María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 09:32 María Ólafsdóttir Grós hefur staðið sig vel í sænsku deildinni í ár og vann sér sæti í íslenska landsliðinu. @linkopingfootballclub Íslenska landsliðskonan María Ólafsdóttir Grós var verðlaunuð fyrir leik Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. María var valin nýliði ársins í ár og fékk að launum tíu þúsund sænskar krónur frá Svensk Fastighetsförmedling sem er styrktaraðili liðsins. Það jafngildir 133 þúsund íslenskum krónum. María hefur átt flott tímabil þótt Linköping hafi fallið úr deildinni. Hún skoraði sitt sjöunda deildarmark í leiknum á móti Kristianstad í gær. Linköping sagði frá verðlaunum Maríu á miðlum sínum og fór aðeins yfir hennar feril. „María er óslípaður demantur sem tók skrefið upp í efstu deild á Íslandi aðeins fjórtán ára gömul. Síðan þá hefur fótboltaferill hennar leitt hana bæði til Skotlands, þar sem hún spilaði með Celtic, og Hollands, þar sem hún lék með Fortuna Sittard. Sumarið 2024 samdi hún við Linköpting og síðan þá hefur þróun hennar aðeins stefnt í eina átt: upp á við,“ segir í umfjöllunni um íslensku landsliðskonuna. „Fyrir Maríu skiptir það ekki öllu máli hvort hún spilar á vinstri eða hægri kantinum. Þessi kraftmikli, hraði og hugmyndaríki kantframherji er jafn óútreiknanlegur fyrir andstæðinga sína og eldfjallið Eyjafjallajökull er fyrir flugumferð yfir Íslandi og Norðurlöndunum,“ segir í umfjöllunni. Þar kemur fram að hún eigi íslenskan föður og sænska móður og sé því með rætur í báðum löndum. Hún var valin í fyrsta sinn í A-landslið Íslands í október. „Það er engin tilviljun að einmitt María fái þessa viðurkenningu. Hún er ávöxtur erfiðisvinnu hennar á hverjum degi, óbilandi vilja hennar til að sigra og staðfasts drifkrafts hennar til að verða sífellt betri. Hún gerir miklar kröfur, bæði til sjálfrar sín og umhverfis síns, og með markvissri hugsun sinni hefur María alla burði til að ná á toppinn,“ segir í umfjöllunni. „Framtíðin er björt fyrir þennan hæfileikaríka leikmann sem mun án efa stuðla að velgengni, bæði með félagsliði og á landsliðsvettvangi – óháð því hvaða landsliðslit hún velur að klæðast,“ segir í umfjölluninni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by 𝗟𝗶𝗻𝗸𝗼̈𝗽𝗶𝗻𝗴 𝗙𝗼𝗼𝘁𝗯𝗮𝗹𝗹 𝗖𝗹𝘂𝗯 (@linkopingfootballclub) Sænski boltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
María var valin nýliði ársins í ár og fékk að launum tíu þúsund sænskar krónur frá Svensk Fastighetsförmedling sem er styrktaraðili liðsins. Það jafngildir 133 þúsund íslenskum krónum. María hefur átt flott tímabil þótt Linköping hafi fallið úr deildinni. Hún skoraði sitt sjöunda deildarmark í leiknum á móti Kristianstad í gær. Linköping sagði frá verðlaunum Maríu á miðlum sínum og fór aðeins yfir hennar feril. „María er óslípaður demantur sem tók skrefið upp í efstu deild á Íslandi aðeins fjórtán ára gömul. Síðan þá hefur fótboltaferill hennar leitt hana bæði til Skotlands, þar sem hún spilaði með Celtic, og Hollands, þar sem hún lék með Fortuna Sittard. Sumarið 2024 samdi hún við Linköpting og síðan þá hefur þróun hennar aðeins stefnt í eina átt: upp á við,“ segir í umfjöllunni um íslensku landsliðskonuna. „Fyrir Maríu skiptir það ekki öllu máli hvort hún spilar á vinstri eða hægri kantinum. Þessi kraftmikli, hraði og hugmyndaríki kantframherji er jafn óútreiknanlegur fyrir andstæðinga sína og eldfjallið Eyjafjallajökull er fyrir flugumferð yfir Íslandi og Norðurlöndunum,“ segir í umfjöllunni. Þar kemur fram að hún eigi íslenskan föður og sænska móður og sé því með rætur í báðum löndum. Hún var valin í fyrsta sinn í A-landslið Íslands í október. „Það er engin tilviljun að einmitt María fái þessa viðurkenningu. Hún er ávöxtur erfiðisvinnu hennar á hverjum degi, óbilandi vilja hennar til að sigra og staðfasts drifkrafts hennar til að verða sífellt betri. Hún gerir miklar kröfur, bæði til sjálfrar sín og umhverfis síns, og með markvissri hugsun sinni hefur María alla burði til að ná á toppinn,“ segir í umfjöllunni. „Framtíðin er björt fyrir þennan hæfileikaríka leikmann sem mun án efa stuðla að velgengni, bæði með félagsliði og á landsliðsvettvangi – óháð því hvaða landsliðslit hún velur að klæðast,“ segir í umfjölluninni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by 𝗟𝗶𝗻𝗸𝗼̈𝗽𝗶𝗻𝗴 𝗙𝗼𝗼𝘁𝗯𝗮𝗹𝗹 𝗖𝗹𝘂𝗯 (@linkopingfootballclub)
Sænski boltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira