Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2025 07:56 Willum Þór Willumsson og félagar í Birmingham eru að fá nýjan leikvang en það eru þó mörg ár í það að þeir spili þar. Getty/Jack Thomas/ Íslendingaliðið Birmingham City hefur verið á mikilli uppleið síðustu ár og hefur líka fengið mikla heimsathygli fyrir neðri deildarlið í Englandi eftir að NFL-goðsögnin Tom Brady kom inn í eigendahópinn. Birmingham er reyndar bara í ellefta sæti í ensku B-deildinni og tapaði síðasta deildarleik sínum gegn Middlesbrough. Það er því ekki mikið til að gleðjast yfir á 150 ára afmæli félagsins nema þá kannski metnaðarfull framtíðarsýn eigendanna. Birmingham kynnti nefnilega stórglæsilegan og óvenjulegan nýjan leikvang sinn í gær. Our new stadium.A statement of intent for the City of Birmingham and the West Midlands, testament to a region that is on the rise. pic.twitter.com/m2kfIp7PeH— Birmingham City FC (@BCFC) November 20, 2025 Birmingham spilar núna á St Andrew's-leikvanginum sem tekur tæplega þrjátíu þúsund áhorfendur en þegar tímabilið 2030/2031 hefst er áætlað að félagið spili á nýjum leikvangi í Bordesley Green sem er í austurhluta Birmingham. Formaður félagsins, Tom Wagner, kallar nýja leikvanginn „gríðarlegan áfanga“. Í kynningarmyndbandi fyrir leikvanginn sparar hann ekki stóru orðin. Í kynningarmyndbandinu komu einnig fram meðeigandi félagsins, Tom Brady, Jude Bellingham sem er uppalinn í Birmingham, og leikarinn Paul Anderson sem leikur Arthur Shelby í vinsælu þáttaröðinni Peaky Blinders. „Ég hef séð hönnunina. Þið munuð fá virkilega frábæra upplifun,“ segir Tom Brady. Leikvangurinn á að hafa þak sem hægt er að opna og völl sem hægt er breyta til að skapa pláss fyrir tónleika og aðra viðburði. Stúkurnar eru líka eins brattar og reglur leyfa, þar sem Birmingham vill skapa vegg af stuðningsmönnum. Það allra sérstakasta er þá tengt þaki leikvangsins. Tólf risastórir reykháfar verða á byggingunni sem vísar til múrsteinsverksmiðjanna sem voru á sama stað áður fyrr, en þeir styðja einnig við þakið og hýsa stiga og lyftur sem stuðla að loftræstingu. Ein af lyftunum leiðir þannig upp á hæsta bar Birmingham. „Allt of oft líta leikvangar út eins og geimskip sem hefðu getað lent hvar sem er og sem gera svæðið í kringum sig sótthreinsað. Þessi leikvangur vex upp úr sál Birmingham sjálfrar,“ segir stofnandi og hönnunarstjóri Heatherwick Studio, Thomas Heatherwick. Samkvæmt breskum fjölmiðlum mun leikvangurinn kosta 1,2 milljarða breskra punda, sem jafngildir meira en tvö hundruð milljörðum íslenskra króna. Með Birmingham spila íslensku leikmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted. A momentous day in the Club's history. 🏟️We are proud to unveil the designs for our NEW 62,000-capacity stadium, developed by the world-renowned Heatherwick Studio and MANICA Architecture. pic.twitter.com/99dQG09ZC1— Birmingham City FC (@BCFC) November 20, 2025 Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Birmingham er reyndar bara í ellefta sæti í ensku B-deildinni og tapaði síðasta deildarleik sínum gegn Middlesbrough. Það er því ekki mikið til að gleðjast yfir á 150 ára afmæli félagsins nema þá kannski metnaðarfull framtíðarsýn eigendanna. Birmingham kynnti nefnilega stórglæsilegan og óvenjulegan nýjan leikvang sinn í gær. Our new stadium.A statement of intent for the City of Birmingham and the West Midlands, testament to a region that is on the rise. pic.twitter.com/m2kfIp7PeH— Birmingham City FC (@BCFC) November 20, 2025 Birmingham spilar núna á St Andrew's-leikvanginum sem tekur tæplega þrjátíu þúsund áhorfendur en þegar tímabilið 2030/2031 hefst er áætlað að félagið spili á nýjum leikvangi í Bordesley Green sem er í austurhluta Birmingham. Formaður félagsins, Tom Wagner, kallar nýja leikvanginn „gríðarlegan áfanga“. Í kynningarmyndbandi fyrir leikvanginn sparar hann ekki stóru orðin. Í kynningarmyndbandinu komu einnig fram meðeigandi félagsins, Tom Brady, Jude Bellingham sem er uppalinn í Birmingham, og leikarinn Paul Anderson sem leikur Arthur Shelby í vinsælu þáttaröðinni Peaky Blinders. „Ég hef séð hönnunina. Þið munuð fá virkilega frábæra upplifun,“ segir Tom Brady. Leikvangurinn á að hafa þak sem hægt er að opna og völl sem hægt er breyta til að skapa pláss fyrir tónleika og aðra viðburði. Stúkurnar eru líka eins brattar og reglur leyfa, þar sem Birmingham vill skapa vegg af stuðningsmönnum. Það allra sérstakasta er þá tengt þaki leikvangsins. Tólf risastórir reykháfar verða á byggingunni sem vísar til múrsteinsverksmiðjanna sem voru á sama stað áður fyrr, en þeir styðja einnig við þakið og hýsa stiga og lyftur sem stuðla að loftræstingu. Ein af lyftunum leiðir þannig upp á hæsta bar Birmingham. „Allt of oft líta leikvangar út eins og geimskip sem hefðu getað lent hvar sem er og sem gera svæðið í kringum sig sótthreinsað. Þessi leikvangur vex upp úr sál Birmingham sjálfrar,“ segir stofnandi og hönnunarstjóri Heatherwick Studio, Thomas Heatherwick. Samkvæmt breskum fjölmiðlum mun leikvangurinn kosta 1,2 milljarða breskra punda, sem jafngildir meira en tvö hundruð milljörðum íslenskra króna. Með Birmingham spila íslensku leikmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted. A momentous day in the Club's history. 🏟️We are proud to unveil the designs for our NEW 62,000-capacity stadium, developed by the world-renowned Heatherwick Studio and MANICA Architecture. pic.twitter.com/99dQG09ZC1— Birmingham City FC (@BCFC) November 20, 2025
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira