Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2025 19:14 Stuðlar er meðferðarheimili í Grafarvogi. Það er sérstaklega fyrir neyðarvistun drengja. Vistunartími er að hámarki fjórtán dagar. vísir/anton Starfsmaðurinn sem hefur stöðu sakbornings vegna meintrar árásar á Stuðlum starfar enn hjá Barna- og fjölskyldustofu. Málið var ekki tilkynnt til eftirlitsstofnunar eins og lög gera ráð fyrir. Maður sem var starfsmaður á Stuðlum í sumar er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var í neyðarvistun á meðferðarheimilinu í lok júní. Meint árás er til rannsóknar sem stórfelld líkamsárás hjá lögreglu. Lögreglan hafi sjálf átt frumkvæði að því að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er atvikalýsing drengsins á þann veg að hann hafi verið að óska eftir því að fá að hringja í móður sína þegar meint árás hafi átt sér stað. Drengnum hafi verið mikið niðri fyrir og með tárin í augunum þegar starfsmaðurinn hafnaði beiðni hans og kallaði hann „grenjuskjóðu“. Drengurinn hafi áður verið uppnefndur af sama starfsmanni og brást illa við og skvetti gosdrykk á starfsmanninn. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn ráðist á drenginn og beitt hann hálstaki. Samkvæmt heimildarmönnum stórsá á drengnum miðað við myndir af áverkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði barnavernd kröfu um að umræddur starfsmaður myndi ekki starfa framar í návist drengsins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur umræddur maður ekki starfað á Stuðlum frá atvikinu en Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) staðfesti í dag að maðurinn starfar enn hjá stofnuninni. Varð fyrst vör við atvikið í umfjöllun fjölmiðla Samkvæmt lögum ber stofnuninni að tilkynna alvarleg atvik til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Það var ekki gert. 1. og 2. ml. 12. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála: Allir sem veita þjónustu sem lýtur eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála skulu skrá óvænt atvik. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa notanda þjónustu tjóni eða hefðu getað valdið notandanum tjóni. Þeim sem lúta eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála er skylt að tilkynna stofnuninni án tafar um alvarleg óvænt atvik. Með alvarlegu óvæntu atviki er átt við atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið notanda þjónustu varanlegu líkamlegu eða andlegu tjóni eða orðið honum að bana. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það áður gerst að Barna og fjölskyldustofu hafi láðst að tilkynna alvarlegt atvik. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV), segist fyrst hafa orðið vör við málið í gær vegna umfjöllunar. „Samkvæmt minni bestu vitneskju fengum við fyrst fréttir af þessu í fjölmiðlum þegar við heyrum af þessu í fréttum,“ sagði Herdís. Hún ítrekar að tilkynna eigi atvik án tafar. Nú eru liðnir rúmlega fjórir mánuðir frá umræddu atviki. „Samkvæmt lýsingunni eins og hún hefur verið í fjölmiðlum, þá myndi ég telja að þetta flokkist undir alvarlegt atvik. Í lögum er talað um óhappatilvik eða mistök eða vanrækslu sem getur þá valdið skjólstæðingum líkamlegu tjóni eða hefði getað valdið því.“ Muni hafa samband við BOFS Hún segir það sérstakt að málið hafi ekki verið tilkynnt. GEV hefur ekki getað unnið skýrslu um málið þar sem þau höfðu ekki vitneskju um málið. „Ég tel að það ætti að vera full vitneskja um það núna að þeim beri að tilkynna þetta. Við munum hafa samband við þau og benda þeim á að tilkynna þetta til okkar. Við viljum auðvitað eiga gott samstarf við þessa aðila.“ Barna- og fjölskyldustofa gaf ekki kost á viðtali í dag. „Við getum ekki rætt um þetta tiltekna mál en almennt er það þannig að alvarleg óvænt atvik eru tilkynnt til GEV. Á hinn bóginn á það ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Í slíkum tilvikum er gerð skýrsla um atvikið í kjölfarið er sérstaklega farið yfir hvernig bregðast skuli við,“ segir í skriflegu svari frá Barna- og fjölskyldustofu sem barst rétt fyrir kvöldfréttir. Málefni Stuðla Meðferðarheimili Réttindi barna Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Maður sem var starfsmaður á Stuðlum í sumar er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var í neyðarvistun á meðferðarheimilinu í lok júní. Meint árás er til rannsóknar sem stórfelld líkamsárás hjá lögreglu. Lögreglan hafi sjálf átt frumkvæði að því að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er atvikalýsing drengsins á þann veg að hann hafi verið að óska eftir því að fá að hringja í móður sína þegar meint árás hafi átt sér stað. Drengnum hafi verið mikið niðri fyrir og með tárin í augunum þegar starfsmaðurinn hafnaði beiðni hans og kallaði hann „grenjuskjóðu“. Drengurinn hafi áður verið uppnefndur af sama starfsmanni og brást illa við og skvetti gosdrykk á starfsmanninn. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn ráðist á drenginn og beitt hann hálstaki. Samkvæmt heimildarmönnum stórsá á drengnum miðað við myndir af áverkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði barnavernd kröfu um að umræddur starfsmaður myndi ekki starfa framar í návist drengsins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur umræddur maður ekki starfað á Stuðlum frá atvikinu en Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) staðfesti í dag að maðurinn starfar enn hjá stofnuninni. Varð fyrst vör við atvikið í umfjöllun fjölmiðla Samkvæmt lögum ber stofnuninni að tilkynna alvarleg atvik til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Það var ekki gert. 1. og 2. ml. 12. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála: Allir sem veita þjónustu sem lýtur eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála skulu skrá óvænt atvik. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa notanda þjónustu tjóni eða hefðu getað valdið notandanum tjóni. Þeim sem lúta eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála er skylt að tilkynna stofnuninni án tafar um alvarleg óvænt atvik. Með alvarlegu óvæntu atviki er átt við atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið notanda þjónustu varanlegu líkamlegu eða andlegu tjóni eða orðið honum að bana. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það áður gerst að Barna og fjölskyldustofu hafi láðst að tilkynna alvarlegt atvik. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV), segist fyrst hafa orðið vör við málið í gær vegna umfjöllunar. „Samkvæmt minni bestu vitneskju fengum við fyrst fréttir af þessu í fjölmiðlum þegar við heyrum af þessu í fréttum,“ sagði Herdís. Hún ítrekar að tilkynna eigi atvik án tafar. Nú eru liðnir rúmlega fjórir mánuðir frá umræddu atviki. „Samkvæmt lýsingunni eins og hún hefur verið í fjölmiðlum, þá myndi ég telja að þetta flokkist undir alvarlegt atvik. Í lögum er talað um óhappatilvik eða mistök eða vanrækslu sem getur þá valdið skjólstæðingum líkamlegu tjóni eða hefði getað valdið því.“ Muni hafa samband við BOFS Hún segir það sérstakt að málið hafi ekki verið tilkynnt. GEV hefur ekki getað unnið skýrslu um málið þar sem þau höfðu ekki vitneskju um málið. „Ég tel að það ætti að vera full vitneskja um það núna að þeim beri að tilkynna þetta. Við munum hafa samband við þau og benda þeim á að tilkynna þetta til okkar. Við viljum auðvitað eiga gott samstarf við þessa aðila.“ Barna- og fjölskyldustofa gaf ekki kost á viðtali í dag. „Við getum ekki rætt um þetta tiltekna mál en almennt er það þannig að alvarleg óvænt atvik eru tilkynnt til GEV. Á hinn bóginn á það ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Í slíkum tilvikum er gerð skýrsla um atvikið í kjölfarið er sérstaklega farið yfir hvernig bregðast skuli við,“ segir í skriflegu svari frá Barna- og fjölskyldustofu sem barst rétt fyrir kvöldfréttir.
Allir sem veita þjónustu sem lýtur eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála skulu skrá óvænt atvik. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa notanda þjónustu tjóni eða hefðu getað valdið notandanum tjóni. Þeim sem lúta eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála er skylt að tilkynna stofnuninni án tafar um alvarleg óvænt atvik. Með alvarlegu óvæntu atviki er átt við atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið notanda þjónustu varanlegu líkamlegu eða andlegu tjóni eða orðið honum að bana.
Málefni Stuðla Meðferðarheimili Réttindi barna Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira