Fótbolti

Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karó­línu

Sindri Sverrisson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir var valin besti markvörður ítölsku A-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir var valin besti markvörður ítölsku A-deildarinnar á síðustu leiktíð. Getty

Inter hefur aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum í ítölsku A-deildinni í fótbolta kvenna. Liðið tapaði 1-0 á útivelli gegn Napoli í dag.

Inter endaði í 2. sæti á síðustu leiktíð, þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir var valin besti markvörður deildarinnar, en hefur ekki gengið eins vel í haust. Liðið er með sex stig og situr í 8. sæti af tólf liðum en Napoli er með tíu stig í 4. sæti.

Cecilía var að vanda í marki Inter í dag og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék fram á 70. mínútu. Skömmu eftir að Karólínu var skipt af velli skoraði Cecilie Fløe Nielsen sigurmark heimakvenna framhjá nöfnu sinni.

Í gær kom Katla Tryggvadóttir inn á sem varamaður á 66. mínútu hjá Fiorentina, í 1-1 jafntefli við Parma á útivelli. Fiorentina er því í 3. sæti með ellefu stig, stigi á eftir Roma og Como sem eru efst en Roma á leik til góða við Lazio í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×