Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 10:03 Jude Bellingham þurfti að spila í miklum hita á HM félagsliða í sumar. Búast má við svipuðum aðstæðum á HM landsliða næsta sumar. Getty/Jose Breton Það skýrist í dag hvernig riðlarnir munu líta út á HM karla í fótbolta næsta sumar. Óttast er að mikill hiti muni setja svip sinn á mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada í júní og júlí. Englendingar bíða spenntir eftir því að vita hvernig leið þeirra að mögulegum heimsmeistaratitli kemur til með að líta út en dregið verður í riðla HM klukkan 17 í dag. Thomas Tuchel, hinn þýski þjálfari Englands, átti ekki í neinum vandræðum með að koma hinu sterka enska landsliði beint á HM en liðið vann alla átta leiki sína í undankeppninni og fékk ekki eitt einasta mark á sig. Á HM taka við meiri áskoranir og meðal annars hættan á að mikill hiti hafi áhrif á leikmenn. Á HM félagsliða síðasta sumar, í Bandaríkjunum, brugðu lið jafnvel á það ráð að láta varamenn bíða í loftkældum búningsklefum í stað þess að sitja úti á varamannabekk í leikjum. „Ef þetta er eitthvað sem gæti hjálpað okkur í leikjunum þá verðum við að skoða þennan möguleika,“ sagði Tuchel við BBC en þar segir að talið sé að mikil hætta sé á ofsahita á 10 af 16 leikvöngum HM. „Það vill þetta enginn [að varamenn bíði inni í klefa] því ég vil að leikmennirnir séu úti og finni orkuna, og gefi okkur orku af bekknum út á völlinn. En ég sá leikmenn gera þetta á HM félagsliða. Vonandi sleppum við við þetta. Það er alltaf betra ef menn geta verið úti,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel says he would consider having substitutes stay in the dressing room due to hot temperatures at the 2026 World Cup 👥🥵🌡️ pic.twitter.com/oggBAxiQVO— BBC Sport (@BBCSport) December 4, 2025 Leikmenn og þjálfarar kvörtuðu undan hitanum á HM félagsliða í fyrra og Tuchel segir ekki hægt að horfa framhjá því að hitinn hafi áhrif. „Þetta er vandamál fyrir fótbolta á hæsta stigi. Þetta dregur úr ákefðinni í leikjunum. Þetta fækkar áköfum hlaupum, bæði sóknarlega og varnarlega. Leikurinn aðlagast að þessu. Það er ekki hægt að spila fótbolta með sama hætti í 45 gráðum eins og í 21 gráðu,“ sagði Tuchel. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira
Englendingar bíða spenntir eftir því að vita hvernig leið þeirra að mögulegum heimsmeistaratitli kemur til með að líta út en dregið verður í riðla HM klukkan 17 í dag. Thomas Tuchel, hinn þýski þjálfari Englands, átti ekki í neinum vandræðum með að koma hinu sterka enska landsliði beint á HM en liðið vann alla átta leiki sína í undankeppninni og fékk ekki eitt einasta mark á sig. Á HM taka við meiri áskoranir og meðal annars hættan á að mikill hiti hafi áhrif á leikmenn. Á HM félagsliða síðasta sumar, í Bandaríkjunum, brugðu lið jafnvel á það ráð að láta varamenn bíða í loftkældum búningsklefum í stað þess að sitja úti á varamannabekk í leikjum. „Ef þetta er eitthvað sem gæti hjálpað okkur í leikjunum þá verðum við að skoða þennan möguleika,“ sagði Tuchel við BBC en þar segir að talið sé að mikil hætta sé á ofsahita á 10 af 16 leikvöngum HM. „Það vill þetta enginn [að varamenn bíði inni í klefa] því ég vil að leikmennirnir séu úti og finni orkuna, og gefi okkur orku af bekknum út á völlinn. En ég sá leikmenn gera þetta á HM félagsliða. Vonandi sleppum við við þetta. Það er alltaf betra ef menn geta verið úti,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel says he would consider having substitutes stay in the dressing room due to hot temperatures at the 2026 World Cup 👥🥵🌡️ pic.twitter.com/oggBAxiQVO— BBC Sport (@BBCSport) December 4, 2025 Leikmenn og þjálfarar kvörtuðu undan hitanum á HM félagsliða í fyrra og Tuchel segir ekki hægt að horfa framhjá því að hitinn hafi áhrif. „Þetta er vandamál fyrir fótbolta á hæsta stigi. Þetta dregur úr ákefðinni í leikjunum. Þetta fækkar áköfum hlaupum, bæði sóknarlega og varnarlega. Leikurinn aðlagast að þessu. Það er ekki hægt að spila fótbolta með sama hætti í 45 gráðum eins og í 21 gráðu,“ sagði Tuchel.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira