Sport

Fagnaði gríðar­lega þegar NM-gullið var í höfn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórbergur Ernir Hlynsson gerði frábæra hluti á Norðurlandamótinu.
Þórbergur Ernir Hlynsson gerði frábæra hluti á Norðurlandamótinu. @thorbergurernir

Þórbergur Ernir Hlynsson varð Norðurlandameistari unglinga í sínum þyngdarflokki en mótið fór fram í Halmstad í Svíþjóð.

Þórbergur Ernir vann gull í -110 kílóa flokki tuttugu ára og yngri.

Hann háði harða baráttu við Finnann Eliel Jännes. Þórbergur lyfti mest 141 kílóum í snörun og 178 kílóum í jafnhendingu. Það þýðir að samtals fóru upp hjá honum 319 kíló sem var níu kílóum meira en fóru upp hjá Eliel.

Þórbergur lyfti fjórum kílóum meira í snörun og fimm kílóum meira í jafnhendingu.

Svinn Mohammad Musavi tók bronsið en samtals fóru 279 kíló upp hjá honum.

CrossFit-strákarnir voru líka að gera góða hluti á mótinu. Rökkvi Hrafn Guðnason fékk silfur í 88 kílóa flokki og Tindur Eliasen vann bronsverðlaunin í 94 kílóa flokki.

Kristófer Logi Hauksson fékk silfur og Guðjón Gauti Vignisson fékk brons í 88 kílóa flokki drengja. Freyja Björt Svavarsdóttir fékk silfur í 58 kílóa flokki stúlkna.

Þórbergur fagnaði gríðarlega eftir síðustu lyftuna þar sem orðið var ljóst að hann væri orðinn Norðurlandameistari unglinga. Það má sjá hann fagna á myndinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×