Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 08:30 Fannar Sveinsson og Luka Modric hafa slegið saman lófum, á einu allra sárasta augnabliki í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Kvöldstund á skemmtistað með Mario Balotelli, „hrákafimman“ sem Luka Modric fékk frá Fannari og rjúpnaskytterí var á meðal þess sem rætt var um þegar Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson mættu í VARsjána á Sýn Sport í vikunni. Hraðfréttabræðurnir Fannar og Benni, sem í kvöld klukkan 19 stýra skemmtiþættinum Gott kvöld á Sýn, ásamt Sveppa, voru fengnir til að fara yfir sína uppáhalds fótboltamennn í VARsjánni. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: VARsjáin - Uppáhaldsleikmenn Benna og Fannars Benedikt benti á að Fannar hefði nú á sínum tíma slegið í spaðann á einum frægasta knattspyrnumanni heims, Króatanum Luka Modric, en það var eftir að Króatía vann umspilið við Ísland um sæti á HM 2014 í Brasilíu. Myndband af því þegar Fannar virtist hrækja í lófa sinn og gefa Modric svo fimmu fór á flug á internetinu. „Þetta varð eiginlega „viral“ á Youtube. Ég kann ekki króatísku en þetta fór víða og í Króatíu, og var með yfir milljón spilanir. En sannleikurinn er sá að ég gerði þetta [gaf Modric fimmu] og síðan eftir á hrækti ég. Þetta var sviðsett,“ viðurkenndi Fannar léttur. Myndbandið af þeim Fannari og Modric má í dag meðal annars finna á TikTok og miðað við ummæli við myndbandið hefur hátterni Fannars vakið ansi mikla reiði. Fannar rifjaði einnig upp þegar hann hitti Mario Balotelli á skemmtistað en er ekki mikill fótboltaáhugamaður og sagði systur sína frekar hafa verið spennta að hitta slíka stórstjörnu eins og Ítalinn var á sínum tíma. Fannar valdi sinn uppáhalds leikmann í enska boltanum og Benedikt valdi svo fimm manna úrvalslið af sínum uppáhalds Liverpool-mönnum í gegnum tíðina, og virtist valið koma þeim Stefáni Árna Pálssyni og Alberti Brynjari Ingasyni nokkuð á óvart. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. VARsjáin er á Sýn Sport á þriðjudagskvöldum og má finna alla þættina á Sýn+. Enski boltinn VARsjáin Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Sjá meira
Hraðfréttabræðurnir Fannar og Benni, sem í kvöld klukkan 19 stýra skemmtiþættinum Gott kvöld á Sýn, ásamt Sveppa, voru fengnir til að fara yfir sína uppáhalds fótboltamennn í VARsjánni. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: VARsjáin - Uppáhaldsleikmenn Benna og Fannars Benedikt benti á að Fannar hefði nú á sínum tíma slegið í spaðann á einum frægasta knattspyrnumanni heims, Króatanum Luka Modric, en það var eftir að Króatía vann umspilið við Ísland um sæti á HM 2014 í Brasilíu. Myndband af því þegar Fannar virtist hrækja í lófa sinn og gefa Modric svo fimmu fór á flug á internetinu. „Þetta varð eiginlega „viral“ á Youtube. Ég kann ekki króatísku en þetta fór víða og í Króatíu, og var með yfir milljón spilanir. En sannleikurinn er sá að ég gerði þetta [gaf Modric fimmu] og síðan eftir á hrækti ég. Þetta var sviðsett,“ viðurkenndi Fannar léttur. Myndbandið af þeim Fannari og Modric má í dag meðal annars finna á TikTok og miðað við ummæli við myndbandið hefur hátterni Fannars vakið ansi mikla reiði. Fannar rifjaði einnig upp þegar hann hitti Mario Balotelli á skemmtistað en er ekki mikill fótboltaáhugamaður og sagði systur sína frekar hafa verið spennta að hitta slíka stórstjörnu eins og Ítalinn var á sínum tíma. Fannar valdi sinn uppáhalds leikmann í enska boltanum og Benedikt valdi svo fimm manna úrvalslið af sínum uppáhalds Liverpool-mönnum í gegnum tíðina, og virtist valið koma þeim Stefáni Árna Pálssyni og Alberti Brynjari Ingasyni nokkuð á óvart. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. VARsjáin er á Sýn Sport á þriðjudagskvöldum og má finna alla þættina á Sýn+.
Enski boltinn VARsjáin Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Sjá meira