Enski boltinn

Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City

Sindri Sverrisson skrifar
Erling Haaland og Phil Foden féllust í faðma og fögnuðu gegn Fulham í gærkvöld.
Erling Haaland og Phil Foden féllust í faðma og fögnuðu gegn Fulham í gærkvöld. Getty/Shaun Brooks

Manchester City minnkaði forskot Arsenal í tvö stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, með 5-4 sigri á Fulham í London í gær. Mörkin úr leikjunum þremur í gærkvöld má nú sjá á Vísi.

Phil Foden skoraði laglega tvennu fyrir City, líkt og hinn nígeríski Samuel Chukwueze fyrir Fulham sem neitaði að gefast upp og var nálægt því að krækja í stig þrátt fyrir að lenda 5-1 undir.

Newcastle og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli þar sem jöfnunarmarkið var hjólhestaspyrna Cristian Romero seint í uppbótartíma.

Loks vann Everton 1-0 útisigur gegn Bournemouth þar sem Jack Grealish gerði sigurmarkið korteri fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×