Sport

„Það féll ekki mikið með okkur“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Matthildur Lilja Jónsdóttir veit ekki hvað það var sem fór úrskeiðis í kvöld.
Matthildur Lilja Jónsdóttir veit ekki hvað það var sem fór úrskeiðis í kvöld.

Ísland tapaði 23-30 gegn Spáni á HM í handbolta í kvöld. Liðið spilaði vel meiri hluta leiksins en missti öll tök á vellinum í síðari hálfleik.

Matthildur Lilja Jónsdóttir var ekki viss hvað fór úrskeiðis er liðið missti Spánverja níu mörkum frá sér í seinni hálfleik.

„Ég bara veit það ekki, við mættum með af krafti og vorum betri en þær í 40 mínútur. Það er eitthvað sem fellur svo en ég veit ekki hvað það var,“ sagði Matthildur Lilja Jónsdóttir, eftir leikinn.

Spænska liðið tók öll völd á vellinum í seinni hálfleik og Ísland sá hreinlega ekki til sólar.

„Þær eru mjög seigar og það klikkaði einhvernveginn allt á sama tímapunkti. Við misstum þetta allt of langt frá okkur.“

Dómar féllu illa með íslenska liðinu og virtist liðið missa hausinn við það.

„Það féll ekki mikið með okkur og þetta var svolítið erfitt.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×