Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 12:08 Vitor Roque var sjálfur hissa á öllum látunum en slapp á endanum við leikbann. Getty/Richard Callis Brasilíski knattspyrnumaðurinn Vitor Roque kom sér í vandræði vegna þessa sem hann setti inn á samfélagsmiðla sína en virðist ætla að sleppa með skrekkinn. Roque átti yfir höfði sér tíu leikja bann fyrir að birta mynd af tígrisdýri að éta dádýr eftir leik Palmeiras og São Paulo. Þetta er nú eitthvað sem þekkist nú vel í náttúrunni og sést víða. Vandræðin koma til vegna þess sem myndin táknar. ⚠️ URGENTE!Palmeiras consegue acordo no STJD e evita suspensão de Vitor Roque, que fará post contra homofobia.O Tribunal aceitou a transação disciplinar oferecida pelo departamento jurídico do Verdão, liderado pelo advogado André Sica.Vitor Roque será multado em R$ 80 mil e… pic.twitter.com/nqXRm0kpF2— Planeta do Futebol 🌎 (@futebol_info) November 15, 2025 Orðið yfir dádýr er slangur fyrir „homma“ og níðyrði sem oft er beint að stuðningsmönnum São Paulo. Hann gerðist þarna sekur um hómófóbíu þegar hann reyndi að gera grín að São Paulo á samfélagsmiðlum sínum. „Ég er ekki hræddur. Lögfræðingar Palmeiras vinna í málinu,“ sagði Vitor Roque áður en málið var tekið fyrir. Leikmaðurinn hafði verið kærður samkvæmt grein 243-G, sem fjallar um mismunun og kveður á um fimm til tíu leikja bann. Roque birti mynd sem sýndi tígrisdýr éta dádýr, sem var vísun í gælunafn hans, „Tigrinho“, og hvernig samkynhneigðir eru kallaðir með niðrandi hætti í fótboltaheiminum. Innan við klukkustund eftir óheppilega færslu eyddi leikmaðurinn henni. „Með því að tengja tákn andstæðingsins við mynd af „dádýri“ í háðs- og fyrirlitningartóni, fer það út fyrir mörk íþróttalegs rígs og telst fyrirlitleg og svívirðileg athöfn sem tengist fordómum á grundvelli kyns og kynhneigðar,“ benti ákæruvaldið á í kærunni á sínum tíma. Vitor Roque treysti á lögfræðideild Palmeiras að ná samkomulagi um agaviðurlög sem hún gerði. Leikmaður Palmeiras mun því aðeins fá sekt upp á áttatíu þúsund brasilíska riala, auk þess að þurfa að birta færslu gegn hómófóbíu og hafa hana fasta á Instagram-prófílnum sínum. Sektin er upp á tæpar tvær milljónir íslenskra króna. Vitor Roque, sem hefur leikið fyrir brasilíska landsliðið, varði sig með því að segja að þetta hafi bara verið grín. „Ég sé ekki ástæðu fyrir leikbanni eins og margir eru að segja. Ég held að fræðandi samtal sé þegar fullgilt. En ég vildi líka segja að þetta var ekkert tengt hómófóbíu. Þetta var bara grín, sem ég birti án illvilja. Ég bið alla afsökunar sem halda annað,“ sagði Roque. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goal) Brasilía Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Roque átti yfir höfði sér tíu leikja bann fyrir að birta mynd af tígrisdýri að éta dádýr eftir leik Palmeiras og São Paulo. Þetta er nú eitthvað sem þekkist nú vel í náttúrunni og sést víða. Vandræðin koma til vegna þess sem myndin táknar. ⚠️ URGENTE!Palmeiras consegue acordo no STJD e evita suspensão de Vitor Roque, que fará post contra homofobia.O Tribunal aceitou a transação disciplinar oferecida pelo departamento jurídico do Verdão, liderado pelo advogado André Sica.Vitor Roque será multado em R$ 80 mil e… pic.twitter.com/nqXRm0kpF2— Planeta do Futebol 🌎 (@futebol_info) November 15, 2025 Orðið yfir dádýr er slangur fyrir „homma“ og níðyrði sem oft er beint að stuðningsmönnum São Paulo. Hann gerðist þarna sekur um hómófóbíu þegar hann reyndi að gera grín að São Paulo á samfélagsmiðlum sínum. „Ég er ekki hræddur. Lögfræðingar Palmeiras vinna í málinu,“ sagði Vitor Roque áður en málið var tekið fyrir. Leikmaðurinn hafði verið kærður samkvæmt grein 243-G, sem fjallar um mismunun og kveður á um fimm til tíu leikja bann. Roque birti mynd sem sýndi tígrisdýr éta dádýr, sem var vísun í gælunafn hans, „Tigrinho“, og hvernig samkynhneigðir eru kallaðir með niðrandi hætti í fótboltaheiminum. Innan við klukkustund eftir óheppilega færslu eyddi leikmaðurinn henni. „Með því að tengja tákn andstæðingsins við mynd af „dádýri“ í háðs- og fyrirlitningartóni, fer það út fyrir mörk íþróttalegs rígs og telst fyrirlitleg og svívirðileg athöfn sem tengist fordómum á grundvelli kyns og kynhneigðar,“ benti ákæruvaldið á í kærunni á sínum tíma. Vitor Roque treysti á lögfræðideild Palmeiras að ná samkomulagi um agaviðurlög sem hún gerði. Leikmaður Palmeiras mun því aðeins fá sekt upp á áttatíu þúsund brasilíska riala, auk þess að þurfa að birta færslu gegn hómófóbíu og hafa hana fasta á Instagram-prófílnum sínum. Sektin er upp á tæpar tvær milljónir íslenskra króna. Vitor Roque, sem hefur leikið fyrir brasilíska landsliðið, varði sig með því að segja að þetta hafi bara verið grín. „Ég sé ekki ástæðu fyrir leikbanni eins og margir eru að segja. Ég held að fræðandi samtal sé þegar fullgilt. En ég vildi líka segja að þetta var ekkert tengt hómófóbíu. Þetta var bara grín, sem ég birti án illvilja. Ég bið alla afsökunar sem halda annað,“ sagði Roque. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goal)
Brasilía Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira