„Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 09:22 Luke Littler er í flottu formi nú þegar styttist í heimsmeistaramótið. Getty/Cameron Smith Luke Littler komst í efsta sæti heimslistans í pílukasti um helgina og fagnaði því með því að vinna Luke Humphries, manninn sem hann fór fram úr, í úrslitaleik Grand Slam of Darts. Littler var öruggur með efsta sæti heimslistans í pílu eftir að hann vann Hollendinginn Danny Noppert í undanúrslitum mótsins. Hann vann Humphries síðan 16-11 í úrslitaleiknum. Luke Littler fulfils his darting destiny and becomes the new world number one 👏 Six televised ranking titles at just 18 years old! 🤯Darting phenom! ☢️ pic.twitter.com/0KlYAeoXbY— PDC Darts (@OfficialPDC) November 16, 2025 Hinn átján ára gamli Littler er yngsti leikmaðurinn til að ná efsta sæti heimslistans hjá PDC og fer þar með fram úr Michael van Gerwen, sem náði þeim áfanga 24 ára gamall árið 2014. Hungaður í að halda sér þar „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það,“ sagði Luke Littler eftir úrslitaleikinn. „Efsta sæti heimslistans, þú ert bestur í heimi. Að toppa það með því að vinna hér tvö ár í röð gerir þetta enn sérstakara,“ sagði Littler. „Nú þegar ég er í efsta sæti er ég hungraður í að halda mér þar. Ég vil vera þar næstu árin. Luke [Humphries] og allir hinir leikmennirnir munu hafa mig í sigtinu. Þetta hefur gert mig enn hungraðri,“ sagði Littler. Yfir þrjú hundruð milljónir Tekjur Littlers á tveggja ára tímabilinu sem ræður stigalistanum (Order of Merit) námu 1.770.500 pundum eftir að hann komst í úrslitaleikinn, en sigurinn færði upphæðina í 1.850.000 pund. Það gera tæpar 310 milljónir íslenskra króna. The day I’ve dreamed of🤩 world number 1 and back to back grand slam titles as well what a weekend🏆❤️ pic.twitter.com/XRfYMS1Ij5— Luke Littler (@LukeTheNuke180) November 16, 2025 Heimslistinn ræðst af upphæð verðlaunafjár sem leikmaður hefur unnið á stigamótum yfir tveggja ára tímabil. Mikið afrek fyrirLuke Littler „Að ná efsta sæti heimslistans er mikið afrek fyrir Luke Littler og að gera það á innan við tveimur árum er ótrúlegt,“ sagði Mark Webster, fyrrverandi heimsmeistari BDO, við Sky Sports. „Hann veit hvernig á að klára dæmið. Hann á ekki slæm tímabil – hann tapar vissulega á sumum mótum og það mun halda áfram að gerast – en hann er bara stórkostlegur hæfileikamaður,“ sagði Webster. Fram undan er síðan heimsmeistaramótið í pílukasti í næsta mánuði. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Pílukast Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Littler var öruggur með efsta sæti heimslistans í pílu eftir að hann vann Hollendinginn Danny Noppert í undanúrslitum mótsins. Hann vann Humphries síðan 16-11 í úrslitaleiknum. Luke Littler fulfils his darting destiny and becomes the new world number one 👏 Six televised ranking titles at just 18 years old! 🤯Darting phenom! ☢️ pic.twitter.com/0KlYAeoXbY— PDC Darts (@OfficialPDC) November 16, 2025 Hinn átján ára gamli Littler er yngsti leikmaðurinn til að ná efsta sæti heimslistans hjá PDC og fer þar með fram úr Michael van Gerwen, sem náði þeim áfanga 24 ára gamall árið 2014. Hungaður í að halda sér þar „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það,“ sagði Luke Littler eftir úrslitaleikinn. „Efsta sæti heimslistans, þú ert bestur í heimi. Að toppa það með því að vinna hér tvö ár í röð gerir þetta enn sérstakara,“ sagði Littler. „Nú þegar ég er í efsta sæti er ég hungraður í að halda mér þar. Ég vil vera þar næstu árin. Luke [Humphries] og allir hinir leikmennirnir munu hafa mig í sigtinu. Þetta hefur gert mig enn hungraðri,“ sagði Littler. Yfir þrjú hundruð milljónir Tekjur Littlers á tveggja ára tímabilinu sem ræður stigalistanum (Order of Merit) námu 1.770.500 pundum eftir að hann komst í úrslitaleikinn, en sigurinn færði upphæðina í 1.850.000 pund. Það gera tæpar 310 milljónir íslenskra króna. The day I’ve dreamed of🤩 world number 1 and back to back grand slam titles as well what a weekend🏆❤️ pic.twitter.com/XRfYMS1Ij5— Luke Littler (@LukeTheNuke180) November 16, 2025 Heimslistinn ræðst af upphæð verðlaunafjár sem leikmaður hefur unnið á stigamótum yfir tveggja ára tímabil. Mikið afrek fyrirLuke Littler „Að ná efsta sæti heimslistans er mikið afrek fyrir Luke Littler og að gera það á innan við tveimur árum er ótrúlegt,“ sagði Mark Webster, fyrrverandi heimsmeistari BDO, við Sky Sports. „Hann veit hvernig á að klára dæmið. Hann á ekki slæm tímabil – hann tapar vissulega á sumum mótum og það mun halda áfram að gerast – en hann er bara stórkostlegur hæfileikamaður,“ sagði Webster. Fram undan er síðan heimsmeistaramótið í pílukasti í næsta mánuði. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Pílukast Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira