„Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2025 12:48 Baldur Sigurðsson var alls ekki hrifinn af ákvörðun Pep Guardiola í gær þegar hann gjörbreytti byrjunarliði Manchester City. Sýn Sport Pep Guardiola fékk á baukinn í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöld eftir 2-0 tap Manchester City gegn Leverkusen á heimavelli. Spánverjinn gerði heilar tíu breytingar á sínu liði frá leiknum við Newcastle um helgina og fannst sérfræðingunum það jaðra við vanvirðingu. City mistókst að skora í þriðja sinn á þessu tímabili og sagði Baldur Sigurðsson ljóst hver aðalástæðan fyrir því væri: „Haaland skorar öll mörkin fyrir þá og hann byrjaði ekki inná. Hann reyndar kom inná eftir 65 mínútur og komst í færi of snemma, þegar hann var ekki kominn í neinn takt við leikinn. En það breytist samt mikið strax þegar Haaland kemur inn á,“ sagði Baldur en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Tíu breytingar Guardiola „Það fer í taugarnar á mér að hann geri tíu breytingar á liðinu,“ sagði Baldur og hélt áfram: „Þeir eiga heimaleik á móti Leeds í næstu umferð. Þeir eru ekki öruggir í topp átta í Meistaradeildinni og eiga Real Madrid í næsta leik þar. Þjálfararnir í ensku gera svona í deildabikarnum en að gera þetta í Meistaradeildinni finnst mér svo skrýtið. Þetta er eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð. Þeir fengu nákvæmlega það sem þeir áttu skilið eftir þessar tíu breytingar. Leverkusen er mjög gott lið sem hefur verið að rífa sig í gang síðustu vikur eftir að hafa skipt um þjálfara.“ Atli Viðar Björnsson tók undir þetta og sagði: „Þetta er líka erfitt fyrir þá sem fá sénsinn. Tíu nýir og þá er einhvern veginn enginn í takti. Þetta verður alltaf stirt og þvingað. City er bara með tíu stig og þeir þurfa 16-17 til að komast í topp átta, sem þetta snýst um. Hann [Guardiola] er þá væntanlega búinn að sjá fyrir mér 6-7 stig í leikjunum þremur sem þeir eiga eftir. Það sem er áhugavert líka er að City á heimavelli í Meistaradeildinni hefur verið algjört skrímsli. 23 leikir í röð án taps og unnu 20 af þeim en hann kastaði því út á hafsauga í kvöld.“ Meistaradeildarmörkin og Meistaradeildarmessan verða aftur á sínum stað á Sýn Sport í kvöld. Í Messunni er fylgst með öllu sem gerist samtímis og hefst hún klukkan 19:30 en kvöldið verður svo gert upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Það voru skoruð glæsileg mörk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þau á Vísi. Chelsea vann frábæran 3-0 sigur gegn Barcelona í stórleik kvöldsins þar sem átján ára vonarstjarna Brasilíu, Estevao, hélt áfram að minna á sig. 26. nóvember 2025 08:31 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Spánverjinn gerði heilar tíu breytingar á sínu liði frá leiknum við Newcastle um helgina og fannst sérfræðingunum það jaðra við vanvirðingu. City mistókst að skora í þriðja sinn á þessu tímabili og sagði Baldur Sigurðsson ljóst hver aðalástæðan fyrir því væri: „Haaland skorar öll mörkin fyrir þá og hann byrjaði ekki inná. Hann reyndar kom inná eftir 65 mínútur og komst í færi of snemma, þegar hann var ekki kominn í neinn takt við leikinn. En það breytist samt mikið strax þegar Haaland kemur inn á,“ sagði Baldur en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Tíu breytingar Guardiola „Það fer í taugarnar á mér að hann geri tíu breytingar á liðinu,“ sagði Baldur og hélt áfram: „Þeir eiga heimaleik á móti Leeds í næstu umferð. Þeir eru ekki öruggir í topp átta í Meistaradeildinni og eiga Real Madrid í næsta leik þar. Þjálfararnir í ensku gera svona í deildabikarnum en að gera þetta í Meistaradeildinni finnst mér svo skrýtið. Þetta er eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð. Þeir fengu nákvæmlega það sem þeir áttu skilið eftir þessar tíu breytingar. Leverkusen er mjög gott lið sem hefur verið að rífa sig í gang síðustu vikur eftir að hafa skipt um þjálfara.“ Atli Viðar Björnsson tók undir þetta og sagði: „Þetta er líka erfitt fyrir þá sem fá sénsinn. Tíu nýir og þá er einhvern veginn enginn í takti. Þetta verður alltaf stirt og þvingað. City er bara með tíu stig og þeir þurfa 16-17 til að komast í topp átta, sem þetta snýst um. Hann [Guardiola] er þá væntanlega búinn að sjá fyrir mér 6-7 stig í leikjunum þremur sem þeir eiga eftir. Það sem er áhugavert líka er að City á heimavelli í Meistaradeildinni hefur verið algjört skrímsli. 23 leikir í röð án taps og unnu 20 af þeim en hann kastaði því út á hafsauga í kvöld.“ Meistaradeildarmörkin og Meistaradeildarmessan verða aftur á sínum stað á Sýn Sport í kvöld. Í Messunni er fylgst með öllu sem gerist samtímis og hefst hún klukkan 19:30 en kvöldið verður svo gert upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Það voru skoruð glæsileg mörk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þau á Vísi. Chelsea vann frábæran 3-0 sigur gegn Barcelona í stórleik kvöldsins þar sem átján ára vonarstjarna Brasilíu, Estevao, hélt áfram að minna á sig. 26. nóvember 2025 08:31 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Það voru skoruð glæsileg mörk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þau á Vísi. Chelsea vann frábæran 3-0 sigur gegn Barcelona í stórleik kvöldsins þar sem átján ára vonarstjarna Brasilíu, Estevao, hélt áfram að minna á sig. 26. nóvember 2025 08:31