pistill veruleg áhrif. Ýmislegt þarf til að koma svo pistill nái flugi, hann þarf helst að boða afgerandi skoðun sem á við um flesta þá pistla sem tróna á „Topp tíu listanum“ að þessu sinni og ekki er verra ef fyrirsögnin hittir í mark. Hvað var fólki efst í huga á árinu 2025? Hér koma tíu vinsælustu pistlarnir sem mega þá heita lýsandi fyrir það hvað var helst í deiglunni á árinu sem nú er að líða. 1. Háði og fyrirlitningu svarað Ágústa Árnadóttir lýðræðissinni er tvímælalaust pistladrottning ársins. Langefstur á blaði yfir vinsælustu pistlana er „Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana“ en þar tekur hún saman háðsglósur sem valdafólk lét falla um þá sem mættu við mótmælin sem skipulögð voru af hópnum Ísland – þvert á flokka. Pistillinn birtist 3. júní og þar er komið inn á mál sem var heldur betur í deiglunni á árinu sem eru innflytjendamálin. „Ég á erfitt með að kyngja því hvernig stjórnmálafólk og fagfólk talar til og um eigið fólk þegar það tjáir sig. Ekki með samræðu. Ekki með rökum. Heldur með stimplum, skömm og yfirlætistóni,“ segir Ágústa. Ágústa nefnir sem dæmi ummæli Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur þingkonu Samfylkingarinnar, Maríu Rutar Kristinsdóttur þingkonu Viðreisnar og Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og hefur þau til marks um þá smánun sem hópurinn sem mótmælti mátti þola. „Þeir sem ráða orðræðunni svara ekki áhyggjum – þeir ráðast að fólkinu segir Ágústa í pistlinum sem trónir efstur á blaði þetta árið. Þetta er áhrifaríkur pistill um oft öfugsnúna umræðu. 2. Tregar meinhollt neftóbakið Pistlar þurfa ekki að vera langir til að þeir grípi athyglina. Það sannar Jón Pétursson, sem titlar sig sérlegan áhugamann um íslenskar hefðir, en hann situr í 2. sæti með pistil sinn „Hörmulegur atburður í flugstöð Leifs Eiríkssonar“. Greinilegt er að fyrirsögnin heillar en hinn hörmulegi atburður er sá að þegar þetta er skrifað og birt, 2. júní nánar tiltekið, ber svo við að íslenskt neftóbak var ófáanlegt í flugstöð þeirri sem er aðalviðkomustaður þeirra sem fara inn og úr landi. Jón lítur til áa sinna og segir að nær allir hafi þeir brúkað neftóbak og engum hafi orðið meint af. „Langlífi og góð heilda einkenndi þessa menn.“ Í pistlinum segir Jón að neftóbak virðist því miður ekki eina varan sem horfin var úr hillum á Leifsstöð, þó þar væri um minna áríðandi vörur að ræða. Hann óskaði eftir því að mistök þessi væru leiðrétt og sagði jórturgúmmí með nikótíni gerða lítið gagn. 3. Að kynlíf valdi einhverfu Í þriðja sæti er sérstakur pistill eftir þær Guðlaugu Svölu Kristjánsdóttur sjúkraþjálfa og Margréti Oddnýju Leópoldsdóttur lækni. Báðar starfa þær hjá Einhverfusamtökunum og þær eiga erindi við Háskólann og fjölmiðla. „Við erum ekki áhætta eða röskuð. Við eigum rétt á að vera til og að vísindasamfélagið og fjölmiðlar sýni okkur þá virðingu að stíga inn í nútímann þegar málefni okkar ber á góma,“ segir þær í niðurlagi síns pistils sem birtist 30. mars. Þær stöllur eru ósáttar við tilkynningu frá Háskólanum, sem þær kalla frétt og heitir „Sterk tengsl milli vestræns mataræðis á meðgöngu og ADHD og einhverfu“. Hvernig svo fjölmiðlar eru sökudólgurinn láta þær liggja á milli hluta en gagnrýni þeirra er magþætt. Rannsóknin styðji vissulega tengsl mataræðis við ADHD en varðandi einhverju eru niðurstöður aðeins marktækar í litlu gagnasafni en EKKI staðfestar í þremur stærri, óháðum gagnasöfnum. Það sé „villandi og rangt“. Þær stöllur hittu í mark með gagnrýni sína. Það sem truflar þær mest, segir í pistlinum, „er fordómafull framsetning á skynseginleika þar sem talað er um einhverfu og ADHD sem „áhættu“ og „röskun“…“ Og segir þetta Háskólanum til vansa, að vera svona aftarlega á merinni í þekkingu á taugafjölbreytileika. 4. Stuttur pistill veldur usla Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður veit hvað hann syngur og hann skýtur sér upp í fjórða sæti, hvorki meira né minna, með stuttum pistli. Þetta er jafnframt nýjasti pistillinn á listanum, hann birtist 10. desember og fyrirsögnin vísar til fleygra ummæla Þórunnar Sveinbjörnsdóttur forseta Alþingis. Vilhjálmur veit sem er að ekki þarf alltaf mörg orð til að koma skilaboðum áleiðis. Og málshættirnir geta reynst hnitmiðaðir. 5. Rasistar, nasistar og illmenni Enn er pistlahöfundur ársins, lýðræðissinninn Ágústa Árnadóttir lýðræðissinni á ferð og nú í fimmta sæti yfir mest lesnu viðhorfspistlana. Þessi pistill birtist 14. júní. Ágústa heggur í sömu knérunn í pistli sem heitir „Valdhafar sem óttast þjóð sína eiga ekki skilið völdin“. Enn kvartar Ágústa undan því að valdhafar svari erindi Þjóðar án landamæra með skít og skömm. „Í stað málefnalegra svara fáum við á okkur ásakanir: Rasistar. Hægri öfgamenn. Illmenni. Popúlískur áróður. Nasistar. Þetta eru ekki svör. Þetta eru orð sem eiga að kæfa umræðuna.“ Ágústa telur almenning eiga fullan rétt á að ræða hvar mörk kerfisins liggja. Ábyrgðin liggi ekki aðeins hjá núverandi stjórnvöldum, hún liggi hjá stjórnmálastéttinni í heild. „Við stöndum frammi fyrir spurningu sem fáir þora að ræða: Er burðargeta velferðarkerfisins óendanleg? Svarið er nei.“ Menn geta svo velt því fyrir sér hvort þetta hefur fengist rætt? 6. Hið einkennilega fæðingarorlofskerfi Í fimmta sæti er pistill sem hafi heldur betur áhrif á Íslandi og spratt víða upp umræða um hann. Guðfinna Kristín Björnsdóttir læknanemi tók fæðingarolofskerfið til kostanna í skilmerkilegum pistli sem birtist 25. nóvember. „Íslenskt hugvit og nýsköpun hafa skilað af sér kerfi, ólíkt öðrum kerfum nágrannaþjóða okkar, þar sem verðandi foreldrar eiga milljónir undir þeirri list að koma börnum sínum í heiminn á hárréttum tíma - með tilliti til starfsaldurs, menntunarstigs og útskriftardags,“ skrifar Guðfinna í pistli sem ber yfirskriftina „Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl. Guðfinna fer skilmerkilega yfir kost en aðallega löst á hinu íslenska kerfi og ber saman við það norska. Hún segir af því að Miðflokks- og Sjálfstæðismenn hafi nýverið skilað inn þingsályktunartillögu um að foreldrar fái að ákveða sjálfir hvernig þeir skipti orlofinu sín á milli. En babb kom í bátinn þegar Kvenréttindafélag Íslands skilaði inn skriflegri umsögn og lagðist eindregið gegn því. „Kvenréttindi snúast nefnilega ekki um að konur fái að gera það sem þær langar, heldur að konur geri það sem Kvenréttindafélag Íslands telur þeim fyrir bestu.“ Og ljóst að undan orðum hennar sveið. 7. Lokaúrræði rökþrota rifrildisseggja Númer sex á topp tíu listanum er grein eftir Birgi Finnsson sem titlar sig fréttafíkil. Pistillinn birtist 10. júní og fjallar um sjálfa umræðuna og lögmál Godwins sem vildi meina að óábyrg misnotkun nasistastimpilsins drægi úr alvarleika Helfararinnar og annarra voðaverka Þriðja ríkisins. Titill pistilsins er „Sá tapar sem fyrstur nefnir nasistana: gengisfelling orðsins „rasisti“. Það að nefna Hitler eða nasista hefði löngum verið haft til marks um að sá sem greip til þess stimpils hefði þar með tapað rökræðunni. En þetta reyndist skammgóður vermir því við tók orðið „rasisti“ sem eru þá hinir nýju nasistar. Birgir nefnir að óábyrg notkun orðsins dragi tennurnar úr hugtakinu og geri lítið úr þeirri hættu sem stafi af raunverulegum kynþáttafordómum. Birgir kemur þarna inn á hitamál ársins, hann leggur til að gripið verði til svipaðra úrræða þegar þessi stimpill er notaður. Þá er bara spurningin hvaða orð tekur við af orðinu rasisti? 8. Farið í saumana á POTS Í sjöunda sæti er fræðandi pistill iðjuþjálfans Hönnu Birnu Valdimarsdóttur um fyrirbæri sem fæstir vita hvað er. Hann fjallar um POTS, sem er dularfullur sjúkdómur. Hanna Birna, sem sjálf var nýgreind með POTS, fer yfir málið í pistli sem birtist 10. febrúar og ber nafnið: „Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það?“ Hanna Birna lýsir af listfengi þessum dularfulla sjúkdómi sem hún hafi verið að eiga við í sex ár áður en hún fékk greiningu: „Það eitt að tala varð til þess að púlsinn húrraðist upp og ég varð móð og fékk yfirliðstilfinningu en þó leið mér ágætlega þegar ég lá. Mér leið eins og ég væri í þætti af House þegar læknir á bráðamóttökunni sagði mér að ég væri læknisfræðileg ráðgáta en hann hafði miklar áhyggjur af ástandinu á mér.“ Pistlahöfundur, sem er vel pennafær, fer svo vandlega yfir það hvað í sjúkdómnum felst en með aukinni vitund og þekkingu er hægt að bæta lífsgæði fólks með POTS. „Það má ekki vanmeta þekkingu þeirra sem hafa gengið í gegnum það sama því við erum jú sérfræðingar í okkur sjálfum.“ 9. Vandað um við Þorgrím Þráinsson Í áttunda sæti á lista yfir mest lesnu pistla ársins er pistill eftir Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðing en þar setur hún út á eitt og annað sem fram kom í viðtali við Þorgrím Þráinsson, en hann hafði lýst því fjálglega að verið væri að aumingjavæða ungdóminn. „Ætlun mín er ekki að vanvirða hann sem manneskju og ég tel að hans miðlun sé drifin áfram af góðum hug en að sitthvað í uppeldisráðum fyrri kynslóða megi og eigi að gagnrýna,“ segir Hulda í pistli sem birtist 20. febrúar og ber yfirskriftina „Harka af sér og halda áfram“. Hulda efast ekki um að Þorgrímur meini vel en henni finnst umhugsunarvert að einstaklingar án fagmenntunar á sviði uppeldismála veiti grunnskólabörnum ráð í „baráttunni við kvíðann“ og hvernig þau geti orðið „betri manneskjur“. Pistill Huldu er ítarlegur. Henni finnst áhugavert að umræðan um að skjánotkun sé undirrót alls ills sé drifin áfram af „ómenntuðum körlum sem einfaldlega hafa þá skoðun.“ Huldu finnst, rétt eins og hún er ekki að segja sínar skoðanir á verkfræði opinberlega, að réttast væri að „menn sem hafa ekki til þess menntun ættu að fara varlega í að fullyrða um þessi vandamál og lausnir við þeim.“ Eins og geta má nærri reyndist þessi pistill umdeildur og vel lesinn þar með. 10. Kennarar kvarta hástöfum og svo heyrist ekki múkk Kjaradeila kennara átti sviðið á tímabili síðasta árs; kennarar voru æstir og vígreifir. Eftir að samningar tókust hefur ekki heyrst í þeim múkk. Sú var ekki staðan í upphafi árs og Ragnheiður Stephensen grunnskólakennari er gott dæmi um það. Ragnheiður á pistil sem nær í níunda sæti sem víðlesnasti pistillinn, hann birtist 28. janúar og virðist hafa gert sitt gagn, það er að segja ef þú ert kennari. Yfirskriftin var: „Kennarar verða að slá af launakröfum svo hægt sé að semja við þá!“ Stílbragðið sem Ragnheiður beitir, að nota öfugsnúinn titil miðað við erindið, virkar vel. Ragnheiður lýsir yfir áhyggjum með gang mála og kemur inn á það sem kennarar vildu löngum minna á, samkomulag sem gert hafði verið við kennara fyrir níu árum. „Þetta segi ég ekki aðeins af því að ég vil fá hærri laun fyrir mína vinnu sem sérfræðingur í mínu starfi eða að mér finnist að ríki og sveitarfélög eigi að efna það sem þau lofa, þó það eitt og sér ætti að vera næg ástæða. Ástæðurnar eru svo miklu fleiri og þær eru mikilvægar fyrir íslenskt samfélag.“ Og svo virðist sem Ragnheiður hafi fengið það sem hún bað um því kennarar hafa verið hljóðir eftir að samningar tókust. Ragnheiður hleypur yfir eitt og annað sem kennarar vilja ráðast gegn bara ef þeir fá borgað svo sem slaka lestrarkunnáttu barna, málskilning og almennt agaleysi. Að endingu þetta Eins og sjá má náði kvenfólkið talsvert meira máli en karlpeningurinn með viðhorfspistlum sínum. Það er þá í takti við annað en þó talsverð viðbrigði frá því sem var í fyrra. Jóna Imsland listamaður ritar krassandi pistil undir yfirskriftinni: „Áform um að eyðileggja Ísland!“ og var næstum því komin á lista. Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra var nálægt því einnig en samkvæmt lestrartölum var hann í 12. sæti með grein sem heitir „Hverjir eiga Ísland?“. Og á hæla hans er Einar Steingrímsson stærðfræðingur með pistil sinn „Síbrotaferill ríkislögreglustjóra“. Þetta reynist þó skammgóður vermir fyrir karlana því þá koma með látum þær Lára G. Sigurðardóttir með „Konungar vímuefnaheimsins“ Ebba Margrét Magnúsdóttir með „Fimm ár í feluleik“, Erna Guðmundsdóttir með „Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir“ og Sóley Lóa Smáradóttir með pistilinn „Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað“. Ljóst má vera hverjum klukkan glymur. Gleðilegt ár! Fréttir ársins 2025 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Greinarnar sem birtar hafa verið á Vísi frá því um síðustu áramót eru um 4.400 talsins sem er svipað og í fyrra. Þetta er slatti. Í ljósi ofgnóttar skoðana sem birtast reglulega á samfélagsmiðlum – þar er framboð meira en eftirspurn – kemur á óvart hversu mjög viðhorfspistlar hafa haldið sínu. Pistlaformið er sprelllifandi og sígilt. Vísir hvetur lesendur til að senda inn hugleiðingar sínar, eftir sem áður, en vanda jafnframt til verka; þegar vel er að málum staðið hefur góður pistill veruleg áhrif. Ýmislegt þarf til að koma svo pistill nái flugi, hann þarf helst að boða afgerandi skoðun sem á við um flesta þá pistla sem tróna á „Topp tíu listanum“ að þessu sinni og ekki er verra ef fyrirsögnin hittir í mark. Hvað var fólki efst í huga á árinu 2025? Hér koma tíu vinsælustu pistlarnir sem mega þá heita lýsandi fyrir það hvað var helst í deiglunni á árinu sem nú er að líða. 1. Háði og fyrirlitningu svarað Ágústa Árnadóttir lýðræðissinni er tvímælalaust pistladrottning ársins. Langefstur á blaði yfir vinsælustu pistlana er „Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana“ en þar tekur hún saman háðsglósur sem valdafólk lét falla um þá sem mættu við mótmælin sem skipulögð voru af hópnum Ísland – þvert á flokka. Pistillinn birtist 3. júní og þar er komið inn á mál sem var heldur betur í deiglunni á árinu sem eru innflytjendamálin. „Ég á erfitt með að kyngja því hvernig stjórnmálafólk og fagfólk talar til og um eigið fólk þegar það tjáir sig. Ekki með samræðu. Ekki með rökum. Heldur með stimplum, skömm og yfirlætistóni,“ segir Ágústa. Ágústa nefnir sem dæmi ummæli Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur þingkonu Samfylkingarinnar, Maríu Rutar Kristinsdóttur þingkonu Viðreisnar og Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og hefur þau til marks um þá smánun sem hópurinn sem mótmælti mátti þola. „Þeir sem ráða orðræðunni svara ekki áhyggjum – þeir ráðast að fólkinu segir Ágústa í pistlinum sem trónir efstur á blaði þetta árið. Þetta er áhrifaríkur pistill um oft öfugsnúna umræðu. 2. Tregar meinhollt neftóbakið Pistlar þurfa ekki að vera langir til að þeir grípi athyglina. Það sannar Jón Pétursson, sem titlar sig sérlegan áhugamann um íslenskar hefðir, en hann situr í 2. sæti með pistil sinn „Hörmulegur atburður í flugstöð Leifs Eiríkssonar“. Greinilegt er að fyrirsögnin heillar en hinn hörmulegi atburður er sá að þegar þetta er skrifað og birt, 2. júní nánar tiltekið, ber svo við að íslenskt neftóbak var ófáanlegt í flugstöð þeirri sem er aðalviðkomustaður þeirra sem fara inn og úr landi. Jón lítur til áa sinna og segir að nær allir hafi þeir brúkað neftóbak og engum hafi orðið meint af. „Langlífi og góð heilda einkenndi þessa menn.“ Í pistlinum segir Jón að neftóbak virðist því miður ekki eina varan sem horfin var úr hillum á Leifsstöð, þó þar væri um minna áríðandi vörur að ræða. Hann óskaði eftir því að mistök þessi væru leiðrétt og sagði jórturgúmmí með nikótíni gerða lítið gagn. 3. Að kynlíf valdi einhverfu Í þriðja sæti er sérstakur pistill eftir þær Guðlaugu Svölu Kristjánsdóttur sjúkraþjálfa og Margréti Oddnýju Leópoldsdóttur lækni. Báðar starfa þær hjá Einhverfusamtökunum og þær eiga erindi við Háskólann og fjölmiðla. „Við erum ekki áhætta eða röskuð. Við eigum rétt á að vera til og að vísindasamfélagið og fjölmiðlar sýni okkur þá virðingu að stíga inn í nútímann þegar málefni okkar ber á góma,“ segir þær í niðurlagi síns pistils sem birtist 30. mars. Þær stöllur eru ósáttar við tilkynningu frá Háskólanum, sem þær kalla frétt og heitir „Sterk tengsl milli vestræns mataræðis á meðgöngu og ADHD og einhverfu“. Hvernig svo fjölmiðlar eru sökudólgurinn láta þær liggja á milli hluta en gagnrýni þeirra er magþætt. Rannsóknin styðji vissulega tengsl mataræðis við ADHD en varðandi einhverju eru niðurstöður aðeins marktækar í litlu gagnasafni en EKKI staðfestar í þremur stærri, óháðum gagnasöfnum. Það sé „villandi og rangt“. Þær stöllur hittu í mark með gagnrýni sína. Það sem truflar þær mest, segir í pistlinum, „er fordómafull framsetning á skynseginleika þar sem talað er um einhverfu og ADHD sem „áhættu“ og „röskun“…“ Og segir þetta Háskólanum til vansa, að vera svona aftarlega á merinni í þekkingu á taugafjölbreytileika. 4. Stuttur pistill veldur usla Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður veit hvað hann syngur og hann skýtur sér upp í fjórða sæti, hvorki meira né minna, með stuttum pistli. Þetta er jafnframt nýjasti pistillinn á listanum, hann birtist 10. desember og fyrirsögnin vísar til fleygra ummæla Þórunnar Sveinbjörnsdóttur forseta Alþingis. Vilhjálmur veit sem er að ekki þarf alltaf mörg orð til að koma skilaboðum áleiðis. Og málshættirnir geta reynst hnitmiðaðir. 5. Rasistar, nasistar og illmenni Enn er pistlahöfundur ársins, lýðræðissinninn Ágústa Árnadóttir lýðræðissinni á ferð og nú í fimmta sæti yfir mest lesnu viðhorfspistlana. Þessi pistill birtist 14. júní. Ágústa heggur í sömu knérunn í pistli sem heitir „Valdhafar sem óttast þjóð sína eiga ekki skilið völdin“. Enn kvartar Ágústa undan því að valdhafar svari erindi Þjóðar án landamæra með skít og skömm. „Í stað málefnalegra svara fáum við á okkur ásakanir: Rasistar. Hægri öfgamenn. Illmenni. Popúlískur áróður. Nasistar. Þetta eru ekki svör. Þetta eru orð sem eiga að kæfa umræðuna.“ Ágústa telur almenning eiga fullan rétt á að ræða hvar mörk kerfisins liggja. Ábyrgðin liggi ekki aðeins hjá núverandi stjórnvöldum, hún liggi hjá stjórnmálastéttinni í heild. „Við stöndum frammi fyrir spurningu sem fáir þora að ræða: Er burðargeta velferðarkerfisins óendanleg? Svarið er nei.“ Menn geta svo velt því fyrir sér hvort þetta hefur fengist rætt? 6. Hið einkennilega fæðingarorlofskerfi Í fimmta sæti er pistill sem hafi heldur betur áhrif á Íslandi og spratt víða upp umræða um hann. Guðfinna Kristín Björnsdóttir læknanemi tók fæðingarolofskerfið til kostanna í skilmerkilegum pistli sem birtist 25. nóvember. „Íslenskt hugvit og nýsköpun hafa skilað af sér kerfi, ólíkt öðrum kerfum nágrannaþjóða okkar, þar sem verðandi foreldrar eiga milljónir undir þeirri list að koma börnum sínum í heiminn á hárréttum tíma - með tilliti til starfsaldurs, menntunarstigs og útskriftardags,“ skrifar Guðfinna í pistli sem ber yfirskriftina „Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl. Guðfinna fer skilmerkilega yfir kost en aðallega löst á hinu íslenska kerfi og ber saman við það norska. Hún segir af því að Miðflokks- og Sjálfstæðismenn hafi nýverið skilað inn þingsályktunartillögu um að foreldrar fái að ákveða sjálfir hvernig þeir skipti orlofinu sín á milli. En babb kom í bátinn þegar Kvenréttindafélag Íslands skilaði inn skriflegri umsögn og lagðist eindregið gegn því. „Kvenréttindi snúast nefnilega ekki um að konur fái að gera það sem þær langar, heldur að konur geri það sem Kvenréttindafélag Íslands telur þeim fyrir bestu.“ Og ljóst að undan orðum hennar sveið. 7. Lokaúrræði rökþrota rifrildisseggja Númer sex á topp tíu listanum er grein eftir Birgi Finnsson sem titlar sig fréttafíkil. Pistillinn birtist 10. júní og fjallar um sjálfa umræðuna og lögmál Godwins sem vildi meina að óábyrg misnotkun nasistastimpilsins drægi úr alvarleika Helfararinnar og annarra voðaverka Þriðja ríkisins. Titill pistilsins er „Sá tapar sem fyrstur nefnir nasistana: gengisfelling orðsins „rasisti“. Það að nefna Hitler eða nasista hefði löngum verið haft til marks um að sá sem greip til þess stimpils hefði þar með tapað rökræðunni. En þetta reyndist skammgóður vermir því við tók orðið „rasisti“ sem eru þá hinir nýju nasistar. Birgir nefnir að óábyrg notkun orðsins dragi tennurnar úr hugtakinu og geri lítið úr þeirri hættu sem stafi af raunverulegum kynþáttafordómum. Birgir kemur þarna inn á hitamál ársins, hann leggur til að gripið verði til svipaðra úrræða þegar þessi stimpill er notaður. Þá er bara spurningin hvaða orð tekur við af orðinu rasisti? 8. Farið í saumana á POTS Í sjöunda sæti er fræðandi pistill iðjuþjálfans Hönnu Birnu Valdimarsdóttur um fyrirbæri sem fæstir vita hvað er. Hann fjallar um POTS, sem er dularfullur sjúkdómur. Hanna Birna, sem sjálf var nýgreind með POTS, fer yfir málið í pistli sem birtist 10. febrúar og ber nafnið: „Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það?“ Hanna Birna lýsir af listfengi þessum dularfulla sjúkdómi sem hún hafi verið að eiga við í sex ár áður en hún fékk greiningu: „Það eitt að tala varð til þess að púlsinn húrraðist upp og ég varð móð og fékk yfirliðstilfinningu en þó leið mér ágætlega þegar ég lá. Mér leið eins og ég væri í þætti af House þegar læknir á bráðamóttökunni sagði mér að ég væri læknisfræðileg ráðgáta en hann hafði miklar áhyggjur af ástandinu á mér.“ Pistlahöfundur, sem er vel pennafær, fer svo vandlega yfir það hvað í sjúkdómnum felst en með aukinni vitund og þekkingu er hægt að bæta lífsgæði fólks með POTS. „Það má ekki vanmeta þekkingu þeirra sem hafa gengið í gegnum það sama því við erum jú sérfræðingar í okkur sjálfum.“ 9. Vandað um við Þorgrím Þráinsson Í áttunda sæti á lista yfir mest lesnu pistla ársins er pistill eftir Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðing en þar setur hún út á eitt og annað sem fram kom í viðtali við Þorgrím Þráinsson, en hann hafði lýst því fjálglega að verið væri að aumingjavæða ungdóminn. „Ætlun mín er ekki að vanvirða hann sem manneskju og ég tel að hans miðlun sé drifin áfram af góðum hug en að sitthvað í uppeldisráðum fyrri kynslóða megi og eigi að gagnrýna,“ segir Hulda í pistli sem birtist 20. febrúar og ber yfirskriftina „Harka af sér og halda áfram“. Hulda efast ekki um að Þorgrímur meini vel en henni finnst umhugsunarvert að einstaklingar án fagmenntunar á sviði uppeldismála veiti grunnskólabörnum ráð í „baráttunni við kvíðann“ og hvernig þau geti orðið „betri manneskjur“. Pistill Huldu er ítarlegur. Henni finnst áhugavert að umræðan um að skjánotkun sé undirrót alls ills sé drifin áfram af „ómenntuðum körlum sem einfaldlega hafa þá skoðun.“ Huldu finnst, rétt eins og hún er ekki að segja sínar skoðanir á verkfræði opinberlega, að réttast væri að „menn sem hafa ekki til þess menntun ættu að fara varlega í að fullyrða um þessi vandamál og lausnir við þeim.“ Eins og geta má nærri reyndist þessi pistill umdeildur og vel lesinn þar með. 10. Kennarar kvarta hástöfum og svo heyrist ekki múkk Kjaradeila kennara átti sviðið á tímabili síðasta árs; kennarar voru æstir og vígreifir. Eftir að samningar tókust hefur ekki heyrst í þeim múkk. Sú var ekki staðan í upphafi árs og Ragnheiður Stephensen grunnskólakennari er gott dæmi um það. Ragnheiður á pistil sem nær í níunda sæti sem víðlesnasti pistillinn, hann birtist 28. janúar og virðist hafa gert sitt gagn, það er að segja ef þú ert kennari. Yfirskriftin var: „Kennarar verða að slá af launakröfum svo hægt sé að semja við þá!“ Stílbragðið sem Ragnheiður beitir, að nota öfugsnúinn titil miðað við erindið, virkar vel. Ragnheiður lýsir yfir áhyggjum með gang mála og kemur inn á það sem kennarar vildu löngum minna á, samkomulag sem gert hafði verið við kennara fyrir níu árum. „Þetta segi ég ekki aðeins af því að ég vil fá hærri laun fyrir mína vinnu sem sérfræðingur í mínu starfi eða að mér finnist að ríki og sveitarfélög eigi að efna það sem þau lofa, þó það eitt og sér ætti að vera næg ástæða. Ástæðurnar eru svo miklu fleiri og þær eru mikilvægar fyrir íslenskt samfélag.“ Og svo virðist sem Ragnheiður hafi fengið það sem hún bað um því kennarar hafa verið hljóðir eftir að samningar tókust. Ragnheiður hleypur yfir eitt og annað sem kennarar vilja ráðast gegn bara ef þeir fá borgað svo sem slaka lestrarkunnáttu barna, málskilning og almennt agaleysi. Að endingu þetta Eins og sjá má náði kvenfólkið talsvert meira máli en karlpeningurinn með viðhorfspistlum sínum. Það er þá í takti við annað en þó talsverð viðbrigði frá því sem var í fyrra. Jóna Imsland listamaður ritar krassandi pistil undir yfirskriftinni: „Áform um að eyðileggja Ísland!“ og var næstum því komin á lista. Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra var nálægt því einnig en samkvæmt lestrartölum var hann í 12. sæti með grein sem heitir „Hverjir eiga Ísland?“. Og á hæla hans er Einar Steingrímsson stærðfræðingur með pistil sinn „Síbrotaferill ríkislögreglustjóra“. Þetta reynist þó skammgóður vermir fyrir karlana því þá koma með látum þær Lára G. Sigurðardóttir með „Konungar vímuefnaheimsins“ Ebba Margrét Magnúsdóttir með „Fimm ár í feluleik“, Erna Guðmundsdóttir með „Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir“ og Sóley Lóa Smáradóttir með pistilinn „Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað“. Ljóst má vera hverjum klukkan glymur. Gleðilegt ár!
Fréttir ársins 2025 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira