Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. nóvember 2025 20:12 Skipulögð brotastarfsemi verður sífellt umfangsmeiri á Íslandi. Vísir/Ívar Skipulagðir glæpahópar herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. Á sama tíma eru börn, allt niður í fimmtán ára, sífellt oftar nýtt sem burðardýr og við sölu og dreifingu fíkniefna af sömu hópum. Í skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti í dag kemur fram að skipulögðum glæpahópum á Íslandi hefur fjölgað um helming á síðasta áratug. Þá hafa þessir hópar fest sig í sessi í íslensku samfélagi. „Það er meiri ofbeldisbeiting. Sú breyting sem er að koma þarna fram er til dæmis hvernig þeir eru að athafna sig. Það er til dæmis að þeir eru að sækjast í ungmenni og ungmenni eru fengin til að fremja brot,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. Þannig eru dæmi um að börn og ungmenni undir átján ára hafi verið nýtt sem burðardýr og flutt inn mikið magn fíkniefna til landsins. „Svo erum við einnig að sjá börn og ungmenni, aðallega fimmtán til átján ára, sem eru hagnýtt af brotahópum í þá sölu og dreifingu fíkniefna,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Hún segir mál sem þessi koma á borð lögreglu sífellt oftar og vera orðin þó nokkur á ári. Þá herja skipulagðir glæpahópar í meira mæli á um umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. „Flestir í mjög viðkvæmri stöðu og það er verið að sækja í þau brotahóparnir. Meðal annars í því að hafa af þeim þá þjónustu sem við erum að veita þegar að einstaklingur kemur og óskar eftir vernd hér. Það er verið að stela af þeim fjármununum. Það eru í raun engin mörk á því hvað brotahópunum dettur í hug að nota til að styrkja sína starfsemi,“ segir Karl Steinar. Um sé að ræða tuttugu hópa sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Þeir sem standa að þeim séu á öllum aldri og bæði Íslendingar og útlendingar. „Kannski er það eitthvað í þjóðarsálinni að við erum alltaf að leita að einhverri einfaldri skýringu og þetta er ein skýringin sem að við heyrum mjög oft að þetta séu allt útlendingar. Það er bara rangt. Það er ekki þannig en einhverjir kannski vilja trúa því.“ Mikilvægt sé að taka hart á málum sem snúa að skipulagðri brotastarfsemi. „Ég hef áhyggjur af þessari þróun sem við erum að sjá núna og ég hef áhyggjur af þessu vaxandi ofbeldi en ég er alveg sannfærður um það að við eigum að geta tekist á við það og það í rauninni er kannski ákallið sem við erum með í þessari skýrslu. Við verðum að stíga fast til jarðar.“ Lögreglan Fíkn Hælisleitendur Innflytjendamál Öryggis- og varnarmál Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira
Í skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti í dag kemur fram að skipulögðum glæpahópum á Íslandi hefur fjölgað um helming á síðasta áratug. Þá hafa þessir hópar fest sig í sessi í íslensku samfélagi. „Það er meiri ofbeldisbeiting. Sú breyting sem er að koma þarna fram er til dæmis hvernig þeir eru að athafna sig. Það er til dæmis að þeir eru að sækjast í ungmenni og ungmenni eru fengin til að fremja brot,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. Þannig eru dæmi um að börn og ungmenni undir átján ára hafi verið nýtt sem burðardýr og flutt inn mikið magn fíkniefna til landsins. „Svo erum við einnig að sjá börn og ungmenni, aðallega fimmtán til átján ára, sem eru hagnýtt af brotahópum í þá sölu og dreifingu fíkniefna,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Hún segir mál sem þessi koma á borð lögreglu sífellt oftar og vera orðin þó nokkur á ári. Þá herja skipulagðir glæpahópar í meira mæli á um umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. „Flestir í mjög viðkvæmri stöðu og það er verið að sækja í þau brotahóparnir. Meðal annars í því að hafa af þeim þá þjónustu sem við erum að veita þegar að einstaklingur kemur og óskar eftir vernd hér. Það er verið að stela af þeim fjármununum. Það eru í raun engin mörk á því hvað brotahópunum dettur í hug að nota til að styrkja sína starfsemi,“ segir Karl Steinar. Um sé að ræða tuttugu hópa sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Þeir sem standa að þeim séu á öllum aldri og bæði Íslendingar og útlendingar. „Kannski er það eitthvað í þjóðarsálinni að við erum alltaf að leita að einhverri einfaldri skýringu og þetta er ein skýringin sem að við heyrum mjög oft að þetta séu allt útlendingar. Það er bara rangt. Það er ekki þannig en einhverjir kannski vilja trúa því.“ Mikilvægt sé að taka hart á málum sem snúa að skipulagðri brotastarfsemi. „Ég hef áhyggjur af þessari þróun sem við erum að sjá núna og ég hef áhyggjur af þessu vaxandi ofbeldi en ég er alveg sannfærður um það að við eigum að geta tekist á við það og það í rauninni er kannski ákallið sem við erum með í þessari skýrslu. Við verðum að stíga fast til jarðar.“
Lögreglan Fíkn Hælisleitendur Innflytjendamál Öryggis- og varnarmál Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira