Innlent

Hlaup hafið í Skaft­á

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sérfræðingar Veðurstofunnar segja hlaupið minniháttar.
Sérfræðingar Veðurstofunnar segja hlaupið minniháttar. Dagný Bjarkadóttir

Hlaup er hafið í Skaftá. Björgvin Karl Harðarson bóndi á Hunkubökkum í Skaftárhreppi tók eftir miklum breytingum á ánni milli daga. Sérfræðingar Veðurstofunnar segja hlaupið minniháttar og von sé á tilkynningu.

„Ég held það sé byrjað hlaup. Það er orðið töluvert vatn hérna,“ segir Björgvin í samtali við Vísi.

Hann lýsir ánni sem grárri, fullri af leðju en hún hafi verið tær í gær. Munurinn á milli daga sé mikill, bæði í lit og vatnsmagni.

Björgvin Karl Harðarson, bóndi Hunkubökkum.Dagný

Veðurstofan segir hlaupið hafa hafist aðfaranótt sunnudags og að það hafi verið hægvaxandi fram til miðnættis í gær. Síðan þá hafi vatnshæðin verið stöðug.

Rennslið er sagt vera örlítið meira en mesta sumarrennsli, eða um 250 rúmmetrar á sekúndu. Leiðni hefur jafnframt farið vaxandi og hafa tilkynningar borist um brennisteinslykt af ánni.

Rennslið náði hámarki um miðnætti.Dagný Bjarkadóttir

Áttu myndir af Skaftá? Sendu okkur endilega á ritstjorn@visir.is. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×