Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2025 11:42 Bart De Wever, forsætisráðherra Belgíu, og Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á fundi í síðasta mánuði. EPA/OLIVIER MATTHYS Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Þetta er meðal þess sem De Wever er sagður hafa sagt í harðorðu bréfi til Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, samkvæmt frétt Politico. Henni barst bréfið eingöngu nokkrum klukkustundum áður en hún átti að leggja fram tillögu um hvernig leggja ætti hald á umrædda peninga. Embættismenn Evrópusambandsins hafa í nokkra mánuði reynt að finna leiðir til að nota um þær fúlgur fjár sem frystar hafa verið í sjóðum Rússa í Evrópu. Mest er um að ræða peninga í bönkum í Belgíu en í heildina eru þetta um 140 milljarðar evra, eða um 20,6 billjónir króna (20.600.000.000.000). Vextirnir af þessum peningum hafa um nokkuð skeið verið notaðir til að fjármagna rekstur úkraínska ríkisins. Nú vilja bakhjarlar Úkraínu nota peningana til að fjármagna uppbyggingu á hergagnaiðnaði í Úkraínu og til að fjármagna kaup á hergögnum frá Bandaríkjunum á næstu árum. Úkraínumenn vilja einnig nota þá til að fjármagna ríkisreksturinn þar í landi. Sjá einnig: Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddi eignaupptökuna mögulegu á blaðamannafundi í gær. Þar hét hann hörðum viðbrögðum við því ef peningarnir yrðu haldlagðir af Evrópusambandinu og sagði að það yrði ekkert annað en þjófnaður. Óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Belgar hafa verið mótfallnir þessum áætlunum en De Wever hefur verið undir miklum þrýstingi um að breyta afstöðu sinni. Vonir stóðu til að framkvæmdastjórn ESB gæti veitt honum tryggingar um að Belgar myndu ekki þurfa að endurgreiða Rússum seinna meir eða að þetta kæmi niður á þeim með öðrum hætti. Í bréfi sínu til von der Leyen segir De Wever að eignarupptakan sé í grunninn röng. Þá segir hann einnig að mögulega myndi slíkt koma niður á friðarviðræðum. Í stað þess að gefa Úkraínumönnum peningana væri hægt að nota þá sem pólitíska skiptimynt við samningaborðið með Rússum. Hann segir einnig að fari svo, eins og honum þykir líklegt, að Rússar muni ekki tapa þessu stríði muni ráðamenn í Rússlandi fara fram á að fá eignir sínar aftur. Slíkt gæti, samkvæmt forsætisráðherranum, leitt til óreiðu og á endanum gæti það leitt til þess að skattgreiðendur í Evrópusambandinu þurfi að sitja uppi með kostnaðinn. Í staðinn lagði De Wever til að Evrópusambandið fjármagnaði sameiginlega lán til Úkraínumanna. Samkvæmt Politico nýtur sú hugmynd ekki mikilla vinsælda í framkvæmdastjórninni. Umdeildar ætlanir Bandaríkjamanna og Rússa Í nýopinberuðum og umdeildum friðartillögum sem skrifaðar voru af bandarískum og rússneskum erindrekum, þar á meðal Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og rússneskum auðjöfri, eru þessir sjóðir Rússa í Belgíu nefndir sérstaklega og hvernig eigi að verja þeim. Þar kom fram að hundrað milljarðar dala af þeim yrðu settir í fjárfestingasjóð sem ætlaður væri til uppbyggingar í Úkraínu og að ríki Evrópu myndu einnig setja hundrað milljarða dala í hann. Bandaríkjamenn ættu hins vegar að hirða helming hagnaðarins. Þá stóð til að restin af peningum Rússa færi í sameiginlegar fjárfestingar Bandaríkjamanna og Rússa. Þessir liðir friðaráætlunarinnar féllu ekki í kramið í Evrópu. Belgía Evrópusambandið Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þetta er meðal þess sem De Wever er sagður hafa sagt í harðorðu bréfi til Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, samkvæmt frétt Politico. Henni barst bréfið eingöngu nokkrum klukkustundum áður en hún átti að leggja fram tillögu um hvernig leggja ætti hald á umrædda peninga. Embættismenn Evrópusambandsins hafa í nokkra mánuði reynt að finna leiðir til að nota um þær fúlgur fjár sem frystar hafa verið í sjóðum Rússa í Evrópu. Mest er um að ræða peninga í bönkum í Belgíu en í heildina eru þetta um 140 milljarðar evra, eða um 20,6 billjónir króna (20.600.000.000.000). Vextirnir af þessum peningum hafa um nokkuð skeið verið notaðir til að fjármagna rekstur úkraínska ríkisins. Nú vilja bakhjarlar Úkraínu nota peningana til að fjármagna uppbyggingu á hergagnaiðnaði í Úkraínu og til að fjármagna kaup á hergögnum frá Bandaríkjunum á næstu árum. Úkraínumenn vilja einnig nota þá til að fjármagna ríkisreksturinn þar í landi. Sjá einnig: Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddi eignaupptökuna mögulegu á blaðamannafundi í gær. Þar hét hann hörðum viðbrögðum við því ef peningarnir yrðu haldlagðir af Evrópusambandinu og sagði að það yrði ekkert annað en þjófnaður. Óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Belgar hafa verið mótfallnir þessum áætlunum en De Wever hefur verið undir miklum þrýstingi um að breyta afstöðu sinni. Vonir stóðu til að framkvæmdastjórn ESB gæti veitt honum tryggingar um að Belgar myndu ekki þurfa að endurgreiða Rússum seinna meir eða að þetta kæmi niður á þeim með öðrum hætti. Í bréfi sínu til von der Leyen segir De Wever að eignarupptakan sé í grunninn röng. Þá segir hann einnig að mögulega myndi slíkt koma niður á friðarviðræðum. Í stað þess að gefa Úkraínumönnum peningana væri hægt að nota þá sem pólitíska skiptimynt við samningaborðið með Rússum. Hann segir einnig að fari svo, eins og honum þykir líklegt, að Rússar muni ekki tapa þessu stríði muni ráðamenn í Rússlandi fara fram á að fá eignir sínar aftur. Slíkt gæti, samkvæmt forsætisráðherranum, leitt til óreiðu og á endanum gæti það leitt til þess að skattgreiðendur í Evrópusambandinu þurfi að sitja uppi með kostnaðinn. Í staðinn lagði De Wever til að Evrópusambandið fjármagnaði sameiginlega lán til Úkraínumanna. Samkvæmt Politico nýtur sú hugmynd ekki mikilla vinsælda í framkvæmdastjórninni. Umdeildar ætlanir Bandaríkjamanna og Rússa Í nýopinberuðum og umdeildum friðartillögum sem skrifaðar voru af bandarískum og rússneskum erindrekum, þar á meðal Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og rússneskum auðjöfri, eru þessir sjóðir Rússa í Belgíu nefndir sérstaklega og hvernig eigi að verja þeim. Þar kom fram að hundrað milljarðar dala af þeim yrðu settir í fjárfestingasjóð sem ætlaður væri til uppbyggingar í Úkraínu og að ríki Evrópu myndu einnig setja hundrað milljarða dala í hann. Bandaríkjamenn ættu hins vegar að hirða helming hagnaðarins. Þá stóð til að restin af peningum Rússa færi í sameiginlegar fjárfestingar Bandaríkjamanna og Rússa. Þessir liðir friðaráætlunarinnar féllu ekki í kramið í Evrópu.
Belgía Evrópusambandið Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira