Innlent

Ráð­herra hafnar af­skiptum af málinu

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verður til viðtals í kvöldfréttum á Sýn.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verður til viðtals í kvöldfréttum á Sýn. Vísir/Bjarni

Mál skólameistara Borgarholtsskóla hefur valdið miklum titringi. Heitar umræður sköpuðust á Alþingi og skólastjórar lýsa yfir verulegum áhyggjum af tjáningarfrelsi sínu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum; ræðum við Ársæl Guðmundsson skólameistara í beinni og einnig Ingu Sæland félagsmálaráðherra - sem Ársæll hefur sakað um að hafa beitt sér í málinu.

Tollgæslan hefur kært hátt í þrjú hundruð mál vegna innflutnings á fíkniefnum og lyfjum á þessu ári. Tæplega helmingur málanna flokkast sem stórfelld brot. Við sjáum nýjar tölur en hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur fallið þegar kemur að haldlagningu á efnum á þessu ári.

Þá hittum við hundinn Úffa og eiganda hans, sem hefur verið tilkynnt að hann verði aflífaður eftir tvær vikur. Eigandinn er harmi sleginn og ræðir við fréttamann í beinni. Þá skoðum við notkun gervigreindar í auglýsingum, verðum í Þýskalandi þar sem kvennalandsliðið á leik við Spán á HM og í Íslandi í dag skoðar Vala Matt nýstárlegar jólaskreytingar, meðal annars bleikt jólatré með pönkívafi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×