Innlent

Ekkert Euro­vision og hrein­dýr sem heldur að það sé hundur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Ísland verður ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar. 

Við erum eina Norðurlandaþjóðin sem ákveður að taka ekki þátt. Við heyrum í útvarpsstjóra, stjórnarformanni RÚV en líka stjórnarmanni sem er ekki par ánægður með niðurstöðuna. 

Við kynnum okkur mál mikils fjölda úkraínskra kvenna sem var nauðgað af rússneskum hermönnum. Þær ákváðu frekar að dvelja áfram í stríðshrjáðri Úkraínu en að flýja til Póllands vegna strangrar þungunarrofsreglugerðar.

Við höldum áfram að fjalla um ofþyngd barna og aðgerðir stjórnvalda til að sporna við henni. Krabbameinsfélagið segir að um sé að ræða stærsta orsakavald að krabbameinum sem hægt sé að bregðast við. Við kynnum okkur nýja leið sem á að aðstoða fólkið í landinu við að elda hollari mat.

Okkar maður Magnús Hlynur er á ferð sinni um Suðurland sem fyrr og hittir útvarpsfólk á útvarpi Sólheimum þar sem óskalagasíminn stoppar víst ekki.

Í sportinu hittum við meðal annars knattspyrnukappann Atla Sigurjónsson sem snýr heim til Akureyrar eftir tólf ár með KR í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem hann hefur kunnað einkar vel við sig. Svo kíkjum við í World Class í Íslandi í dag, ætlum þó ekki að pæla í líkamsrækt heldur listinni sem er að finna á veggjum líkamsræktarstöðvarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×