Innlent

Nýjungar og mörg tæki­færi í ferða­þjónustu í Ölfusi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Páll Marvin Jónsson, sem stýrir Ölfus Cluster verkefninu og við heyrðum líka í Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, sem skrifuðu undir samstarfssamning á fundinum í Þorlákshöfn.
Páll Marvin Jónsson, sem stýrir Ölfus Cluster verkefninu og við heyrðum líka í Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, sem skrifuðu undir samstarfssamning á fundinum í Þorlákshöfn. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikill hugur er í íbúum í Ölfusi að styrkja enn frekar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu með margvíslegum hætti og er ein hugmyndin að búa til svokallaðan „Eldhring“ svipað og Gullna hringinn svonefnda.

Fjölmennur fundur þar sem forsvarsfólk ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu Ölfusi og fleiri góðir gestir var haldin í Ráðhúsi Ölfus í Þorlákshöfn á fimmtudaginn þar sem farið var yfir stöðu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og horft til framtíðar. 

Á fundinum var meðal annars skrifað undir samstarfssamning á milli Ölfus Cluster við Íslenska ferðaklasans. Páll Marvin Jónsson fer fyrir Ölfus Cluster og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri íslenska ferðaklasans.

„Þetta hljómar mjög spennandi og þvílíkt tækifæri í þessu sveitarfélagi hér og í rauninni kannski ekkert allir, sem gera sér grein fyrir því hvað það er víðfeðmt og hvað það er rosaleg fjölbreytni í atvinnulífinu og þar á ferðaþjónustan svo mikið inni,” segir Ásta Kristín.

„Við höfum svo mikið land, þetta er svo stórt landsvæði og fallegt og oft er fegurðin í einfaldleikanum eins og hérna þar sem engir skógar byrgja sýn og er oft svo fallegt en þá er útsýnið svo mikið og fallegt og auðvitað heitu svæðin,” segir Páll Marvin.

Páll Marvin Jónsson, sem fer fyrir Ölfus Cluster stýrði fundinum af röggsemi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Páll Marvin og Ásta Kristín er nú að skipuleggja nýja og spennandi leið fyrir ferðamenn en vinnuheiti hans er “Eldhringurinn”

Ein af glærum fundarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Hugmyndin er að búa til tengingu hérna á milli, Reykjanesi og Ölfus og jafnvel inn á Suðurlandið með svona eins konar systurhring Gullhringsins og Eldfjallaleiðarinnar. Þannig að þetta eru bara tækifæri til að efla samstarfið innan þessara svæða,” sagði Páll Marvin.

Heimasíða Ölfus Cluster




Fleiri fréttir

Sjá meira


×