Sport

Snæ­fríður flaug í undan­úr­slit

Valur Páll Eiríksson skrifar
Snæfríður Sól keppir í undanúrslitum í kvöld.
Snæfríður Sól keppir í undanúrslitum í kvöld. SSÍ/Simone Castrovillari

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra skriðsundi á EM í 25 metra laug.

Annar keppnisdagur mótsins hófst í morgun og Snæfríður Sól Jórunnardóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum sem fram fara í kvöld þegar hún synti metrana 200 á 1:55.04 og hafnaði þar með í sjötta sæti undanrásanna.

Í sama riðli synti Vala Dís Cicero sitt fyrsta einstaklingssund á mótinu. Hún kláraði sundið á 2:00.99, og hafnaði í 33. sæti.

Fjölmargir Íslendingar til viðbótar stungu sér til sunds í morgun.

Birnir Freyr Hálfdánarson setti persónulegt met í 100 metra fjórsundi á 55.77 sekúndum. Hann bætti þar með tíma sinn um 0,04 sekúndur og hafnaði í 37. sæti.

Ýmir Chatenay Sölvason synti 200 metra skriðsund, og hafnaði í 61. sæti. Hann kláraði í bakkann á 1:47.53.

Morgunhlutanum lauk með boðsundi. 4x50m fjórsund blandað, en þar syntu þau Guðmundur Leo Rafnsson, Birgitta Ingólfsdóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Símon Elías Statkevicius. Lokatími þeirra var 1:44.60, og dugði liðinu fyrir 16. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×