Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 14:32 Lionel Messi á blaðamannafundinum í ágúst 2021 þegar hann kvaddi Barcelona. Tárin runnu þá hjá stærstu stjörnunni í sögu félagsins. Getty/Eric Alonso Nú styttist í það að Börsungar taki í notkun endurbættan Camp Nou sem mætti kalla nýjan Nývang. Stærsta hetjan í sögu félagsins heimsótti leikvanginn um helgina. Lionel Messi sagðist eftir heimsóknina vonast til þess að snúa aftur á Nývang til að fá þá kveðjustundina sem hann „fékk aldrei“ sem leikmaður hjá Barcelona. Messi er kominn aftur til Spánar þar sem bíður verkefni með argentínska landsliðinu. Hann birti myndir á samfélagsmiðlum sínum innan úr Nývangi rúmum sólarhring eftir að hafa tryggt Inter Miami áfram í næstu umferð úrslitakeppni MLS-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta,“ skrifaði hann með myndaveislu sinni. „Þetta er staður þar sem ég var óendanlega hamingjusamur, þar sem þið létuð mér líða eins og hamingjusamasta manni í heimi þúsund sinnum. Ég vona að einn daginn geti ég snúið aftur, og ekki bara til að kveðja sem leikmaður, því það fékk ég aldrei að gera,“ skrifaði Messi. Lionel Messi gaf þarna í skyn að hann myndi snúa aftur til Barcelona í færslu sinni á samfélagsmiðlum. Messi, sem er 38 ára, varði stærstan hluta ferils síns hjá Barcelona áður en hann fór í skyndi til Paris Saint-Germain árið 2021 vegna fjárhagsvandræða katalónska félagsins. Vegna þessa – og einnig að hluta til vegna Covid-takmarkana sem voru í gildi á þeim tíma – gat leikja- og markahæsti leikmaður Barça ekki kvatt með viðeigandi hætti. Joan Laporta, forseti félagsins, hefur síðan þá talað um vilja til að fá Messi aftur í heiðursleik og lagt til að það væri fullkomin leið til að vígja nýjan Nývang, sem hefur verið lokaður vegna endurbóta síðan 2023. „Það væri frábær leið til að opna leikvanginn [þegar hann er fullkláraður], með 105.000 áhorfendur í stúkunni að heiðra Leo,“ ítrekaði Laporta við fréttamenn eftir opna æfingu fyrir framan 23.000 aðdáendur á Camp Nou í síðustu viku. „Auðvitað, alltaf með fyrirvara um hvað [lið Messi] vill. Það eru líka forsetakosningar fram undan, en ef ég verð enn forseti, þá myndi ég elska það,“ sagði Laporta. Messi hefur aldrei áður tjáð sig um möguleikann á að snúa aftur til að taka þátt í slíkum leik. Spænski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Lionel Messi sagðist eftir heimsóknina vonast til þess að snúa aftur á Nývang til að fá þá kveðjustundina sem hann „fékk aldrei“ sem leikmaður hjá Barcelona. Messi er kominn aftur til Spánar þar sem bíður verkefni með argentínska landsliðinu. Hann birti myndir á samfélagsmiðlum sínum innan úr Nývangi rúmum sólarhring eftir að hafa tryggt Inter Miami áfram í næstu umferð úrslitakeppni MLS-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta,“ skrifaði hann með myndaveislu sinni. „Þetta er staður þar sem ég var óendanlega hamingjusamur, þar sem þið létuð mér líða eins og hamingjusamasta manni í heimi þúsund sinnum. Ég vona að einn daginn geti ég snúið aftur, og ekki bara til að kveðja sem leikmaður, því það fékk ég aldrei að gera,“ skrifaði Messi. Lionel Messi gaf þarna í skyn að hann myndi snúa aftur til Barcelona í færslu sinni á samfélagsmiðlum. Messi, sem er 38 ára, varði stærstan hluta ferils síns hjá Barcelona áður en hann fór í skyndi til Paris Saint-Germain árið 2021 vegna fjárhagsvandræða katalónska félagsins. Vegna þessa – og einnig að hluta til vegna Covid-takmarkana sem voru í gildi á þeim tíma – gat leikja- og markahæsti leikmaður Barça ekki kvatt með viðeigandi hætti. Joan Laporta, forseti félagsins, hefur síðan þá talað um vilja til að fá Messi aftur í heiðursleik og lagt til að það væri fullkomin leið til að vígja nýjan Nývang, sem hefur verið lokaður vegna endurbóta síðan 2023. „Það væri frábær leið til að opna leikvanginn [þegar hann er fullkláraður], með 105.000 áhorfendur í stúkunni að heiðra Leo,“ ítrekaði Laporta við fréttamenn eftir opna æfingu fyrir framan 23.000 aðdáendur á Camp Nou í síðustu viku. „Auðvitað, alltaf með fyrirvara um hvað [lið Messi] vill. Það eru líka forsetakosningar fram undan, en ef ég verð enn forseti, þá myndi ég elska það,“ sagði Laporta. Messi hefur aldrei áður tjáð sig um möguleikann á að snúa aftur til að taka þátt í slíkum leik.
Spænski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira