Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Jónas Sen skrifar 13. desember 2025 07:00 Una Torfa á sviði í Salnum í Kópavogi á fimmudagskvöld. Í Salnum í Kópavogi sýndi Una Torfa hvernig má selja jólaskap, sáluhjálp og einlægni í einum pakka – og það virkaði. Una Torfa í jólafötunum. Tónleikar í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 11. desember 2025 Ég rakst á danskan kunningja fyrir nokkrum dögum. Þar sem ég bjóst ekki við að hitta hann aftur fyrr en á nýju ári, kvaddi ég hann með því að segja á dönsku: „Glædelig jul.“ Þá hvessti hann á mig augum og svaraði: „Det siger man kun til små børn og idioter!“ Félagi minn var greinilega að farast úr jólastressi. Ég er nú ekki alveg svona neikvæður, þótt jólalögin í útvarpinu séu að drepa mann. Jólin eru dásamleg, en það mætti vera minna stress í kringum þau. Aðalmeðferðin við því er auðvitað allir jólatónleikarnir. Eða hvað? Tónlistin er farartækið Ef við erum algjörlega hreinskilin, þá snúast jólatónleikarnir ekkert um tónlistina. Tónlistin skiptir auðvitað máli, en hún er bara farartækið. Raunveruleg ástæða þess að þúsundir Íslendinga klæða sig í sparifötin í miðju skammdegi, leggja það á sig að finna stæði í Kópavogi (sem er kapítuli út af fyrir sig) og borga þúsundir króna, er ótti. Við erum skíthrædd. Við erum hrædd um að jólin komi og við finnum ekki neitt. Við erum hrædd um að standa yfir rjúpunni á aðfangadagskvöld, horfa í augun á makanum og hugsa: „Er þetta það? Er ég dauður að innan?“ Jólaskapið™ Jólatónleikar eru nefnilega neyðaraðgerð. Þeir eru tilraun til að dæla „Jólaskapinu™“ beint í æð. Við mætum þarna eins og örvæntingarfullir fíklar í leit að næsta skammti af nostalgíu og heilagleika. Við vonum að hann dugi til 26. desember svo við getum þraukað í gegnum tengdaforeldraheimsóknir án þess að fá taugaáfall. Á tónleikum á fimmtudagskvöldið í Salnum í Kópavogi var Una Torfa sölumaðurinn okkar. Og guð minn góður, hvað tónlistin hennar virkaði. Væntingar um sáluhjálp Þegar hún steig á svið var andrúmsloftið þrungið væntingum. Ekki bara væntingum um góða tónlist, heldur væntingum um sáluhjálp. Að Una myndi taka okkur – hóp af stressuðu, myrkfælnu fólki – og sannfæra okkur um að lífið væri fallegt og að jólin væru tími friðar, ekki bara tími Visa-reikninga. Tókst það? Já, svo um munaði. Tónleikarnir voru „mjög góðir“ á sama hátt og kalt vatn er „mjög gott“ þegar þú hefur verið fastur í eyðimörk í þrjá daga. Þeir voru nauðsynlegir. Una, sem hefur sannað sig sem einhver skarpasti textasmiður og flytjandi sinnar kynslóðar, var ekki mætt til að syngja „Jingle Bells“ með bjöllum á rassinum. Hún var komin til að opna hjörtu okkar með skurðhníf einlægninnar og sauma þau saman aftur með gítarstrengjum. Ekki þessir dæmigerðu „Hó Hó Hó“ tónleikar Það sem gerir Unu Torfa svo hættulega góða er að hún er svo venjuleg á hinn allra besta hátt. Hún stendur þarna, spjallar við okkur á milli laga eins og við séum öll stödd í pínulitlu partýi í heimahúsi en ekki í virðulegum tónleikasal. Hún sagði sögur, var fyndin, pínulítið vandræðaleg (á krúttlegan hátt) og algjörlega laus við þennan viðhafnarglans og helgislepju sem gerir marga jólatónleika óþolandi tilgerðarlega. Þar sem þetta var Una, þá söng hún ekki bara jólalög. Það hefði verið eitthvað skrýtið. Nei, hún söng sín eigin lög líka, sem eru nú þegar orðin klassík, og fléttaði þeim saman við jólalögin. Eiginlega tók hún lögin og gerði þau að sínum. Þegar hún söng, þá trúði maður því að hún fyndi fyrir þessu öllu saman. Og þar með leyfðum við okkur að finna fyrir því líka. Maður vissi aldrei hvar jólalögin enduðu og hjartslátturinn byrjaði. Yfirgengileg, alltumlykjandi rómantík Lög Unu eru í sjálfu sér ekki mjög jólaleg. Þau eru yfirgengilega rómantísk, og það er eitthvað við þau sem minna mig á bjartar júnínætur, ekki skammdegið í desember. En það er kannski bara ég. Nú er orðið ansi langt síðan ég stundaði næturlífið á endalausu lóðaríi, en ég man tilfinninguna, sem lög Unu ná svo ótrúlega vel. Lyfið virkaði Á tímabili leit ég í kringum mig. Salurinn var fullur af fólki sem var greinilega á barmi þess að brotna saman af hrifningu. Ég sá miðaldra mann í skyrtu sem var augljóslega of þröng um hálsinn dæsa þungt og loka augunum. Ég sá par haldast í hendur svo fast að blóðflæðið stöðvaðist líklega í fingrunum. Tónlistin einfaldlega virkaði. Ef dagskráin hefði verið klínísk rannsókn, væri rannsóknarnefndin búin að samþykkja jólatónleika sem löglegt verkjalyf við tilvistarkrísu í skammdeginu. Hljóðið lagaðist Una kom fram með Hafsteini Þráinssyni, sem spilaði á rafgítar, en Una sjálf lék á akústískan gítar. Kannski var það til að undirstrika rómantíkina í tónlistinni að þau tvö eru kærustupar (ef þau eru ekki gift, sem ég veit ekkert um). Það eitt og sér var fallegt. Ef ég á að finna að einhverju þá var það helst það að hljóðið var eilítið einkennilegt í byrjun. Samhljómur strengja og raddar var ekki góður og gítartónarnir voru leiðinlega hvellir. En eftir tvö, þrjú lög lagaðist þetta og var fínt það sem eftir var. Hljómurinn í Salnum var þá eins og mjúkt teppi, og röddin hennar Unu smaug í gegn og beint inn í kviku. Hún náði þessu jafnvægi sem er svo erfitt: Að vera hátíðleg án þess að vera væmin, og að vera fyndin án þess að skemma stemninguna. Hvílík gleði! Niðurstaða Þegar tónleikunum lauk og ég rölti út í Kópavogsmyrkrið, sá ég breytingu á fólki. Axlir voru neðar. Bros voru einlægari. Sálin hafði fengið sitt „fix“. Við vorum búin að hlaða batteríin. Við getum tekist á við að pakka inn gjöfum, sjóða hangikjöt eða grilla hamborgarhrygg, og meira að segja rífast við afa gamla um pólitík á aðfangadag. Una Torfa bjargaði því í rauninni jólunum fyrir okkur fólkinu í Salnum. Ef þú varst ekki þarna, þá misstirðu af hópmeðferð sem kostaði brot af því sem sálfræðitími kostar. Takk fyrir mig, Una. Ég held ég sé tilbúinn í jólin núna. Eða allavega að mæta næstu viku. Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Jól Tengdar fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Það var eitthvað þjóðlegt við tónleikana í Eldborg í Hörpu á sunnudaginn. Ekki þjóðlegt á þann hátt að maður fylltist lotningu og fengi tár í augun við að minnast forfeðranna — heldur þjóðlegt eins og skyr með sykri. Það var jú kunnuglegt, þykkt og dálítið bragðlaust. 6. nóvember 2025 07:33 Shine on, you crazy Íslendingar! Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir tónleika þar sem áheyrendur virðast svífa í geimþoku á milli Guðs, gítarstrengja og góðs hljóðkerfis. En þannig var það í Eldborg á laugardaginn. Þar messaði íslenskt rokkprestakall um eilífa dýrð Pink Floyd. 14. október 2025 07:02 Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og textahöfund ágætlega í gegnum Þóru Guðmundsdóttur eiginkonu hans. Hún var vinkona systur minnar. Ég var þá nýorðinn táningur og Villi kom oft í heimsókn. Hann var einstaklega skemmtilegur og svo mikill húmoristi að það varð allt ákaflega gaman í kringum hann. 7. október 2025 07:02 Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, er óttalega svalur á plötunum sínum. Hann sver sig í ætt við marga íslenska söngvara sem hálfpartinn raula fremur en að syngja almennilega út. Það hentar þegar hljóðfæraleikurinn er jafn merkingarþrunginn og orðin. 25. september 2025 07:03 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Una Torfa í jólafötunum. Tónleikar í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 11. desember 2025 Ég rakst á danskan kunningja fyrir nokkrum dögum. Þar sem ég bjóst ekki við að hitta hann aftur fyrr en á nýju ári, kvaddi ég hann með því að segja á dönsku: „Glædelig jul.“ Þá hvessti hann á mig augum og svaraði: „Det siger man kun til små børn og idioter!