Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2025 22:03 Pep Guardiola, ýtir hér myndatökumanni Sky Sports frá sér eftir leikinn á móti Newcastle. Getty/George Wood Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gekk beint að dómara leiksins, Sam Barrott, eftir að Manchester City tapaði 2-1 fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Guardiola og City-menn töldu sig hafa verið beitta órétti varðandi vítaspyrnuákvörðun, mögulega hendi og nauma rangstöðu í tapi sem skildi þá eftir í þriðja sæti deildarinnar – fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal og með einn leik meira spilaðan. Guardiola var þó ekki í skapi til að ræða dómgæsluna eftir leikinn. Þegar BBC Sport spurði hann hvað hefði farið fram í samtali hans við Barrott, reyndi Guardiola að halda aftur af tilfinningum sínum og svaraði einfaldlega: „Ekkert. Allt er í lagi,“ sagði Guardiola. „Þetta er bara svona“ Sky Sports greindi frá því að Guardiola hefði farið inn í herbergi dómarans á St James' Park eftir leikinn og þegar gengið var á hann vegna þessa sagði hann aftur: „Allt er í lagi“ og „þetta er bara svona.“ Pep Guardiola with a cameraman at full-time at St. James’ Park 😳 pic.twitter.com/y6QDGi56Xw— ESPN UK (@ESPNUK) November 22, 2025 Guardiola hafði líka ýtt myndatökumanni eftir leik sem honum fannst greinilega vera fyrir sér eða of nærgöngull. Atvikið umdeilda átti sér stað í fyrri hálfleiknum. Þegar staðan var 0-0 á 18. mínútu komst Phil Foden inn í teiginn og átti skot sem fór fram hjá. Varnarmaður Newcastle, Fabian Schär, kom á fleygiferð og fór með tökkunum í vinstri ökkla miðjumannsins, sem varð til þess að enski leikstjórnandinn lá eftir sárkvalinn. Dómarinn Barrott dæmdi þó aðeins markspyrnu fyrir heimamenn og myndbandsdómarinn Craig Pawson var sammála ákvörðun vallardómarans. Samkvæmt handbók ensku úrvalsdeildarinnar „ætti leikurinn yfirleitt að halda áfram“. Hins vegar segir í reglunum einnig að þegar „snerting er annaðhvort gáleysisleg (gult spjald) eða um er að ræða alvarlegt leikbrot (rautt spjald), þá sé vítaspyrna og viðeigandi refsing væntanleg niðurstaða.“ Í þessu tilviki taldi Barrott tæklingu Schärs ekki vera gáleysislega en knattspyrnusérfræðingar voru klofnir í afstöðu sinni eftir leikinn. „Ég held að þetta sé vítaspyrna“ „Ég held að þetta sé vítaspyrna,“ sagði Wayne Rooney, fyrrverandi framherji Manchester United og Englands, við BBC Sport. „Dómarinn gæti hafa litið á þá staðreynd að hann náði skotinu áður en snertingin átti sér stað, en tækling Schärs hafði áhrif á undirbúning Fodens fyrir skotið og svo varð snerting. Þetta er brot,“ sagði Rooney. „Ég held að Schär nái ekki boltanum, en ég held að þetta sé ekki vítaspyrna,“ sagði Jonathan Woodgate, fyrrverandi varnarmaður Newcastle, á BBC Radio 5 Live: „Held að hann geri ekki nóg“ „Ég held að hann geri ekki nóg,“ sagði Woodgate. Micah Richards, fyrrverandi varnarmaður Manchester City, sagði á Sky Sports að „það sé snerting“ en það sem hafi bjargað Schär væri sú staðreynd að Foden hafði þegar tekið skotið. „Ég held að þetta sé ekki nóg til að breyta ákvörðuninni,“ bætti Richards við. Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Guardiola og City-menn töldu sig hafa verið beitta órétti varðandi vítaspyrnuákvörðun, mögulega hendi og nauma rangstöðu í tapi sem skildi þá eftir í þriðja sæti deildarinnar – fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal og með einn leik meira spilaðan. Guardiola var þó ekki í skapi til að ræða dómgæsluna eftir leikinn. Þegar BBC Sport spurði hann hvað hefði farið fram í samtali hans við Barrott, reyndi Guardiola að halda aftur af tilfinningum sínum og svaraði einfaldlega: „Ekkert. Allt er í lagi,“ sagði Guardiola. „Þetta er bara svona“ Sky Sports greindi frá því að Guardiola hefði farið inn í herbergi dómarans á St James' Park eftir leikinn og þegar gengið var á hann vegna þessa sagði hann aftur: „Allt er í lagi“ og „þetta er bara svona.“ Pep Guardiola with a cameraman at full-time at St. James’ Park 😳 pic.twitter.com/y6QDGi56Xw— ESPN UK (@ESPNUK) November 22, 2025 Guardiola hafði líka ýtt myndatökumanni eftir leik sem honum fannst greinilega vera fyrir sér eða of nærgöngull. Atvikið umdeilda átti sér stað í fyrri hálfleiknum. Þegar staðan var 0-0 á 18. mínútu komst Phil Foden inn í teiginn og átti skot sem fór fram hjá. Varnarmaður Newcastle, Fabian Schär, kom á fleygiferð og fór með tökkunum í vinstri ökkla miðjumannsins, sem varð til þess að enski leikstjórnandinn lá eftir sárkvalinn. Dómarinn Barrott dæmdi þó aðeins markspyrnu fyrir heimamenn og myndbandsdómarinn Craig Pawson var sammála ákvörðun vallardómarans. Samkvæmt handbók ensku úrvalsdeildarinnar „ætti leikurinn yfirleitt að halda áfram“. Hins vegar segir í reglunum einnig að þegar „snerting er annaðhvort gáleysisleg (gult spjald) eða um er að ræða alvarlegt leikbrot (rautt spjald), þá sé vítaspyrna og viðeigandi refsing væntanleg niðurstaða.“ Í þessu tilviki taldi Barrott tæklingu Schärs ekki vera gáleysislega en knattspyrnusérfræðingar voru klofnir í afstöðu sinni eftir leikinn. „Ég held að þetta sé vítaspyrna“ „Ég held að þetta sé vítaspyrna,“ sagði Wayne Rooney, fyrrverandi framherji Manchester United og Englands, við BBC Sport. „Dómarinn gæti hafa litið á þá staðreynd að hann náði skotinu áður en snertingin átti sér stað, en tækling Schärs hafði áhrif á undirbúning Fodens fyrir skotið og svo varð snerting. Þetta er brot,“ sagði Rooney. „Ég held að Schär nái ekki boltanum, en ég held að þetta sé ekki vítaspyrna,“ sagði Jonathan Woodgate, fyrrverandi varnarmaður Newcastle, á BBC Radio 5 Live: „Held að hann geri ekki nóg“ „Ég held að hann geri ekki nóg,“ sagði Woodgate. Micah Richards, fyrrverandi varnarmaður Manchester City, sagði á Sky Sports að „það sé snerting“ en það sem hafi bjargað Schär væri sú staðreynd að Foden hafði þegar tekið skotið. „Ég held að þetta sé ekki nóg til að breyta ákvörðuninni,“ bætti Richards við.
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira