Innlent

Kókaínreykingar al­gengari, von­brigði í vega­gerð og háska­leg eftir­för lög­reglu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Sífellt fleiri ánetjast sterkum fíkniefnum á borð við kókaín og ópíóða og kókaínreykingar hafa aukist. Formaður Matthildarsamtakanna segir að endurskoða þurfi nálgun stjórnvalda í málaflokknum.

Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna hefur víða vakið hörð viðbrögð og er sögð algjör viðsnúningur frá því sem verið hefur. 

Við ræðum við Pawel Bartoszek formann utanríkismálanefndar Alþingis í beinni útsendingu en samkvæmt þingsályktunartillögu um stefnu Íslands í málaflokknum er mikil áhersla lögð á samstarf við Bandaríkin. 

Kristján Már Unnarsson fer yfir allt það helsta sem á að gera í vegamálum á næstu árum og segir okkur frá helstu verkefnum sem fá að bíða. Við sjáum myndefni af háskalegri eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina og í íþróttapakkanum hittum við á konu á sjötugsaldri sem keppir reglulega í þríþraut.

Í Íslandi í dag hittum við magnaðan hóp einhentra kvenna, sem lætur ekkert stoppa sig. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×