“ Félagi minn var greinilega að farast úr jólastressi. Ég er nú ekki alveg svona neikvæður, þótt jólalögin í útvarpinu séu að drepa mann. Jólin eru dásamleg, en það mætti vera minna stress í kringum þau. Aðalmeðferðin við því er auðvitað allir jólatónleikarnir. Eða hvað? Tónlistin er farartækið Ef við erum algjörlega hreinskilin, þá snúast jólatónleikarnir ekkert um tónlistina. Tónlistin skiptir auðvitað máli, en hún er bara farartækið. Raunveruleg ástæða þess að þúsundir Íslendinga klæða sig í sparifötin í miðju skammdegi, leggja það á sig að finna stæði í Kópavogi (sem er kapítuli út af fyrir sig) og borga þúsundir króna, er ótti. Við erum skíthrædd. Við erum hrædd um að jólin komi og við finnum ekki neitt. Við erum hrædd um að standa yfir rjúpunni á aðfangadagskvöld, horfa í augun á makanum og hugsa: „Er þetta það? Er ég dauður að innan?“ Jólaskapið™ Jólatónleikar eru nefnilega neyðaraðgerð. Þeir eru tilraun til að dæla „Jólaskapinu™“ beint í æð. Við mætum þarna eins og örvæntingarfullir fíklar í leit að næsta skammti af nostalgíu og heilagleika. Við vonum að hann dugi til 26. desember svo við getum þraukað í gegnum tengdaforeldraheimsóknir án þess að fá taugaáfall. Á tónleikum á fimmtudagskvöldið í Salnum í Kópavogi var Una Torfa sölumaðurinn okkar. Og guð minn góður, hvað tónlistin hennar virkaði. Væntingar um sáluhjálp Þegar hún steig á svið var andrúmsloftið þrungið væntingum. Ekki bara væntingum um góða tónlist, heldur væntingum um sáluhjálp. Að Una myndi taka okkur – hóp af stressuðu, myrkfælnu fólki – og sannfæra okkur um að lífið væri fallegt og að jólin væru tími friðar, ekki bara tími Visa-reikninga. Tókst það? Já, svo um munaði. Tónleikarnir voru „mjög góðir“ á sama hátt og kalt vatn er „mjög gott“ þegar þú hefur verið fastur í eyðimörk í þrjá daga. Þeir voru nauðsynlegir. Una, sem hefur sannað sig sem einhver skarpasti textasmiður og flytjandi sinnar kynslóðar, var ekki mætt til að syngja „Jingle Bells“ með bjöllum á rassinum. Hún var komin til að opna hjörtu okkar með skurðhníf einlægninnar og sauma þau saman aftur með gítarstrengjum. Ekki þessir dæmigerðu „Hó Hó Hó“ tónleikar Það sem gerir Unu Torfa svo hættulega góða er að hún er svo venjuleg á hinn allra besta hátt. Hún stendur þarna, spjallar við okkur á milli laga eins og við séum öll stödd í pínulitlu partýi í heimahúsi en ekki í virðulegum tónleikasal. Hún sagði sögur, var fyndin, pínulítið vandræðaleg (á krúttlegan hátt) og algjörlega laus við þennan viðhafnarglans og helgislepju sem gerir marga jólatónleika óþolandi tilgerðarlega. Þar sem þetta var Una, þá söng hún ekki bara jólalög. Það hefði verið eitthvað skrýtið. Nei, hún söng sín eigin lög líka, sem eru nú þegar orðin klassík, og fléttaði þeim saman við jólalögin. Eiginlega tók hún lögin og gerði þau að sínum. Þegar hún söng, þá trúði maður því að hún fyndi fyrir þessu öllu saman. Og þar með leyfðum við okkur að finna fyrir því líka. Maður vissi aldrei hvar jólalögin enduðu og hjartslátturinn byrjaði. Yfirgengileg, alltumlykjandi rómantík Lög Unu eru í sjálfu sér ekki mjög jólaleg. Þau eru yfirgengilega rómantísk, og það er eitthvað við þau sem minna mig á bjartar júnínætur, ekki skammdegið í desember. En það er kannski bara ég. Nú er orðið ansi langt síðan ég stundaði næturlífið á endalausu lóðaríi, en ég man tilfinninguna, sem lög Unu ná svo ótrúlega vel. Lyfið virkaði Á tímabili leit ég í kringum mig. Salurinn var fullur af fólki sem var greinilega á barmi þess að brotna saman af hrifningu. Ég sá miðaldra mann í skyrtu sem var augljóslega of þröng um hálsinn dæsa þungt og loka augunum. Ég sá par haldast í hendur svo fast að blóðflæðið stöðvaðist líklega í fingrunum. Tónlistin einfaldlega virkaði. Ef dagskráin hefði verið klínísk rannsókn, væri rannsóknarnefndin búin að samþykkja jólatónleika sem löglegt verkjalyf við tilvistarkrísu í skammdeginu. Hljóðið lagaðist Una kom fram með Hafsteini Þráinssyni, sem spilaði á rafgítar, en Una sjálf lék á akústískan gítar. Kannski var það til að undirstrika rómantíkina í tónlistinni að þau tvö eru kærustupar (ef þau eru ekki gift, sem ég veit ekkert um). Það eitt og sér var fallegt. Ef ég á að finna að einhverju þá var það helst það að hljóðið var eilítið einkennilegt í byrjun. Samhljómur strengja og raddar var ekki góður og gítartónarnir voru leiðinlega hvellir. En eftir tvö, þrjú lög lagaðist þetta og var fínt það sem eftir var. Hljómurinn í Salnum var þá eins og mjúkt teppi, og röddin hennar Unu smaug í gegn og beint inn í kviku. Hún náði þessu jafnvægi sem er svo erfitt: Að vera hátíðleg án þess að vera væmin, og að vera fyndin án þess að skemma stemninguna. Hvílík gleði! Niðurstaða Þegar tónleikunum lauk og ég rölti út í Kópavogsmyrkrið, sá ég breytingu á fólki. Axlir voru neðar. Bros voru einlægari. Sálin hafði fengið sitt „fix“. Við vorum búin að hlaða batteríin. Við getum tekist á við að pakka inn gjöfum, sjóða hangikjöt eða grilla hamborgarhrygg, og meira að segja rífast við afa gamla um pólitík á aðfangadag. Una Torfa bjargaði því í rauninni jólunum fyrir okkur fólkinu í Salnum. Ef þú varst ekki þarna, þá misstirðu af hópmeðferð sem kostaði brot af því sem sálfræðitími kostar. Takk fyrir mig, Una. Ég held ég sé tilbúinn í jólin núna. Eða allavega að mæta næstu viku.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Jól Tengdar fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Það var eitthvað þjóðlegt við tónleikana í Eldborg í Hörpu á sunnudaginn. Ekki þjóðlegt á þann hátt að maður fylltist lotningu og fengi tár í augun við að minnast forfeðranna — heldur þjóðlegt eins og skyr með sykri. Það var jú kunnuglegt, þykkt og dálítið bragðlaust. 6. nóvember 2025 07:33 Shine on, you crazy Íslendingar! Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir tónleika þar sem áheyrendur virðast svífa í geimþoku á milli Guðs, gítarstrengja og góðs hljóðkerfis. En þannig var það í Eldborg á laugardaginn. Þar messaði íslenskt rokkprestakall um eilífa dýrð Pink Floyd. 14. október 2025 07:02 Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og textahöfund ágætlega í gegnum Þóru Guðmundsdóttur eiginkonu hans. Hún var vinkona systur minnar. Ég var þá nýorðinn táningur og Villi kom oft í heimsókn. Hann var einstaklega skemmtilegur og svo mikill húmoristi að það varð allt ákaflega gaman í kringum hann. 7. október 2025 07:02 Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, er óttalega svalur á plötunum sínum. Hann sver sig í ætt við marga íslenska söngvara sem hálfpartinn raula fremur en að syngja almennilega út. Það hentar þegar hljóðfæraleikurinn er jafn merkingarþrunginn og orðin. 25. september 2025 07:03 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Bragðlaust eins og skyr með sykri Það var eitthvað þjóðlegt við tónleikana í Eldborg í Hörpu á sunnudaginn. Ekki þjóðlegt á þann hátt að maður fylltist lotningu og fengi tár í augun við að minnast forfeðranna — heldur þjóðlegt eins og skyr með sykri. Það var jú kunnuglegt, þykkt og dálítið bragðlaust. 6. nóvember 2025 07:33
Shine on, you crazy Íslendingar! Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir tónleika þar sem áheyrendur virðast svífa í geimþoku á milli Guðs, gítarstrengja og góðs hljóðkerfis. En þannig var það í Eldborg á laugardaginn. Þar messaði íslenskt rokkprestakall um eilífa dýrð Pink Floyd. 14. október 2025 07:02
Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og textahöfund ágætlega í gegnum Þóru Guðmundsdóttur eiginkonu hans. Hún var vinkona systur minnar. Ég var þá nýorðinn táningur og Villi kom oft í heimsókn. Hann var einstaklega skemmtilegur og svo mikill húmoristi að það varð allt ákaflega gaman í kringum hann. 7. október 2025 07:02
Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, er óttalega svalur á plötunum sínum. Hann sver sig í ætt við marga íslenska söngvara sem hálfpartinn raula fremur en að syngja almennilega út. Það hentar þegar hljóðfæraleikurinn er jafn merkingarþrunginn og orðin. 25. september 2025 07:03