María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 09:32 María Ólafsdóttir Grós hefur staðið sig vel í sænsku deildinni í ár og vann sér sæti í íslenska landsliðinu. @linkopingfootballclub Íslenska landsliðskonan María Ólafsdóttir Grós var verðlaunuð fyrir leik Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. María var valin nýliði ársins í ár og fékk að launum tíu þúsund sænskar krónur frá Svensk Fastighetsförmedling sem er styrktaraðili liðsins. Það jafngildir 133 þúsund íslenskum krónum. María hefur átt flott tímabil þótt Linköping hafi fallið úr deildinni. Hún skoraði sitt sjöunda deildarmark í leiknum á móti Kristianstad í gær. Linköping sagði frá verðlaunum Maríu á miðlum sínum og fór aðeins yfir hennar feril. „María er óslípaður demantur sem tók skrefið upp í efstu deild á Íslandi aðeins fjórtán ára gömul. Síðan þá hefur fótboltaferill hennar leitt hana bæði til Skotlands, þar sem hún spilaði með Celtic, og Hollands, þar sem hún lék með Fortuna Sittard. Sumarið 2024 samdi hún við Linköpting og síðan þá hefur þróun hennar aðeins stefnt í eina átt: upp á við,“ segir í umfjöllunni um íslensku landsliðskonuna. „Fyrir Maríu skiptir það ekki öllu máli hvort hún spilar á vinstri eða hægri kantinum. Þessi kraftmikli, hraði og hugmyndaríki kantframherji er jafn óútreiknanlegur fyrir andstæðinga sína og eldfjallið Eyjafjallajökull er fyrir flugumferð yfir Íslandi og Norðurlöndunum,“ segir í umfjöllunni. Þar kemur fram að hún eigi íslenskan föður og sænska móður og sé því með rætur í báðum löndum. Hún var valin í fyrsta sinn í A-landslið Íslands í október. „Það er engin tilviljun að einmitt María fái þessa viðurkenningu. Hún er ávöxtur erfiðisvinnu hennar á hverjum degi, óbilandi vilja hennar til að sigra og staðfasts drifkrafts hennar til að verða sífellt betri. Hún gerir miklar kröfur, bæði til sjálfrar sín og umhverfis síns, og með markvissri hugsun sinni hefur María alla burði til að ná á toppinn,“ segir í umfjöllunni. „Framtíðin er björt fyrir þennan hæfileikaríka leikmann sem mun án efa stuðla að velgengni, bæði með félagsliði og á landsliðsvettvangi – óháð því hvaða landsliðslit hún velur að klæðast,“ segir í umfjölluninni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by 𝗟𝗶𝗻𝗸𝗼̈𝗽𝗶𝗻𝗴 𝗙𝗼𝗼𝘁𝗯𝗮𝗹𝗹 𝗖𝗹𝘂𝗯 (@linkopingfootballclub) Sænski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
María var valin nýliði ársins í ár og fékk að launum tíu þúsund sænskar krónur frá Svensk Fastighetsförmedling sem er styrktaraðili liðsins. Það jafngildir 133 þúsund íslenskum krónum. María hefur átt flott tímabil þótt Linköping hafi fallið úr deildinni. Hún skoraði sitt sjöunda deildarmark í leiknum á móti Kristianstad í gær. Linköping sagði frá verðlaunum Maríu á miðlum sínum og fór aðeins yfir hennar feril. „María er óslípaður demantur sem tók skrefið upp í efstu deild á Íslandi aðeins fjórtán ára gömul. Síðan þá hefur fótboltaferill hennar leitt hana bæði til Skotlands, þar sem hún spilaði með Celtic, og Hollands, þar sem hún lék með Fortuna Sittard. Sumarið 2024 samdi hún við Linköpting og síðan þá hefur þróun hennar aðeins stefnt í eina átt: upp á við,“ segir í umfjöllunni um íslensku landsliðskonuna. „Fyrir Maríu skiptir það ekki öllu máli hvort hún spilar á vinstri eða hægri kantinum. Þessi kraftmikli, hraði og hugmyndaríki kantframherji er jafn óútreiknanlegur fyrir andstæðinga sína og eldfjallið Eyjafjallajökull er fyrir flugumferð yfir Íslandi og Norðurlöndunum,“ segir í umfjöllunni. Þar kemur fram að hún eigi íslenskan föður og sænska móður og sé því með rætur í báðum löndum. Hún var valin í fyrsta sinn í A-landslið Íslands í október. „Það er engin tilviljun að einmitt María fái þessa viðurkenningu. Hún er ávöxtur erfiðisvinnu hennar á hverjum degi, óbilandi vilja hennar til að sigra og staðfasts drifkrafts hennar til að verða sífellt betri. Hún gerir miklar kröfur, bæði til sjálfrar sín og umhverfis síns, og með markvissri hugsun sinni hefur María alla burði til að ná á toppinn,“ segir í umfjöllunni. „Framtíðin er björt fyrir þennan hæfileikaríka leikmann sem mun án efa stuðla að velgengni, bæði með félagsliði og á landsliðsvettvangi – óháð því hvaða landsliðslit hún velur að klæðast,“ segir í umfjölluninni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by 𝗟𝗶𝗻𝗸𝗼̈𝗽𝗶𝗻𝗴 𝗙𝗼𝗼𝘁𝗯𝗮𝗹𝗹 𝗖𝗹𝘂𝗯 (@linkopingfootballclub)
Sænski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira