Innlent

Slökkvi­lið kallað út vegna ammoníak­leka

Eiður Þór Árnason skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór á vettvang í morgun.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór á vettvang í morgun. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið var kallað út að iðnaðarfyrirtæki í Hafnarfirði þegar ammoníak lak úr kælikerfi innandyra. Enginn þurfti aðhlynningu að sögn varðstjóra en nokkur hætta getur fylgt slíkum atvikum þar sem ammoníak er hættulegt heilsu fólks í miklu magni.

Tilkynning barst um lekann um tíuleytið í morgun, að sögn Lárusar Steindórs Björnssonar, varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Nokkurn tíma hafi tekið að stöðva lekann og rýmið þar sem mengunarský myndaðist næst loftræst.

Lárus bætir við að ammoníak finnist sjaldnar í kælikerfum í dag þar sem því hafi verið skipt út fyrir önnur efni í nýrri kerfum. Það finnist þó enn þar sem þau hafi ekki verið endurnýjuð.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×