Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 10:32 Pálína Axelsdóttur Njarðvík er fyrsti kvenkyns gesturinn í Fantasýn hlaðvarpsþættinum. @farmlifeiceland, @premierleague Í nýjasta þætti Fantasýn, Fantasy Premier League-hlaðvarpi Sýnar, var velt upp stórri spurningu þegar kemur að mismun á þátttöku kynjanna í leiknum. Nýjasti þátturinn heitir: Fantasy-skiptingar á fæðingardeildinni. Fantasýn-þátturinn vill fá fleiri konur inn í Fantasy og ræddi kynjamuninn við gest þáttarins en Pálína Axelsdóttur Njarðvík er fyrsti kvenkyns gesturinn í Fantasýn. Það var líka kvenkyns þema í stjörnuliði vikunnar þar sem farið var yfir lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Það eru ekki margar konur að spila þennan leik,“ sagði Sindri Kamban og Pálína var fljót að taka undir það. Kallar eftir fleiri konum „Nei, við köllum eftir því að fleiri konur spili þennan leik,“ sagði Pálína. „Maður rennur í gegnum deild eftir deild og það er svo ótrúlega áberandi hvað það eru fáar konur að taka þátt í Fantasy. Já, það væri frábært ef við gætum breytt því,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. „Þetta er gaman og líka fyrir konur,“ sagði Pálína. „En hvað er það sem veldur því,“ spyr Sindri. Veit ekki hvort þær hafi minni tíma „Ég veit það ekki. Þetta er alveg tímafrekt hobbí, eða stundum. Það þarf stundum aðeins að pæla í þessu og ég veit ekki hvort þær hafi minni tíma,“ sagði Pálína. „Eða bara þriðja vaktin að dreopa þær,“ sagði Sindri og Albert skaut inn í: „Er þetta þá fjórða vaktin? FPL, sagði Albert. „Já, fantasy-vaktin,“ svaraði Pálína. „Ég veit ekki hvort þetta sé svona jafnréttismál bara. Það hallar á konur í fótbolta almennt,“ sagði Pálína. Ofursjálfstraust í karlmönnum „Er þetta ekki bara þetta klassíska, þetta er ofursjálfstraust í karlmönnum. Þeir halda að ég geti unnið annað fólk og verið sniðugra en annað fólk í einhverjum leik og skrá sig til leiks í Fantasy,“ sagði Albert. „Þetta er örugglega samspil mjög margra þátta. Það er örugglega margt sem spilar inn í. Vissulega eru kannski fleiri strákar svona almennt að fylgjast með fótbolta. Við þurfum bara að gera rannsókn á þessu, athuga hvaða þættir eru að spila inn í þarna. Leiðrétta þetta fyrir einhverju sem skiptir máli,“ sagði Pálína. Telja að konur hafi ekki áhuga á þessu „Ég held að þetta sé bara klárlega að það er ekki búið að ýta þessu að konum eins og markaðssetning almennt gerist. Þeir sem eru að markaðssetja þetta telja að konur hafi ekki áhuga á þessu. Þá er þessu ekki ýtt í þá átt,“ sagði Sindri „Pæla ekki í þeim,“ sagði Pálína. Í beinu framhaldi var síðan farið yfir stjörnuliðið sem var lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Hún er heldur betur að standa sig vel,“ sagði Sindri. Á blússandi siglingu „Hún er á blússandi siglingu,“ sagði Pálína. Sunna er í 56. þúsundasta sæti á heildarlista heimsins. „Það er vel gert,“ sagði Pálína og svo var farið nánar yfir liðið hennar Sunnu. Pálína vakti líka athygli á því að það sé hægt að spila þennan Fantasy-leik án þess að horfa á mikið af fótbolta. „Ég hef ekki tíma til að horfa á alla leiki, en stundum einn og einn. Maður getur alveg fylgst með. Svona fantasy-upplýsingar eða svona upplýsingar sem eru gagnlegri í fantasy,“ sagði Pálína. Gerir þetta miklu skemmtilegra „Það er hægt að spila líka án þess að horfa á fótbolta. Það er það fyndna við þetta allt saman,“ sagði Albert. „Ég hef áhuga á fótbolta en það að spila fantasy gerir það að fylgjast með enska boltanum miklu skemmtilegra,“ sagði Pálína. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Nýjasti þátturinn heitir: Fantasy-skiptingar á fæðingardeildinni. Fantasýn-þátturinn vill fá fleiri konur inn í Fantasy og ræddi kynjamuninn við gest þáttarins en Pálína Axelsdóttur Njarðvík er fyrsti kvenkyns gesturinn í Fantasýn. Það var líka kvenkyns þema í stjörnuliði vikunnar þar sem farið var yfir lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Það eru ekki margar konur að spila þennan leik,“ sagði Sindri Kamban og Pálína var fljót að taka undir það. Kallar eftir fleiri konum „Nei, við köllum eftir því að fleiri konur spili þennan leik,“ sagði Pálína. „Maður rennur í gegnum deild eftir deild og það er svo ótrúlega áberandi hvað það eru fáar konur að taka þátt í Fantasy. Já, það væri frábært ef við gætum breytt því,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. „Þetta er gaman og líka fyrir konur,“ sagði Pálína. „En hvað er það sem veldur því,“ spyr Sindri. Veit ekki hvort þær hafi minni tíma „Ég veit það ekki. Þetta er alveg tímafrekt hobbí, eða stundum. Það þarf stundum aðeins að pæla í þessu og ég veit ekki hvort þær hafi minni tíma,“ sagði Pálína. „Eða bara þriðja vaktin að dreopa þær,“ sagði Sindri og Albert skaut inn í: „Er þetta þá fjórða vaktin? FPL, sagði Albert. „Já, fantasy-vaktin,“ svaraði Pálína. „Ég veit ekki hvort þetta sé svona jafnréttismál bara. Það hallar á konur í fótbolta almennt,“ sagði Pálína. Ofursjálfstraust í karlmönnum „Er þetta ekki bara þetta klassíska, þetta er ofursjálfstraust í karlmönnum. Þeir halda að ég geti unnið annað fólk og verið sniðugra en annað fólk í einhverjum leik og skrá sig til leiks í Fantasy,“ sagði Albert. „Þetta er örugglega samspil mjög margra þátta. Það er örugglega margt sem spilar inn í. Vissulega eru kannski fleiri strákar svona almennt að fylgjast með fótbolta. Við þurfum bara að gera rannsókn á þessu, athuga hvaða þættir eru að spila inn í þarna. Leiðrétta þetta fyrir einhverju sem skiptir máli,“ sagði Pálína. Telja að konur hafi ekki áhuga á þessu „Ég held að þetta sé bara klárlega að það er ekki búið að ýta þessu að konum eins og markaðssetning almennt gerist. Þeir sem eru að markaðssetja þetta telja að konur hafi ekki áhuga á þessu. Þá er þessu ekki ýtt í þá átt,“ sagði Sindri „Pæla ekki í þeim,“ sagði Pálína. Í beinu framhaldi var síðan farið yfir stjörnuliðið sem var lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Hún er heldur betur að standa sig vel,“ sagði Sindri. Á blússandi siglingu „Hún er á blússandi siglingu,“ sagði Pálína. Sunna er í 56. þúsundasta sæti á heildarlista heimsins. „Það er vel gert,“ sagði Pálína og svo var farið nánar yfir liðið hennar Sunnu. Pálína vakti líka athygli á því að það sé hægt að spila þennan Fantasy-leik án þess að horfa á mikið af fótbolta. „Ég hef ekki tíma til að horfa á alla leiki, en stundum einn og einn. Maður getur alveg fylgst með. Svona fantasy-upplýsingar eða svona upplýsingar sem eru gagnlegri í fantasy,“ sagði Pálína. Gerir þetta miklu skemmtilegra „Það er hægt að spila líka án þess að horfa á fótbolta. Það er það fyndna við þetta allt saman,“ sagði Albert. „Ég hef áhuga á fótbolta en það að spila fantasy gerir það að fylgjast með enska boltanum miklu skemmtilegra,“ sagði Pálína. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira