Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 15:09 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er undir mikill pressu og enn meiri eftir hræðileg úrslit í gær. Getty/Visionhaus Það er enginn vafi í huga helsta knattspyrnusérfræðings breska ríkisútvarpsins. Það er sannkallað krísuástand á Anfield eftir hryllinginn í gær. „Liverpool í algerri krísu og Slot undir gríðarlegri pressu,“ er fyrirsögnin á pistli Phil McNulty um 3-0 tap Liverpool á móti Nottingham Forest á Anfield, liði sem byrjaði daginn í nítjándu sæti deildarinnar. „Arne Slot er ekki lengur að reyna að bjarga Englandsmeisturum Liverpool frá því að misstíga sig. Hryllingssýningin á Anfield á laugardaginn gegn Nottingham Forest var fall beint ofan í hyldýpið,“ skrifaði McNulty. Algjör krísa „Það sem flestir töldu í mesta lagi vera smá hiksta, byggt á sannfærandi sönnunargögnum frá fyrsta titilári Slot á síðasta tímabili, er nú orðið að algerri krísu hjá Liverpool og þjálfaranum sem er í vanda staddur,“ skrifaði McNulty. „Hversu slæmt þetta er er erfitt að mæla en þetta var mjög slæmt,“ sagði Slot sjálfur eftir leik. „Að spila á heimavelli og tapa 3-0, sama hvaða liði þú mætir, eru mjög, mjög slæm úrslit,“ sagði Slot. 🚨 Arne Slot: “If things go well or things go bad it's always my responsibility. I tried to adjust a few things that didn't really work out”.“We have quality players. It's my job to get the best out of them. I am not at the moment. It's my responsibility”. pic.twitter.com/kqEPmGSOkU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 22, 2025 „Enginn getur haldið því fram að starf Slot sé í bráðri hættu eftir afrek hans í kjölfar þess að hann tók við af Jurgen Klopp, en fótboltinn er svo miskunnarlaus að hann er nú undir alvarlegri pressu að snúa blaðinu við sem ógnar því að gleypa Anfield,“ skrifaði McNulty. Mjög veikur undirbúningur Hann bendir á það að knattspyrnustjóri Liverpool, hver sem hann er, sé alltaf undir pressu að vinna leiki en núna sé hann undir enn meiri pressu og eftirliti eftir að hafa tapað sex af sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það er jafnmikið og í síðustu 58 leikjum þeirra þar á undan. Þeir hafa tapað tveimur af síðustu þremur heimaleikjum sínum í deildinni, jafnmörgum og í síðustu 53 þar á undan. „Ósigrandi ásýndin sem Liverpool bar með sér á síðasta tímabili hefur vikið fyrir veikum – mjög veikum – undirbúningi. Og hann hefur verið til staðar frá byrjun tímabilsins. Það þarf mikið til að eyða 450 milljónum punda til að gera Liverpool-lið, sem gekk að titlinum á síðasta tímabili, verra en miðað við það sem hefur sést hingað til hafa Slot og leikmannakaupadeild félagsins náð því afreki,“ skrifaði McNulty en það má lesa allan pistilinn hér. ‼️ Slot has run out of road at LiverpoolLiverpool look like a side searching for themselves on a map with no roads, and the longer it goes on, the clearer it becomes that Arne Slot has not given them the tools to cope, regardless of what the signs say.They can start games… pic.twitter.com/4tFiQb0zDQ— Eddie Gibbs (@eddiegibbs) November 23, 2025 Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
„Liverpool í algerri krísu og Slot undir gríðarlegri pressu,“ er fyrirsögnin á pistli Phil McNulty um 3-0 tap Liverpool á móti Nottingham Forest á Anfield, liði sem byrjaði daginn í nítjándu sæti deildarinnar. „Arne Slot er ekki lengur að reyna að bjarga Englandsmeisturum Liverpool frá því að misstíga sig. Hryllingssýningin á Anfield á laugardaginn gegn Nottingham Forest var fall beint ofan í hyldýpið,“ skrifaði McNulty. Algjör krísa „Það sem flestir töldu í mesta lagi vera smá hiksta, byggt á sannfærandi sönnunargögnum frá fyrsta titilári Slot á síðasta tímabili, er nú orðið að algerri krísu hjá Liverpool og þjálfaranum sem er í vanda staddur,“ skrifaði McNulty. „Hversu slæmt þetta er er erfitt að mæla en þetta var mjög slæmt,“ sagði Slot sjálfur eftir leik. „Að spila á heimavelli og tapa 3-0, sama hvaða liði þú mætir, eru mjög, mjög slæm úrslit,“ sagði Slot. 🚨 Arne Slot: “If things go well or things go bad it's always my responsibility. I tried to adjust a few things that didn't really work out”.“We have quality players. It's my job to get the best out of them. I am not at the moment. It's my responsibility”. pic.twitter.com/kqEPmGSOkU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 22, 2025 „Enginn getur haldið því fram að starf Slot sé í bráðri hættu eftir afrek hans í kjölfar þess að hann tók við af Jurgen Klopp, en fótboltinn er svo miskunnarlaus að hann er nú undir alvarlegri pressu að snúa blaðinu við sem ógnar því að gleypa Anfield,“ skrifaði McNulty. Mjög veikur undirbúningur Hann bendir á það að knattspyrnustjóri Liverpool, hver sem hann er, sé alltaf undir pressu að vinna leiki en núna sé hann undir enn meiri pressu og eftirliti eftir að hafa tapað sex af sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það er jafnmikið og í síðustu 58 leikjum þeirra þar á undan. Þeir hafa tapað tveimur af síðustu þremur heimaleikjum sínum í deildinni, jafnmörgum og í síðustu 53 þar á undan. „Ósigrandi ásýndin sem Liverpool bar með sér á síðasta tímabili hefur vikið fyrir veikum – mjög veikum – undirbúningi. Og hann hefur verið til staðar frá byrjun tímabilsins. Það þarf mikið til að eyða 450 milljónum punda til að gera Liverpool-lið, sem gekk að titlinum á síðasta tímabili, verra en miðað við það sem hefur sést hingað til hafa Slot og leikmannakaupadeild félagsins náð því afreki,“ skrifaði McNulty en það má lesa allan pistilinn hér. ‼️ Slot has run out of road at LiverpoolLiverpool look like a side searching for themselves on a map with no roads, and the longer it goes on, the clearer it becomes that Arne Slot has not given them the tools to cope, regardless of what the signs say.They can start games… pic.twitter.com/4tFiQb0zDQ— Eddie Gibbs (@eddiegibbs) November 23, 2025
Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira