Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 14:02 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, kynnir hér Umhverfissjóð fótboltans. Getty/Michael Macor/fotboll.no Norðmenn ætla að losna við allt gúmmikurl úr gervigrasvöllum landsins og hafa þess vegna stofnað Umhverfissjóð fótboltans. Norska knattspyrnusambandið stofnaði sjóðinn í samvinnu við umhverfissjóð norsku þjóðarinnar, Handelens Miljøfond, og var hann kynntur í gær. Norðmenn hafa eins og fleiri þjóðir haft miklar áhyggjur af skaðsemi gúmmikurlsins í gervigrasvöllum sínum og allt fór á fullt eftir að fjöldi leikmanna féll á lyfjaprófi eftir leik í gervigrashöll Lilleström í sumar. Eftir það var bannað að spila í höllinni. View this post on Instagram A post shared by Handelens Miljøfond (@handelensmiljofond) Norðmenn eru með mjög marga gervigrasvelli og það undirlag er í meirihluta hjá félögum í norskum fótbolta. Stærsti hluti fjármunanna í hinum nýstofnaða umhverfissjóði kemur frá norska umhverfissjóðnum sem hefur lagt til samtals 340 milljónir norskra króna á næstu fjórum árum til að draga úr gríðarlegri losun gúmmikurls frá norskum gervigrasvöllum. Það gerir rúma fjóra milljarða íslenskra króna. Norska knattspyrnusambandið og loftslags- og umhverfisráðuneytið leggja auk þess til fimm milljónir norskra króna hvort eða tæpar 63 milljónir íslenskra króna. Bann Evrópusambandsins (ESB) við örplasti, sem þýðir endalok notkunar á gúmmíkurli í gervigrasvöllum, tekur gildi í október 2031. Samkvæmt mati Samfunnsøkonomisk Analyse er heildarkostnaðurinn við að leysa gervigraskrísuna áætlaður sjö milljarðar norskra króna á næstu tólf árum eða tæpir 88 milljarðar íslenskra króna. Gúmmíkurl er talið vera næststærsta uppspretta örplastmengunar í Noregi. Það veldur því að heil tólf hundruð tonn af plasti enda í náttúrunni á hverju ári. View this post on Instagram A post shared by Norges Fotballforbund (@norgesfotballforbund) Norski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Norska knattspyrnusambandið stofnaði sjóðinn í samvinnu við umhverfissjóð norsku þjóðarinnar, Handelens Miljøfond, og var hann kynntur í gær. Norðmenn hafa eins og fleiri þjóðir haft miklar áhyggjur af skaðsemi gúmmikurlsins í gervigrasvöllum sínum og allt fór á fullt eftir að fjöldi leikmanna féll á lyfjaprófi eftir leik í gervigrashöll Lilleström í sumar. Eftir það var bannað að spila í höllinni. View this post on Instagram A post shared by Handelens Miljøfond (@handelensmiljofond) Norðmenn eru með mjög marga gervigrasvelli og það undirlag er í meirihluta hjá félögum í norskum fótbolta. Stærsti hluti fjármunanna í hinum nýstofnaða umhverfissjóði kemur frá norska umhverfissjóðnum sem hefur lagt til samtals 340 milljónir norskra króna á næstu fjórum árum til að draga úr gríðarlegri losun gúmmikurls frá norskum gervigrasvöllum. Það gerir rúma fjóra milljarða íslenskra króna. Norska knattspyrnusambandið og loftslags- og umhverfisráðuneytið leggja auk þess til fimm milljónir norskra króna hvort eða tæpar 63 milljónir íslenskra króna. Bann Evrópusambandsins (ESB) við örplasti, sem þýðir endalok notkunar á gúmmíkurli í gervigrasvöllum, tekur gildi í október 2031. Samkvæmt mati Samfunnsøkonomisk Analyse er heildarkostnaðurinn við að leysa gervigraskrísuna áætlaður sjö milljarðar norskra króna á næstu tólf árum eða tæpir 88 milljarðar íslenskra króna. Gúmmíkurl er talið vera næststærsta uppspretta örplastmengunar í Noregi. Það veldur því að heil tólf hundruð tonn af plasti enda í náttúrunni á hverju ári. View this post on Instagram A post shared by Norges Fotballforbund (@norgesfotballforbund)
Norski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira