Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 10:31 Steve McClaren hefur stýrt fótboltalandsliði Jamaíka í síðasta skiptið. Getty/Omar Vega Á meðan Heimir Hallgrímsson er að upplifa frábæra tíma með írska landsliðinu er ekki hægt að segja það sama um hans gömlu lærisveina í jamaíska landsliðinu og hvað þá með eftirmann hans. Jamaíka náði ekki að vinna Curacao á heimavelli í nótt og því komst smáþjóðin á HM á kostnað þeirra. Írar eiga enn möguleika á HM-sæti en Jamaíka er úr leik eins og íslenska landsliðið. Curacao tók með því metið sem Heimir Hallgrímsson setti með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi. Ísland er því ekki lengur fámennasta þjóðin í sögu HM. Steve McClaren tók við sem landsliðsþjálfari Jamaíka þegar Heimir hætti en eftir vonbrigðin í nótt sagði hann starfi sínu lausu. McClaren yfirgaf síðast landsliðsþjálfarastarf fyrir átján árum eftir að hafa ekki komist á stórmót þegar England missti af sæti á EM 2008. „Undanfarna átján mánuði hef ég gefið allt sem ég á í þetta starf,“ sagði hann. „Að leiða þetta lið hefur verið einn mesti heiður á ferli mínum,“ sagði Steve McClaren. „En fótbolti snýst um úrslit og í kvöld náðum við ekki markmiði okkar, sem var að komast áfram úr þessum riðli. Það er á ábyrgð leiðtogans að stíga fram, axla ábyrgð og taka ákvarðanir sem eru liðinu fyrir bestu,“ sagði McClaren. „Eftir djúpa íhugun og heiðarlegt mat á því hvar við erum stödd og hvert við þurfum að stefna, hef ég ákveðið að segja af mér sem aðalþjálfari jamaíska landsliðsins,“ sagði McClaren. „Stundum er það besta sem leiðtogi getur gert að viðurkenna hvenær þörf er á nýrri rödd, nýrri orku og öðru sjónarhorni til að koma liðinu áfram,“ sagði McClaren. Jamaíka lék 23 leiki undir stjórn Steve McClaren. Liðið vann ellefu þeirra, gerði sex jafntefli og tapaði sex leikjum. Markatalan var þrettán mörk í plús, 39-26, og liðið náði í 1,7 stig að meðaltali í leik. Jamaíka lék 27 leiki undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Liðið vann tíu þeirra, gerði sjö jafntefli og tapaði tíu leikjum. Markatalan var jöfn, 37-37, og liðið náði í 1,4 stig að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball) HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Sjá meira
Jamaíka náði ekki að vinna Curacao á heimavelli í nótt og því komst smáþjóðin á HM á kostnað þeirra. Írar eiga enn möguleika á HM-sæti en Jamaíka er úr leik eins og íslenska landsliðið. Curacao tók með því metið sem Heimir Hallgrímsson setti með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi. Ísland er því ekki lengur fámennasta þjóðin í sögu HM. Steve McClaren tók við sem landsliðsþjálfari Jamaíka þegar Heimir hætti en eftir vonbrigðin í nótt sagði hann starfi sínu lausu. McClaren yfirgaf síðast landsliðsþjálfarastarf fyrir átján árum eftir að hafa ekki komist á stórmót þegar England missti af sæti á EM 2008. „Undanfarna átján mánuði hef ég gefið allt sem ég á í þetta starf,“ sagði hann. „Að leiða þetta lið hefur verið einn mesti heiður á ferli mínum,“ sagði Steve McClaren. „En fótbolti snýst um úrslit og í kvöld náðum við ekki markmiði okkar, sem var að komast áfram úr þessum riðli. Það er á ábyrgð leiðtogans að stíga fram, axla ábyrgð og taka ákvarðanir sem eru liðinu fyrir bestu,“ sagði McClaren. „Eftir djúpa íhugun og heiðarlegt mat á því hvar við erum stödd og hvert við þurfum að stefna, hef ég ákveðið að segja af mér sem aðalþjálfari jamaíska landsliðsins,“ sagði McClaren. „Stundum er það besta sem leiðtogi getur gert að viðurkenna hvenær þörf er á nýrri rödd, nýrri orku og öðru sjónarhorni til að koma liðinu áfram,“ sagði McClaren. Jamaíka lék 23 leiki undir stjórn Steve McClaren. Liðið vann ellefu þeirra, gerði sex jafntefli og tapaði sex leikjum. Markatalan var þrettán mörk í plús, 39-26, og liðið náði í 1,7 stig að meðaltali í leik. Jamaíka lék 27 leiki undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Liðið vann tíu þeirra, gerði sjö jafntefli og tapaði tíu leikjum. Markatalan var jöfn, 37-37, og liðið náði í 1,4 stig að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball)
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu