Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Ís­lands í Bakú

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum í Bakú.
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum í Bakú.

Það er aðeins einn dagur í leik Aserbaísjan og Íslands í undankeppni HM. KSÍ var með blaðamannafund í Bakú í dag og Vísir var með beina útsendingu frá fundinum.

Þetta er næstsíðasti leikur okkar manna í undankeppninni og hagstæð úrslit þurfa að nást svo allt verði undir í síðasta leiknum gegn Úkraínu.

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari og Hákon Arnar Haraldsson landsliðsfyrirliði sátu fyrir svörum á fundinum. Sjá má upptöku af fundinum hér að neðan.

Klippa: Blaðamannafundur KSÍ í Bakú

Leikur Aserbaísjan og Íslands hefst klukkan 17.00 á morgun og verður í beinni og opinni dagskrá á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×