Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2025 11:00 Penny Oleksiak fær ekki að keppa aftur fyrr en í júlí árið 2027 en það verður í tæka tíð fyrir næstu Ólympíuleika. Getty/Ian MacNicol Hin 25 ára gamla sundkona Penny Oleksiak, sem á flest verðlaun kanadískra kvenna á Ólympíuleikum, hefur verið úrskurðuð í tveggja ára bann fyrir brot á reglum um lyfjapróf. Oleksiak varð algjör stjarna aðeins 16 ára gömul, þegar hún rakaði inn verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð meðal annars Ólympíumeistari í 100 metra skriðsundi. Oleksiak og kanadíska sundsambandið hafa þvertekið fyrir að hún hafi nokkurn tímann gerst sek um að neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja. Hún þarf engu að síður að sæta tveggja ára banni en það er vegna þess að hún hefur í þrígang gerst sek um að veita ekki réttar upplýsingar um dvalarstað sinn hverju sinni, svo að hægt væri að kalla hana inn í lyfjapróf hvenær sem er. Penny Oleksiak varð að þjóðhetju í Kanada þegar hún vann gull í Ríó árið 2016, aðeins 16 ára gömul. Þær Simone Manuel hlutu báðar gull í 100 metra skriðsundi.Getty/Clive Rose Brotin áttu sér stað frá október í fyrra og fram í júní á þessu ári, og samþykkti Oleksiak bann frá keppni frá og með júlí á meðan að málið var til rannsóknar. Nú hefur hún verið dæmd í tveggja ára bann en það þýðir jafnframt að hún má keppa á næstu Ólympíuleikum sem fram fara í Los Angeles sumarið 2028. Banninu lýkur sem sagt 14. júlí 2027. Samþykkja bannið en hafna því að hún hafi neytt ólöglegra lyfja „Þótt við tökum skýringu Penny gilda um að þessi mistök séu óviljandi og að hún hafi ekki notað ólögleg efni, þá eru lyfjareglur til staðar til að tryggja jafna samkeppnisstöðu íþróttafólks, segir Suzanne Paulins, yfirmaður hjá kanadíska sundsambandinu. Oleksiak hefur ekki tjáð sig um bannið sjálf en sagði eftir að ljóst var að hún yrði ekki með á HM í sumar að hún hefði ekki neytt ólöglegra lyfja. „Ég vil leggja áherslu á að dvalarstaðamálið snýst ekki um neins konar ólögleg efni. Það snýst um hvort ég hafi uppfært upplýsingarnar mínar rétt,“ sagði kanadíska sundkonan þá. Oleksiak hefur alls unnið til sjö verðlauna á Ólympíuleikum, flest allra kanadískra kvenna, auk fjölda verðlauna á heimsmeistaramótum. Sund Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Oleksiak varð algjör stjarna aðeins 16 ára gömul, þegar hún rakaði inn verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð meðal annars Ólympíumeistari í 100 metra skriðsundi. Oleksiak og kanadíska sundsambandið hafa þvertekið fyrir að hún hafi nokkurn tímann gerst sek um að neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja. Hún þarf engu að síður að sæta tveggja ára banni en það er vegna þess að hún hefur í þrígang gerst sek um að veita ekki réttar upplýsingar um dvalarstað sinn hverju sinni, svo að hægt væri að kalla hana inn í lyfjapróf hvenær sem er. Penny Oleksiak varð að þjóðhetju í Kanada þegar hún vann gull í Ríó árið 2016, aðeins 16 ára gömul. Þær Simone Manuel hlutu báðar gull í 100 metra skriðsundi.Getty/Clive Rose Brotin áttu sér stað frá október í fyrra og fram í júní á þessu ári, og samþykkti Oleksiak bann frá keppni frá og með júlí á meðan að málið var til rannsóknar. Nú hefur hún verið dæmd í tveggja ára bann en það þýðir jafnframt að hún má keppa á næstu Ólympíuleikum sem fram fara í Los Angeles sumarið 2028. Banninu lýkur sem sagt 14. júlí 2027. Samþykkja bannið en hafna því að hún hafi neytt ólöglegra lyfja „Þótt við tökum skýringu Penny gilda um að þessi mistök séu óviljandi og að hún hafi ekki notað ólögleg efni, þá eru lyfjareglur til staðar til að tryggja jafna samkeppnisstöðu íþróttafólks, segir Suzanne Paulins, yfirmaður hjá kanadíska sundsambandinu. Oleksiak hefur ekki tjáð sig um bannið sjálf en sagði eftir að ljóst var að hún yrði ekki með á HM í sumar að hún hefði ekki neytt ólöglegra lyfja. „Ég vil leggja áherslu á að dvalarstaðamálið snýst ekki um neins konar ólögleg efni. Það snýst um hvort ég hafi uppfært upplýsingarnar mínar rétt,“ sagði kanadíska sundkonan þá. Oleksiak hefur alls unnið til sjö verðlauna á Ólympíuleikum, flest allra kanadískra kvenna, auk fjölda verðlauna á heimsmeistaramótum.
Sund Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira