Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Árni Sæberg skrifar 12. desember 2025 11:08 Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í gær. Vísir/Vilhelm Ung kona var í gær dæmd í fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti, sem staðfesti dóm héraðsdóms yfir henni. Konan játaði fíkniefnainnflutning skýlaust í héraði en áfrýjaði samt til Landsréttar og krafðist sýknu. Það gerði hún á grundvelli þess að játning hennar hefði ekki verið í samræmi við gögn málsins. Dómarar Landsréttar gáfu lítið fyrir þau rök og bentu á að konan hefði notið aðstoðar lögmanns við meðferð málsins í héraði. Í dómi Landsréttar segir að kona hafi verið sakfelld í héraði fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 989 töflum af oxycontin 80 mg og einni töflu af contalgin 200 mg til söludreifingar í ágóðaskyni. Hún hafi játað brot sín skýlaust fyrir héraðsdómi og farið hafi verið málið sem játningarmál. Vildi meina að efnin hefðu verið til eigin nota Hún hafi byggt sýknukröfu sína fyrir Landsrétti á því að við skýrslugjöf hjá lögreglu hafi hún játað að hafa flutt fíkniefnin til landsins en jafnframt tekið fram að efnin væru til eigin nota. Í öðrum rannsóknargögnum væri ekki að finna neinar upplýsingar sem styddu að hún hefði flutt efnin inn til söludreifingar í ágóðaskyni. Þar sem ákæran beindist í raun ekki að vörslubroti og gögn málsins styddu á engan hátt að hún hefði flutt fíkniefnin inn til söludreifingar bæri að sýkna hana af ákærunni. Sakfelling héraðsdóms hefði byggt á játningu hennar fyrir héraðsdómi en með einfaldri yfirferð yfir gögn málsins mætti sjá að ákæruatriði væru ekki í samræmi við játningu hennar. Í öllu falli bæri að milda refsingu hennar þar sem efnin hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Naut aðstoðar verjanda „Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi viðurkenndi ákærða skýlaust í þinghaldi 15. janúar 2025 að hafa gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru auk þess sem hún samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Ákærða naut aðstoðar verjanda við meðferð málsins í héraði og var efni ákærunnar kynnt fyrir henni með aðstoð túlks. Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms að játning ákærðu fái stoð í framlögðum gögnum málsins. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Auk þess að staðfesta fimmtán mánaða dóm yfir konunni gerði Landsréttur henni að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 435 þúsund krónur. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í dómi Landsréttar segir að kona hafi verið sakfelld í héraði fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 989 töflum af oxycontin 80 mg og einni töflu af contalgin 200 mg til söludreifingar í ágóðaskyni. Hún hafi játað brot sín skýlaust fyrir héraðsdómi og farið hafi verið málið sem játningarmál. Vildi meina að efnin hefðu verið til eigin nota Hún hafi byggt sýknukröfu sína fyrir Landsrétti á því að við skýrslugjöf hjá lögreglu hafi hún játað að hafa flutt fíkniefnin til landsins en jafnframt tekið fram að efnin væru til eigin nota. Í öðrum rannsóknargögnum væri ekki að finna neinar upplýsingar sem styddu að hún hefði flutt efnin inn til söludreifingar í ágóðaskyni. Þar sem ákæran beindist í raun ekki að vörslubroti og gögn málsins styddu á engan hátt að hún hefði flutt fíkniefnin inn til söludreifingar bæri að sýkna hana af ákærunni. Sakfelling héraðsdóms hefði byggt á játningu hennar fyrir héraðsdómi en með einfaldri yfirferð yfir gögn málsins mætti sjá að ákæruatriði væru ekki í samræmi við játningu hennar. Í öllu falli bæri að milda refsingu hennar þar sem efnin hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Naut aðstoðar verjanda „Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi viðurkenndi ákærða skýlaust í þinghaldi 15. janúar 2025 að hafa gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru auk þess sem hún samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Ákærða naut aðstoðar verjanda við meðferð málsins í héraði og var efni ákærunnar kynnt fyrir henni með aðstoð túlks. Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms að játning ákærðu fái stoð í framlögðum gögnum málsins. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Auk þess að staðfesta fimmtán mánaða dóm yfir konunni gerði Landsréttur henni að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 435 þúsund krónur.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira