Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2025 07:01 Björn Berg Gunnarsson svarar lesendum Vísis aðra hverja viku. Hægt er að senda honum spurningu í spurningaforminu hér fyrir neðan. Vísir/Vilhelm 38 ára kona spyr: „Mér stendur til boða að safna meiri séreign þegar ég greiði í lífeyrissjóð, en ég á svolítið erfitt með að átta mig á þessu. Hver er munurinn á séreign og samtryggingu?“ Það borgar sig heldur betur að þekkja muninn á þessu tvennu. Því sem næst öllu vinnandi fólki á Íslandi býðst, innan vissra marka, að velja hlutfall séreignar og samtryggingar sem safnað er í mánuði hverjum. Eðli málsins samkvæmt getum við ekki tekið ákvörðun um hvað hentar okkur nema við þekkjum þessar tvær megintegundir lífeyrissparnaðar. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi svarar spurningum frá lesendum Vísis um allt sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu hér fyrir neðan. Samtrygging Í hverjum mánuði eru 4% launa okkar send til lífeyrissjóðs og bætir vinnuveitandi þá yfirleitt 11,5% við. Oft fer stór hluti þessara 15,5%, eða jafnvel öll fjárhæðin, í að tryggja okkur, fjölskyldu okkar, aðra sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra og er það þá gert með söfnun samtryggingarréttinda, sem einnig er kölluð sameign. Ef til vill er einfaldast að átta sig á eðli samtryggingar með því að bera hana saman við þær tryggingar sem við kaupum af tryggingafélögum. Ég á í raun ekki tiltekna fjárhæð inni hjá tryggingafélaginu, en ég veit hvað ég fæ greitt við vissar aðstæður. Samtrygging er því greidd út í ákveðnum tilgangi og mætti, með nokkurri einföldun skipta í þrennt og lýsa sem svo: Ellilífeyrir Eftir tiltekinn aldur er mér velkomið að hefja töku greiðslna úr sjóðnum og verða þær þá ævilangar. Oft má sækja þann lífeyri í fyrsta lagi við sextugt, en það er þó ekki algilt. En frá því greiðslur hefjast eru þær ýmist verðtryggðar eða tengdar launum og falla ekki niður fyrr en við andlát. Þar sem ég veit ekki hve aldraður ég verð veit ég ekki hve háa fjárhæð ég fæ greidda í heild, en ég veit hvaða tekjur mér verða tryggðar, að teknu tilliti til áframhaldandi söfnunar og aldurs við lífeyristöku. Örorkulífeyrir Með söfnun samtryggingarréttinda er ég þó einnig tryggður fram að lífeyrisaldri. Ef ég, vegna heilsufarsástæðna, missi getuna til að afla mér tekna með vinnu gæti lífeyrissjóðurinn gripið mig, framreiknað réttindi mín miðað við að ég hefði unnið til 65 ára aldurs og greitt mér örorkulífeyri til að bæta mér tekjutapið. Maka- og barnalífeyrir Þar sem ekki er um eiginlegan sparnað að ræða erfist hann ekki þegar við föllum frá, en þess í stað berast maka og börnum undir vissum aldri greiðslur úr samtrygginu hins látna í tiltekinn tíma. Ólík réttindi Athugaðu að samtryggingarréttindi eru aldeilis ekki öll eins og mikilvægt er að kynna sér sínar tryggingar vel og vandlega. Sem dæmi um muninn á lífeyrissjóðum má nefna að makalífeyrir getur verið frá hálfum réttum hins látna í tvö ár til ævilangra greiðslna. Misjafnt er hvenær heimilt er að hefja töku ellilífeyris og hver greiðsla í samtryggingu getur myndað mishá ellilífeyrisréttindi. Séreign Með séreign er átt við margar tegundir sparnaðar, sem ýmist getur verið safnað með greiðslu skylduiðgjalds í lífeyrissjóð (líkt og þegar greitt er í samtryggingu) eða með valfrjálsu viðbótarframlagi. Séreign á nær ekkert sameiginlegt með samtrygginu. Engar tryggingar fylgja henni heldur er aðeins um að ræða inneign. Sá sparnaður erfist við andlát okkar, klárast þegar búið er að eyða honum og höfum við almennt mun meiri sveigjanleika þegar kemur að söfnun hans, ávöxtun og úttekt. Því miður er mikið um að viðbótarlífeyrissparnaður sé kallaður séreign eða séreignarsparnaður, en hann er aðeins ein af mörgum tegundum slíks sparnaðar, eins og rætt er nánar hér. Lítum þó á helsta muninn á ólíkum tegundum séreignar: Viðbótarlífeyrissparnaður Sú tegund séreignar sem flestir væntanlega þekkja er sá viðbótarlífeyrissparnaður sem öllum launþegum er frjálst að safna, en ber þó ekki skylda til að greiða í. Kjósir þú að greiða 2-4% launa þinna í slíkan sparnað verður vinnuveitandi að bæta hið minnsta 2% við sparnaðinn. Almennt er viðbótarlífeyrir laus til úttektar við sextugt og má auk þess nota við skattfrjálsa niðurgreiðslu íbúðalána eða kaup á fyrstu íbúð. Tilgreind séreign Að undanförnu hefur önnur séreign verið að bætast inn í kjarasamninga fólks og nú gefst stórum hluta þjóðarinnar færi á að safna sér tilgreindri séreign. Hún er séreign, rétt eins og viðbótarlífeyrissparnaður, en þetta er alls ekki það sama. Tilgreindri séreign er safnað með hluta skylduiðgjalds í lífeyrissjóðs. Hún getur numið allt að 3,5% af launum okkar, en þá minnkar það hlutfall sem greitt er í samtryggingu á móti. Sumum hentar ljómandi vel að skrá sig í tilgreinda séreign og lækka þar með samtryggingu sína, en öðrum alls ekki. Þú getur lesið þér nánar til um þau mál hér. Aðrar tegundir séreignar Í sumum sjóðum, svo sem Frjálsa-, Íslenska- og Almenna lífeyrissjóðnum er boðið upp á séreign sem er þó hvorki viðbótarlífeyrissparnaður né tilgreind séreign. Hún getur kallast bundin séreign, frjáls séreign, séreignarhluti lágmarksiðgjalds, skilyrt séreign og eflaust fleira sem ég man ekki eftir í fljótu bragði. Hvað á að velja? Misjafnt er hvernig og hvenær nálgast megi allan þennan sparnað, hvaða ávöxtunarleiðir bjóðast og hverjum hentar að safna honum. En valið er þitt. Viljir þú safna meiri séreign máttu það, en það er þá annað hvort viðbót við núverandi lífeyrissöfnun eða á kostnað samtryggingar. Þú gætir líka kosið að tryggja þig betur og safnað minni sparnaði en þetta ákveður enginn fyrir þig. Mikilvægt er að skilja vel hvert peningarnir okkar fara og við skráum okkur aldrei í sparnað eða ritum undir samninga nema við vitum að það henti okkur betur en sú söfnun sem nú á sér stað. Við kynnum okkur og spyrjum út í kostnað, aðgengi að fjármagni, tryggingar og fleira, því lífeyrir er mun mikilvægari en svo að við kynnum okkur hann fyrst við starfslok. Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Það borgar sig heldur betur að þekkja muninn á þessu tvennu. Því sem næst öllu vinnandi fólki á Íslandi býðst, innan vissra marka, að velja hlutfall séreignar og samtryggingar sem safnað er í mánuði hverjum. Eðli málsins samkvæmt getum við ekki tekið ákvörðun um hvað hentar okkur nema við þekkjum þessar tvær megintegundir lífeyrissparnaðar. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi svarar spurningum frá lesendum Vísis um allt sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu hér fyrir neðan. Samtrygging Í hverjum mánuði eru 4% launa okkar send til lífeyrissjóðs og bætir vinnuveitandi þá yfirleitt 11,5% við. Oft fer stór hluti þessara 15,5%, eða jafnvel öll fjárhæðin, í að tryggja okkur, fjölskyldu okkar, aðra sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra og er það þá gert með söfnun samtryggingarréttinda, sem einnig er kölluð sameign. Ef til vill er einfaldast að átta sig á eðli samtryggingar með því að bera hana saman við þær tryggingar sem við kaupum af tryggingafélögum. Ég á í raun ekki tiltekna fjárhæð inni hjá tryggingafélaginu, en ég veit hvað ég fæ greitt við vissar aðstæður. Samtrygging er því greidd út í ákveðnum tilgangi og mætti, með nokkurri einföldun skipta í þrennt og lýsa sem svo: Ellilífeyrir Eftir tiltekinn aldur er mér velkomið að hefja töku greiðslna úr sjóðnum og verða þær þá ævilangar. Oft má sækja þann lífeyri í fyrsta lagi við sextugt, en það er þó ekki algilt. En frá því greiðslur hefjast eru þær ýmist verðtryggðar eða tengdar launum og falla ekki niður fyrr en við andlát. Þar sem ég veit ekki hve aldraður ég verð veit ég ekki hve háa fjárhæð ég fæ greidda í heild, en ég veit hvaða tekjur mér verða tryggðar, að teknu tilliti til áframhaldandi söfnunar og aldurs við lífeyristöku. Örorkulífeyrir Með söfnun samtryggingarréttinda er ég þó einnig tryggður fram að lífeyrisaldri. Ef ég, vegna heilsufarsástæðna, missi getuna til að afla mér tekna með vinnu gæti lífeyrissjóðurinn gripið mig, framreiknað réttindi mín miðað við að ég hefði unnið til 65 ára aldurs og greitt mér örorkulífeyri til að bæta mér tekjutapið. Maka- og barnalífeyrir Þar sem ekki er um eiginlegan sparnað að ræða erfist hann ekki þegar við föllum frá, en þess í stað berast maka og börnum undir vissum aldri greiðslur úr samtrygginu hins látna í tiltekinn tíma. Ólík réttindi Athugaðu að samtryggingarréttindi eru aldeilis ekki öll eins og mikilvægt er að kynna sér sínar tryggingar vel og vandlega. Sem dæmi um muninn á lífeyrissjóðum má nefna að makalífeyrir getur verið frá hálfum réttum hins látna í tvö ár til ævilangra greiðslna. Misjafnt er hvenær heimilt er að hefja töku ellilífeyris og hver greiðsla í samtryggingu getur myndað mishá ellilífeyrisréttindi. Séreign Með séreign er átt við margar tegundir sparnaðar, sem ýmist getur verið safnað með greiðslu skylduiðgjalds í lífeyrissjóð (líkt og þegar greitt er í samtryggingu) eða með valfrjálsu viðbótarframlagi. Séreign á nær ekkert sameiginlegt með samtrygginu. Engar tryggingar fylgja henni heldur er aðeins um að ræða inneign. Sá sparnaður erfist við andlát okkar, klárast þegar búið er að eyða honum og höfum við almennt mun meiri sveigjanleika þegar kemur að söfnun hans, ávöxtun og úttekt. Því miður er mikið um að viðbótarlífeyrissparnaður sé kallaður séreign eða séreignarsparnaður, en hann er aðeins ein af mörgum tegundum slíks sparnaðar, eins og rætt er nánar hér. Lítum þó á helsta muninn á ólíkum tegundum séreignar: Viðbótarlífeyrissparnaður Sú tegund séreignar sem flestir væntanlega þekkja er sá viðbótarlífeyrissparnaður sem öllum launþegum er frjálst að safna, en ber þó ekki skylda til að greiða í. Kjósir þú að greiða 2-4% launa þinna í slíkan sparnað verður vinnuveitandi að bæta hið minnsta 2% við sparnaðinn. Almennt er viðbótarlífeyrir laus til úttektar við sextugt og má auk þess nota við skattfrjálsa niðurgreiðslu íbúðalána eða kaup á fyrstu íbúð. Tilgreind séreign Að undanförnu hefur önnur séreign verið að bætast inn í kjarasamninga fólks og nú gefst stórum hluta þjóðarinnar færi á að safna sér tilgreindri séreign. Hún er séreign, rétt eins og viðbótarlífeyrissparnaður, en þetta er alls ekki það sama. Tilgreindri séreign er safnað með hluta skylduiðgjalds í lífeyrissjóðs. Hún getur numið allt að 3,5% af launum okkar, en þá minnkar það hlutfall sem greitt er í samtryggingu á móti. Sumum hentar ljómandi vel að skrá sig í tilgreinda séreign og lækka þar með samtryggingu sína, en öðrum alls ekki. Þú getur lesið þér nánar til um þau mál hér. Aðrar tegundir séreignar Í sumum sjóðum, svo sem Frjálsa-, Íslenska- og Almenna lífeyrissjóðnum er boðið upp á séreign sem er þó hvorki viðbótarlífeyrissparnaður né tilgreind séreign. Hún getur kallast bundin séreign, frjáls séreign, séreignarhluti lágmarksiðgjalds, skilyrt séreign og eflaust fleira sem ég man ekki eftir í fljótu bragði. Hvað á að velja? Misjafnt er hvernig og hvenær nálgast megi allan þennan sparnað, hvaða ávöxtunarleiðir bjóðast og hverjum hentar að safna honum. En valið er þitt. Viljir þú safna meiri séreign máttu það, en það er þá annað hvort viðbót við núverandi lífeyrissöfnun eða á kostnað samtryggingar. Þú gætir líka kosið að tryggja þig betur og safnað minni sparnaði en þetta ákveður enginn fyrir þig. Mikilvægt er að skilja vel hvert peningarnir okkar fara og við skráum okkur aldrei í sparnað eða ritum undir samninga nema við vitum að það henti okkur betur en sú söfnun sem nú á sér stað. Við kynnum okkur og spyrjum út í kostnað, aðgengi að fjármagni, tryggingar og fleira, því lífeyrir er mun mikilvægari en svo að við kynnum okkur hann fyrst við starfslok.
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi svarar spurningum frá lesendum Vísis um allt sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu hér fyrir neðan.
Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira