Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2025 11:30 Virgil van Dijk fór yfir málin með Hjörvari Hafliðasyni strax eftir leik í gær. Sýn Sport Virgil van Dijk sagði í samtali við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport í gær að Liverpool verðskuldaði gagnrýnina sem liðið hefði fengið á leiktíðinni. Van Dijk mætti í viðtal til Hjörvars eftir tapið gegn Manchester City í gær og var spurður út í gagnrýni sérfræðinga, sem og markið sem dæmt var af Liverpool-fyrirliðanum vegna meintrar rangstöðu á Andrew Robertson. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Van Dijk í viðtali við Hjörvar Van Dijk vildi ekki gera of mikið úr þeirri ákvörðun dómarans að taka af honum jöfnunarmarkið í gær: „Auðvitað er maður svekktur því við töpuðum 3-0. En svona ákvarðanir eru auðvitað mikilvægar í svona leik, þar sem mikið er undir og þetta getur oltið á smáatriðum. En málið er að þeir dæmdu þetta af, hver sem ástæðan var, og við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Van Dijk strax eftir leik og hafði þá ekki horft á frekari endursýningar af markinu sínu. „Ég sá þetta bara á skjánum á vellinum en svona er þetta bara.“ „Á þessu tímabili er gagnrýnin verðskulduð“ Hjörvar benti þá á að nú mætti búast við alls konar yfirlýsingum og gagnrýni frá sparkspekingum og skaut Van Dijk þá inn í: „Hvað er sérfræðingur?“ og virtist ekki telja þann starfstitil sérlega merkilegan. Hollendingurinn skaut á dögunum á Wayne Rooney fyrir „letilega gagnrýni“ og sagði svo eftir sigurinn gegn Real Madrid í síðustu viku, með Rooney sér við hlið, að gagnrýni fólks væri yfirgengileg á köflum. Hann var hins vegar auðmjúkur þegar hann svaraði Hjörvari í gær: „Á þessu tímabili er gagnrýnin verðskulduð. Ef að við töpum svona mörgum leikjum, og erum búnir að setja standardinn eins hátt og við gerðum á síðustu leiktíð, þá á gagnrýnin rétt á sér. En ég er nokkuð öruggur um að við finnum stöðugleikann sem við vitum að við getum náð, en það gerist ekki sjálfkrafa. Við þurfum að sýna hann í öllum leikjum og æfingum,“ sagði Van Dijk. Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
Van Dijk mætti í viðtal til Hjörvars eftir tapið gegn Manchester City í gær og var spurður út í gagnrýni sérfræðinga, sem og markið sem dæmt var af Liverpool-fyrirliðanum vegna meintrar rangstöðu á Andrew Robertson. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Van Dijk í viðtali við Hjörvar Van Dijk vildi ekki gera of mikið úr þeirri ákvörðun dómarans að taka af honum jöfnunarmarkið í gær: „Auðvitað er maður svekktur því við töpuðum 3-0. En svona ákvarðanir eru auðvitað mikilvægar í svona leik, þar sem mikið er undir og þetta getur oltið á smáatriðum. En málið er að þeir dæmdu þetta af, hver sem ástæðan var, og við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Van Dijk strax eftir leik og hafði þá ekki horft á frekari endursýningar af markinu sínu. „Ég sá þetta bara á skjánum á vellinum en svona er þetta bara.“ „Á þessu tímabili er gagnrýnin verðskulduð“ Hjörvar benti þá á að nú mætti búast við alls konar yfirlýsingum og gagnrýni frá sparkspekingum og skaut Van Dijk þá inn í: „Hvað er sérfræðingur?“ og virtist ekki telja þann starfstitil sérlega merkilegan. Hollendingurinn skaut á dögunum á Wayne Rooney fyrir „letilega gagnrýni“ og sagði svo eftir sigurinn gegn Real Madrid í síðustu viku, með Rooney sér við hlið, að gagnrýni fólks væri yfirgengileg á köflum. Hann var hins vegar auðmjúkur þegar hann svaraði Hjörvari í gær: „Á þessu tímabili er gagnrýnin verðskulduð. Ef að við töpum svona mörgum leikjum, og erum búnir að setja standardinn eins hátt og við gerðum á síðustu leiktíð, þá á gagnrýnin rétt á sér. En ég er nokkuð öruggur um að við finnum stöðugleikann sem við vitum að við getum náð, en það gerist ekki sjálfkrafa. Við þurfum að sýna hann í öllum leikjum og æfingum,“ sagði Van Dijk.
Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira