Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 10:03 Magdalena Eriksson og Glódís Perla Viggósdóttir fagna hér marki saman í leik með Bayern München. Getty/Julian Finney Magdalena Eriksson, fyrrum fyrirliði sænska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið. Eriksson spilar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörn Bayern München og á að baki yfir hundrað landsleiki. „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíma tekið,“ sagði Magdalena Eriksson í myndbandi sem hún setti inn á Instagram. Magdalena Eriksson has announced her international retirement 💛🇸🇪A leader, a winner and one of the most consistent players of her generation. A true icon who gave everything for her country. pic.twitter.com/zbL9Vl5iOG— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 16, 2025 Eriksson segist hafa tekið þessa ákvörðun þar sem hún þurfi nú að setja heilsu sína í fyrsta sæti og gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig eftir endurtekin meiðsli undanfarin ár. Hún er 32 ára gömul. „Ég þarf að hlusta á líkama minn og heilsu og forgangsraða eftir því. Þetta er sannarlega ákvörðun sem ég vildi óska að ég hefði ekki þurft að taka, en vegna þess hvernig líkama mínum líður nú til dags er þetta ákvörðun sem mér finnst ég verða að taka,“ sagði Eriksson í yfirlýsingu á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. Eriksson lék sinn fyrsta landsleik gegn Frakklandi árið 2014 og hefur spilað 123 landsleiki – og verið lykilmaður í mörg ár. Með Svíþjóð hefur hún unnið tvö silfurverðlaun á Ólympíuleikunum (2016 og 2021) og bronsverðlaun á HM 2019 og 2023. Síðasti landsleikur hennar var gegn Englandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Grattis till en fantastisk landslagskarriär, Magdalena Eriksson👏Idag meddelade Magdalena Eriksson att hon avslutar sin landslagskarriär. 🇸🇪 123 landskamper | 14 mål🌍 Tre EM, två VM, två OS🥇 Guld F19-EM 2012🥈 OS-silver 2016 och 2021🥉 VM-brons 2019 och 2023📰… pic.twitter.com/ZBFF0Xe2fr— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 16, 2025 „Landsliðið hefur sannarlega þýtt svo mikið fyrir mig öll þessi ár. Það sem við höfum áorkað saman í landsliðinu er það sem ég er stoltust af á ferlinum og ég mun minnast allra áranna með mikilli gleði. Við höfum skemmt okkur svo vel saman og náð svo miklum árangri, um leið og við höfum barist fyrir mörgum mikilvægum málum, staðið með okkur sjálfum og kvennaknattspyrnunni. Ég er mjög stolt af landsliðsferli mínum,“ sagði Eriksson. „Það eru þungar fréttir að Magdalena sé að ljúka ferli sínum með landsliðinu. Hún hefur lengi verið einn af okkar mikilvægustu leikmönnum og fagmennska hennar, hugrekki og hjarta hafa sett sterkan svip á landsliðið,“ sagði Tony Gustavsson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri umhyggju sem hún sýnir eigin líkama og framtíð og er henni innilega þakklátur fyrir allt sem hún hefur lagt af mörkum til sænska fótboltans og óska henni alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Gustavsson. View this post on Instagram A post shared by Magdalena Eriksson (@magdalenaeriksson16) Þýski boltinn HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Eriksson spilar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörn Bayern München og á að baki yfir hundrað landsleiki. „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíma tekið,“ sagði Magdalena Eriksson í myndbandi sem hún setti inn á Instagram. Magdalena Eriksson has announced her international retirement 💛🇸🇪A leader, a winner and one of the most consistent players of her generation. A true icon who gave everything for her country. pic.twitter.com/zbL9Vl5iOG— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 16, 2025 Eriksson segist hafa tekið þessa ákvörðun þar sem hún þurfi nú að setja heilsu sína í fyrsta sæti og gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig eftir endurtekin meiðsli undanfarin ár. Hún er 32 ára gömul. „Ég þarf að hlusta á líkama minn og heilsu og forgangsraða eftir því. Þetta er sannarlega ákvörðun sem ég vildi óska að ég hefði ekki þurft að taka, en vegna þess hvernig líkama mínum líður nú til dags er þetta ákvörðun sem mér finnst ég verða að taka,“ sagði Eriksson í yfirlýsingu á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. Eriksson lék sinn fyrsta landsleik gegn Frakklandi árið 2014 og hefur spilað 123 landsleiki – og verið lykilmaður í mörg ár. Með Svíþjóð hefur hún unnið tvö silfurverðlaun á Ólympíuleikunum (2016 og 2021) og bronsverðlaun á HM 2019 og 2023. Síðasti landsleikur hennar var gegn Englandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Grattis till en fantastisk landslagskarriär, Magdalena Eriksson👏Idag meddelade Magdalena Eriksson att hon avslutar sin landslagskarriär. 🇸🇪 123 landskamper | 14 mål🌍 Tre EM, två VM, två OS🥇 Guld F19-EM 2012🥈 OS-silver 2016 och 2021🥉 VM-brons 2019 och 2023📰… pic.twitter.com/ZBFF0Xe2fr— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 16, 2025 „Landsliðið hefur sannarlega þýtt svo mikið fyrir mig öll þessi ár. Það sem við höfum áorkað saman í landsliðinu er það sem ég er stoltust af á ferlinum og ég mun minnast allra áranna með mikilli gleði. Við höfum skemmt okkur svo vel saman og náð svo miklum árangri, um leið og við höfum barist fyrir mörgum mikilvægum málum, staðið með okkur sjálfum og kvennaknattspyrnunni. Ég er mjög stolt af landsliðsferli mínum,“ sagði Eriksson. „Það eru þungar fréttir að Magdalena sé að ljúka ferli sínum með landsliðinu. Hún hefur lengi verið einn af okkar mikilvægustu leikmönnum og fagmennska hennar, hugrekki og hjarta hafa sett sterkan svip á landsliðið,“ sagði Tony Gustavsson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri umhyggju sem hún sýnir eigin líkama og framtíð og er henni innilega þakklátur fyrir allt sem hún hefur lagt af mörkum til sænska fótboltans og óska henni alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Gustavsson. View this post on Instagram A post shared by Magdalena Eriksson (@magdalenaeriksson16)
Þýski boltinn HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira