Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 14:32 Lionel Messi á blaðamannafundinum í ágúst 2021 þegar hann kvaddi Barcelona. Tárin runnu þá hjá stærstu stjörnunni í sögu félagsins. Getty/Eric Alonso Nú styttist í það að Börsungar taki í notkun endurbættan Camp Nou sem mætti kalla nýjan Nývang. Stærsta hetjan í sögu félagsins heimsótti leikvanginn um helgina. Lionel Messi sagðist eftir heimsóknina vonast til þess að snúa aftur á Nývang til að fá þá kveðjustundina sem hann „fékk aldrei“ sem leikmaður hjá Barcelona. Messi er kominn aftur til Spánar þar sem bíður verkefni með argentínska landsliðinu. Hann birti myndir á samfélagsmiðlum sínum innan úr Nývangi rúmum sólarhring eftir að hafa tryggt Inter Miami áfram í næstu umferð úrslitakeppni MLS-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta,“ skrifaði hann með myndaveislu sinni. „Þetta er staður þar sem ég var óendanlega hamingjusamur, þar sem þið létuð mér líða eins og hamingjusamasta manni í heimi þúsund sinnum. Ég vona að einn daginn geti ég snúið aftur, og ekki bara til að kveðja sem leikmaður, því það fékk ég aldrei að gera,“ skrifaði Messi. Lionel Messi gaf þarna í skyn að hann myndi snúa aftur til Barcelona í færslu sinni á samfélagsmiðlum. Messi, sem er 38 ára, varði stærstan hluta ferils síns hjá Barcelona áður en hann fór í skyndi til Paris Saint-Germain árið 2021 vegna fjárhagsvandræða katalónska félagsins. Vegna þessa – og einnig að hluta til vegna Covid-takmarkana sem voru í gildi á þeim tíma – gat leikja- og markahæsti leikmaður Barça ekki kvatt með viðeigandi hætti. Joan Laporta, forseti félagsins, hefur síðan þá talað um vilja til að fá Messi aftur í heiðursleik og lagt til að það væri fullkomin leið til að vígja nýjan Nývang, sem hefur verið lokaður vegna endurbóta síðan 2023. „Það væri frábær leið til að opna leikvanginn [þegar hann er fullkláraður], með 105.000 áhorfendur í stúkunni að heiðra Leo,“ ítrekaði Laporta við fréttamenn eftir opna æfingu fyrir framan 23.000 aðdáendur á Camp Nou í síðustu viku. „Auðvitað, alltaf með fyrirvara um hvað [lið Messi] vill. Það eru líka forsetakosningar fram undan, en ef ég verð enn forseti, þá myndi ég elska það,“ sagði Laporta. Messi hefur aldrei áður tjáð sig um möguleikann á að snúa aftur til að taka þátt í slíkum leik. Spænski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira
Lionel Messi sagðist eftir heimsóknina vonast til þess að snúa aftur á Nývang til að fá þá kveðjustundina sem hann „fékk aldrei“ sem leikmaður hjá Barcelona. Messi er kominn aftur til Spánar þar sem bíður verkefni með argentínska landsliðinu. Hann birti myndir á samfélagsmiðlum sínum innan úr Nývangi rúmum sólarhring eftir að hafa tryggt Inter Miami áfram í næstu umferð úrslitakeppni MLS-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta,“ skrifaði hann með myndaveislu sinni. „Þetta er staður þar sem ég var óendanlega hamingjusamur, þar sem þið létuð mér líða eins og hamingjusamasta manni í heimi þúsund sinnum. Ég vona að einn daginn geti ég snúið aftur, og ekki bara til að kveðja sem leikmaður, því það fékk ég aldrei að gera,“ skrifaði Messi. Lionel Messi gaf þarna í skyn að hann myndi snúa aftur til Barcelona í færslu sinni á samfélagsmiðlum. Messi, sem er 38 ára, varði stærstan hluta ferils síns hjá Barcelona áður en hann fór í skyndi til Paris Saint-Germain árið 2021 vegna fjárhagsvandræða katalónska félagsins. Vegna þessa – og einnig að hluta til vegna Covid-takmarkana sem voru í gildi á þeim tíma – gat leikja- og markahæsti leikmaður Barça ekki kvatt með viðeigandi hætti. Joan Laporta, forseti félagsins, hefur síðan þá talað um vilja til að fá Messi aftur í heiðursleik og lagt til að það væri fullkomin leið til að vígja nýjan Nývang, sem hefur verið lokaður vegna endurbóta síðan 2023. „Það væri frábær leið til að opna leikvanginn [þegar hann er fullkláraður], með 105.000 áhorfendur í stúkunni að heiðra Leo,“ ítrekaði Laporta við fréttamenn eftir opna æfingu fyrir framan 23.000 aðdáendur á Camp Nou í síðustu viku. „Auðvitað, alltaf með fyrirvara um hvað [lið Messi] vill. Það eru líka forsetakosningar fram undan, en ef ég verð enn forseti, þá myndi ég elska það,“ sagði Laporta. Messi hefur aldrei áður tjáð sig um möguleikann á að snúa aftur til að taka þátt í slíkum leik.
Spænski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira