Sprengdi sig í loft upp við dómshús Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2025 11:18 Maður sprengdi sig í loft upp, eftir að hann komst ekki inn á lóð dómshús í Islamabad. AP/Mohammad Yousuf Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að maður sprengdi sig í loft upp fyrir utan dómshús í Islamabad í Pakistan í morgun. Þá særðust að minnsta kosti 27 í árásinni en enginn hópur hefur lýst yfir ábyrgð á henni enn sem komið er. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni innanríkisráðuneytis Pakistan að árásarmaður hafi sprengt sprengjuvesti sitt fyrir utan hlið dómshússins, þar sem hann hafi staðið við hlið lögreglubíls. Þá hafi maðurinn reynt að komast í gegnum hliðið og inn í dómshúsið. Þá mun hann hafa sprengt sig við lögreglubílinn. Vitni sem rætt var við segja mikla óreiðu hafa skapast við sprenginguna. Mikill fjöldi fólks hafi verið á svæðinu þegar sprengingin varð. Margir særðir hafi legið eftir, illa særðir og öskrandi og aðrir hafi hlaupið í allar áttir. Beina spjótunum að Talibönum Eins og áður segir hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir innanríkisráðherra Pakistan að til rannsóknar sé hverjir hafi gert hana. Pakistanar hafa lengi orðið fyrir árásum af höndum pakistanskra Talibana og er til rannsóknar hvort þeir beri ábyrgð á þessari árás. Varnarmálaráðherra Pakistan sagði eftir árásina að ríkið væri í stríði við Talibana. Það stríð væri ekki eingöngu háð við landamæri Afganistan, þar sem afganskir Talibanar ráða ríkjum en þeir eru bandamenn pakistanskra Talibana, heldur víðsvegar um Pakistan. Hann sagði að yfirvöld í Kabúl, höfuðborg Afganistan, gætu stöðvað þetta stríð en hefðu ekki áhuga á því og sagði Pakistana hafa burði til að bregðast við. Sjá einnig: Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Yfirvöld í Pakistan segja að í nótt hafi tekist að koma í veg fyrir gíslatöku í háskóla pakistanska hersins í nótt. Maður ók bíl inn á lóð skólans og sprengdi sig þar í loft upp en í kjölfarið réðust fimm vígamenn inn á lóðina. Tveir þeirra voru felldir og hinir þrír voru króaðir af. Hvort þeir hafi verið felldir í kjölfarið liggur ekki fyrir. Yfirvöld segja pakistanska talibana bera ábyrgð á þeirri árás en því hafa Talibanar hafnað. Pakistan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni innanríkisráðuneytis Pakistan að árásarmaður hafi sprengt sprengjuvesti sitt fyrir utan hlið dómshússins, þar sem hann hafi staðið við hlið lögreglubíls. Þá hafi maðurinn reynt að komast í gegnum hliðið og inn í dómshúsið. Þá mun hann hafa sprengt sig við lögreglubílinn. Vitni sem rætt var við segja mikla óreiðu hafa skapast við sprenginguna. Mikill fjöldi fólks hafi verið á svæðinu þegar sprengingin varð. Margir særðir hafi legið eftir, illa særðir og öskrandi og aðrir hafi hlaupið í allar áttir. Beina spjótunum að Talibönum Eins og áður segir hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir innanríkisráðherra Pakistan að til rannsóknar sé hverjir hafi gert hana. Pakistanar hafa lengi orðið fyrir árásum af höndum pakistanskra Talibana og er til rannsóknar hvort þeir beri ábyrgð á þessari árás. Varnarmálaráðherra Pakistan sagði eftir árásina að ríkið væri í stríði við Talibana. Það stríð væri ekki eingöngu háð við landamæri Afganistan, þar sem afganskir Talibanar ráða ríkjum en þeir eru bandamenn pakistanskra Talibana, heldur víðsvegar um Pakistan. Hann sagði að yfirvöld í Kabúl, höfuðborg Afganistan, gætu stöðvað þetta stríð en hefðu ekki áhuga á því og sagði Pakistana hafa burði til að bregðast við. Sjá einnig: Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Yfirvöld í Pakistan segja að í nótt hafi tekist að koma í veg fyrir gíslatöku í háskóla pakistanska hersins í nótt. Maður ók bíl inn á lóð skólans og sprengdi sig þar í loft upp en í kjölfarið réðust fimm vígamenn inn á lóðina. Tveir þeirra voru felldir og hinir þrír voru króaðir af. Hvort þeir hafi verið felldir í kjölfarið liggur ekki fyrir. Yfirvöld segja pakistanska talibana bera ábyrgð á þeirri árás en því hafa Talibanar hafnað.
Pakistan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira