Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2025 11:16 Arne Slot sagði frá meiðslum Conor Bradley á blaðamannafundinum í dag. Getty/Nick Potts Arne Slot tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Liverpool yrði án Conor Bradley og Florian Wirtz á morgun, gegn Nottingham Forest. Hann var spurður út í áhrif fráfalls Diogo Jota á Liverpool-liðið en sagði ekki koma til greina að kenna því um gengi liðsins á leiktíðinni. Bradley verður frá keppni næstu þrjár vikurnar en Wirtz í skemmri tíma. Liverpool verður einnig án Jeremie Frimpong sem skapar mikil vandræði með stöðu hægri bakvarðar, nú þegar framundan eru sjö leikir á þremur vikum. Góðu fréttirnar fyrir Liverpool eru að Alisson ætti að geta snúið aftur í markið á morgun. Slot var svo spurður út í viðtal Andy Robertson eftir að Skotar tryggðu sig inn á HM á mánudaginn, þar sem vinstri bakvörðurinn sagðist hafa hugsað til Jota allan daginn, og hvort að honum þætti gagnrýnin á Liverpool ósanngjörn eftir áfallið í sumar. „Það verður alltaf þannig að gagnrýnin er stundum sanngjörn og stundum ósanngjörn. Ég sá viðtalið í beinni og ég veit að þetta er ákveðið mál fyrir okkur, sem er algjörlega eðlilegt. En svo hugsar maður líka og finnur svo mikið til með konu hans og börnum því þetta er svo, svo mikið erfiðara fyrir þau en fyrir okkur,“ sagði Slot en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan. Klippa: Arne Slot á blaðamannafundi „Það er alveg á hreinu að við söknum leikmannsins og manneskjunnar,“ hélt Slot áfram. „Það er kannski til að undirstrika það að við erum núna að mæta Nottingham Forest og á síðustu leiktíð vorum við 1-0 undir gegn Forest en það tók hann [Jota] bara eina mínútu að skora og jafna metin. Þarna er ég að tala um leikmanninn, sem við söknum svo sannarlega. Okkur hefur ekki tekist eins oft á þessari leiktíð að koma til baka eftir að hafa lent undir. Hann átti algjörlega sinn þátt í þessu á síðustu leiktíð. En við söknum hans auðvitað líka sem manneskju. Ég vil samt undirstrika að kona hans og börn sakna hans mun meira og foreldrar hans einnig,“ sagði Slot. Spurður frekar út i það hvernig sé að takast á við missinn af Jota sagði Slot: „Það er gott fyrir okkur að minnast hans stöðugt sem leikmannsins og manneskjunnar sem hann var. En það er ómögulegt að meta hver áhrifin eru á leikmennina og úrslitin. Það síðasta sem ég myndi gera er að nota þetta sem afsökun, einfaldlega því ég veit ekki áhrifin. Ég veit að við söknum hans sem leikmanns, og sem manneskju en ég veit ekki hvaða áhrif það hefur á frammistöðu okkar og úrslit. Við munum aldrei nota það sem afsökun.“ Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Bradley verður frá keppni næstu þrjár vikurnar en Wirtz í skemmri tíma. Liverpool verður einnig án Jeremie Frimpong sem skapar mikil vandræði með stöðu hægri bakvarðar, nú þegar framundan eru sjö leikir á þremur vikum. Góðu fréttirnar fyrir Liverpool eru að Alisson ætti að geta snúið aftur í markið á morgun. Slot var svo spurður út í viðtal Andy Robertson eftir að Skotar tryggðu sig inn á HM á mánudaginn, þar sem vinstri bakvörðurinn sagðist hafa hugsað til Jota allan daginn, og hvort að honum þætti gagnrýnin á Liverpool ósanngjörn eftir áfallið í sumar. „Það verður alltaf þannig að gagnrýnin er stundum sanngjörn og stundum ósanngjörn. Ég sá viðtalið í beinni og ég veit að þetta er ákveðið mál fyrir okkur, sem er algjörlega eðlilegt. En svo hugsar maður líka og finnur svo mikið til með konu hans og börnum því þetta er svo, svo mikið erfiðara fyrir þau en fyrir okkur,“ sagði Slot en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan. Klippa: Arne Slot á blaðamannafundi „Það er alveg á hreinu að við söknum leikmannsins og manneskjunnar,“ hélt Slot áfram. „Það er kannski til að undirstrika það að við erum núna að mæta Nottingham Forest og á síðustu leiktíð vorum við 1-0 undir gegn Forest en það tók hann [Jota] bara eina mínútu að skora og jafna metin. Þarna er ég að tala um leikmanninn, sem við söknum svo sannarlega. Okkur hefur ekki tekist eins oft á þessari leiktíð að koma til baka eftir að hafa lent undir. Hann átti algjörlega sinn þátt í þessu á síðustu leiktíð. En við söknum hans auðvitað líka sem manneskju. Ég vil samt undirstrika að kona hans og börn sakna hans mun meira og foreldrar hans einnig,“ sagði Slot. Spurður frekar út i það hvernig sé að takast á við missinn af Jota sagði Slot: „Það er gott fyrir okkur að minnast hans stöðugt sem leikmannsins og manneskjunnar sem hann var. En það er ómögulegt að meta hver áhrifin eru á leikmennina og úrslitin. Það síðasta sem ég myndi gera er að nota þetta sem afsökun, einfaldlega því ég veit ekki áhrifin. Ég veit að við söknum hans sem leikmanns, og sem manneskju en ég veit ekki hvaða áhrif það hefur á frammistöðu okkar og úrslit. Við munum aldrei nota það sem afsökun.“
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira