Handbolti

KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan

Ágúst Orri Arnarson skrifar
KA fagnaði sætum sigri í kvöld.
KA fagnaði sætum sigri í kvöld. vísir

KA bar sigur úr býtum í Akureyrarslagnum í Olís deild karla. Lokatölur 32-38gegn Þór.

Þetta var mikill slagur milli þessara erkifjenda, harka á báðum endum vallarins og leikmenn köstuðu sér á eftir öllum lausum boltum.

Leikurinn var því bráðskemmtilegur og mjög spennandi framan af en spennan minnkaði eftir því sem líða fór á.

KA tók völdin í seinni hálfleik og náði fjögurra stiga forystu sem liðið lét aldrei af hendi.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti stórleik fyrir KA og skoraði 14 mörk, auk þess að gefa 7 stoðsendingar.

Sigurinn kemur KA upp fyrir FH í fjórða sæti deildarinnar en Þór er í tíunda sætinu, jafnt Selfossi að stigum.


Tengdar fréttir

Haukar fóru létt með HK

Haukar lögðu HK örugglega að velli með 33-19 sigri á Ásvöllum í Olís deild karla í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×