„Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2025 14:30 Gabriel hjá Arsenal og Antoine Semenyo hjá Bournemouth eru báðir að glíma við meiðsli sem eru slæmar fréttir fyrir mörg Fantasy-lið landsmanna. Getty/Ryan Pierse/Dan Mullan Fjarvera Gabriel hjá Arsenal og Antoine Semenyo hjá Bournemouth er ekki aðeins slæm fyrir liðin þeirra því þetta eru líka slæmar fréttir fyrir marga Fantasy-spilara. Fantasýn fór yfir stöðuna með þessa tvo öflugu leikmenn. Þeir Gabriel og Semenyo hafa skilað ófáum stigum á tímabilinu til þessa og eru því í mörgum Fantasy-liðum. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir eru báðir meiddir og Fantasýn-menn reyndu að svara því hvað sé best að gera í þessari stöðu. Fantasýn er Fantasy Premier League-hlaðvarp Sýnar, heimili enska boltans á Íslandi, og þáttastjórnendur eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. Nýjasti þátturinn heitir „Tveir á toppnum“ og í honum voru mættir tveir fyrrum Íslandsmeistarar í Fantasy Premier League. Gabriel er lykilmaður í vörn Arsenal sem fær varla á sig mark og er auk þess að búa til mörk í föstum leikatriðum. Semenyo er bæði að skora og leggja upp mörk fyrir Bournemouth-liðið. „Við erum með lækni í stúdíóinu, doktor Gunnar Björn. Talandi um annað ertu ekki smá pirraður yfir því að það hafi einhver annar tekið upp nafnið doktor FPL á Íslandi,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. Þarf að finna sé doktorsnafn „Ég hef hugsað þetta og við erum líka með Doktor Football. Við erum með doktora úti um allt og ég þarf að fara að finna mér eitthvað gott doktorsnafn,“ sagði Gunnar Björn Ólafsson. Hann var gestur þáttarins en þarna er á ferðinni stigahæsti leikmaður Fantasy Premier League á Íslandi tímabilið 2019-2020. „Við vinnum í því en við þurfum þitt álit,“ sagði Albert. „Doktor Gunni er náttúrulega klassík,“ sagði Gunnar. „Gabriel fer út af í landsleik á móti Brasilíu. Það er talað um vöðvameiðsl og hann heldur þarna um nárann á sér með einhvern klakapoka. Við hverju ert þú að búast sem læknir,“ spurði Albert. „Ég skoðaði þetta aðeins og þetta virtist ekki líta neitt alltof vel út. Hann virtist alveg finna til og vægar tognanir taka alltaf nokkrar vikur þó að þetta sé ekkert eitthvað háalvarlegt,“ sagði Gunnar. Arteta segir okkur aldrei neitt Það var rétt hjá Gunnari því nú er komið í ljós að Gabriel missir af næsta mánuði og spilar líklegast ekki aftur fyrr en á nýju ári. „Arteta segir okkur aldrei neitt og ég er ekki bjartsýnn á það að hann segi okkur eitthvað á blaðamannafundinum,“ sagði Gunnar. „Ef þetta eru fjórar til sex vikur þá er hann bara ‚must sell'. Við erum að fara inn í jólatörnina og hann er þá að missa af einhverjum sex til sjö leikvikum. Það er ekkert í boði og maður þarf þá bara að losa hann,“ sagði Albert. „Algjörlega,“ sagði Gunnar. Aðeins að íhuga ‚wild card' núna „Ég tók Gabriel það seint inn að ég er ekki að tapa miklu með því að losa hann,“ sagði Heiðmar Eyjólfsson sem var líka gestur í þætti vikunnar og hefur líka orðið tigahæsti leikmaður Fantasy Premier League á Íslandi. „Ég er aðeins að íhuga ‚wild card' núna. Það fer eftir því hvað kemur út úr þessu með Semenyo og Gabriel,“ sagði Heiðmar. Það má hlusta á þá ræða hvað sé besta að gera með þessa meiddu menn í þættinum sem er allur aðgengilegur hér fyrir neðan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Fantasýn fór yfir stöðuna með þessa tvo öflugu leikmenn. Þeir Gabriel og Semenyo hafa skilað ófáum stigum á tímabilinu til þessa og eru því í mörgum Fantasy-liðum. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir eru báðir meiddir og Fantasýn-menn reyndu að svara því hvað sé best að gera í þessari stöðu. Fantasýn er Fantasy Premier League-hlaðvarp Sýnar, heimili enska boltans á Íslandi, og þáttastjórnendur eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. Nýjasti þátturinn heitir „Tveir á toppnum“ og í honum voru mættir tveir fyrrum Íslandsmeistarar í Fantasy Premier League. Gabriel er lykilmaður í vörn Arsenal sem fær varla á sig mark og er auk þess að búa til mörk í föstum leikatriðum. Semenyo er bæði að skora og leggja upp mörk fyrir Bournemouth-liðið. „Við erum með lækni í stúdíóinu, doktor Gunnar Björn. Talandi um annað ertu ekki smá pirraður yfir því að það hafi einhver annar tekið upp nafnið doktor FPL á Íslandi,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. Þarf að finna sé doktorsnafn „Ég hef hugsað þetta og við erum líka með Doktor Football. Við erum með doktora úti um allt og ég þarf að fara að finna mér eitthvað gott doktorsnafn,“ sagði Gunnar Björn Ólafsson. Hann var gestur þáttarins en þarna er á ferðinni stigahæsti leikmaður Fantasy Premier League á Íslandi tímabilið 2019-2020. „Við vinnum í því en við þurfum þitt álit,“ sagði Albert. „Doktor Gunni er náttúrulega klassík,“ sagði Gunnar. „Gabriel fer út af í landsleik á móti Brasilíu. Það er talað um vöðvameiðsl og hann heldur þarna um nárann á sér með einhvern klakapoka. Við hverju ert þú að búast sem læknir,“ spurði Albert. „Ég skoðaði þetta aðeins og þetta virtist ekki líta neitt alltof vel út. Hann virtist alveg finna til og vægar tognanir taka alltaf nokkrar vikur þó að þetta sé ekkert eitthvað háalvarlegt,“ sagði Gunnar. Arteta segir okkur aldrei neitt Það var rétt hjá Gunnari því nú er komið í ljós að Gabriel missir af næsta mánuði og spilar líklegast ekki aftur fyrr en á nýju ári. „Arteta segir okkur aldrei neitt og ég er ekki bjartsýnn á það að hann segi okkur eitthvað á blaðamannafundinum,“ sagði Gunnar. „Ef þetta eru fjórar til sex vikur þá er hann bara ‚must sell'. Við erum að fara inn í jólatörnina og hann er þá að missa af einhverjum sex til sjö leikvikum. Það er ekkert í boði og maður þarf þá bara að losa hann,“ sagði Albert. „Algjörlega,“ sagði Gunnar. Aðeins að íhuga ‚wild card' núna „Ég tók Gabriel það seint inn að ég er ekki að tapa miklu með því að losa hann,“ sagði Heiðmar Eyjólfsson sem var líka gestur í þætti vikunnar og hefur líka orðið tigahæsti leikmaður Fantasy Premier League á Íslandi. „Ég er aðeins að íhuga ‚wild card' núna. Það fer eftir því hvað kemur út úr þessu með Semenyo og Gabriel,“ sagði Heiðmar. Það má hlusta á þá ræða hvað sé besta að gera með þessa meiddu menn í þættinum sem er allur aðgengilegur hér fyrir neðan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira